Morgunblaðið - 07.08.2019, Page 18

Morgunblaðið - 07.08.2019, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. ✝ GunnhildurVala Hannes- dóttir fæddist 3. ágúst 1987. Hún lést 26. júlí 2019. Foreldrar hennar eru Elín J. Odds- dóttir og Hannes Þorsteinsson. Systkini Gunn- hildar eru Val- gerður Anna Hann- esdóttir, Agnes Nína Hannesdóttir og Oddur Sveinbjörg Guðmundsdóttir. Gunnhildur og Arnar gengu í hjónaband í Dómkirkjunni 26. ágúst 2017. Dætur þeirra eru Ragnheiður Elín og Þorgerður Anna. Gunnhildur ólst upp í Reykjavík og gekk í Vestur- bæjarskóla og Háteigsskóla. Hún útskrifaðist frá Mennta- skólanum í Reykjavík 2007 og frá læknadeild Háskóla Íslands 2015. Hún starfaði sem læknir á kvennadeild Landspítalans að loknu kandídatsári. Gunnhildur greindist í júní 2014 með krabbamein sem hún tókst á við af miklu æðruleysi. Útför Gunnhildar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 7. ágúst 2019, klukkan 15. Krummi Magnús- son. Eiginkona Hannesar er Sig- rún Harðardóttir. Dætur hennar eru Helga Aradóttir og Nína Ara- dóttir. Eiginmaður Gunnhildar er Arnar Jan Jóns- son. Foreldrar hans eru Jan Ólafsson og Elsku dóttir. Það er sennilega fátt sem breytir lífi manns eins mikið og að eignast fyrsta barn. Allt í einu er komin ný tilfinning, ný ábyrgð og eitthvað óútskýran- legt sem fylgir þér í hverju skrefi í lífinu þaðan í frá. Ég man vel mánudagsmorgun- inn á frídegi verslunarmanna árið 1987 þegar þú loks varst komin í heiminn. Þú reyndir að horfa á mig á móti birtunni, ég bjó til skyggni fyrir þig með hendinni og þú horfðir þá á mig og við hlust- uðum með mömmu þinni á Stevie Wonder syngja Isn’t She Lovely, sem föðursystir þín spilaði þér til heiðurs á Rás tvö. Og það voru orð að sönnu, þú varst yndisleg. Eftir það tók við þroskaferli með þér sem foreldri og afi, ferli sem var ótrúlega gefandi, fallegt og blítt en varði of stutt. Að þurfa að upplifa með þér skipbrot veik- inda og brostinna drauma er mín erfiðasta reynsla. Á sama tíma er það dýrmætt að hafa séð styrk- leika þína í mótlætinu, að hafa fundið hversu langt bjartsýnin dró þig og hvernig þú tókst því þegar þér var ljóst að þú hefðir tapað baráttunni. Við sitjum hér eftir og reynum að átta okkur á nýjum veruleika. Hjá okkur eru gjafir þínar til okk- ar, dætur þínar Ragnheiður Elín og Þorgerður Anna, þú lifir í þeim. Ástarkveðja, pabbi. Það er þungbært til þess að hugsa að Gunnhildur Vala, elsku- leg tengdadóttir okkar, hafi kvatt þennan heim. Það má hafa mörg orð um þá miklu og góðu skap- gerðareiginleika sem Gunnhildur bjó yfir; hlý, ljúf, skemmtileg, nærgætin, þolinmóð, hugmynda- rík, dugleg og æðrulaus. Við sam- ferðamenn hennar lítum til baka til þess tíma sem við fengum að ganga með henni. Okkar sam- fylgd varði aðeins í 10 ár og var alltaf ljúf og skemmtileg. Á fyrsta ári Arnars í læknisfræði fórum við hjónin að taka eftir því að brúnn Benz var þaulsætinn fyrir utan húsið okkar. Áður en langt um leið kynnti Arnar Jan okkur fyrir eiganda bílsins, henni Gunn- hildi Völu. Kynnin fóru hægt af stað en urðu fljótt mjög náin. Þau hófu búskap sinn í kjallaranum hjá okkur og þar kynntumst við fljótt hinum góðu eiginleikum Gunnhildar. Hún var okkur meira en góð tengdadóttir, hún varð líka fljótt mjög góður vinur okkar. Við borðuðum oft saman á laugar- dagskvöldum, betri og skemmti- legri matargesti er vart hægt að hugsa sér. Sumarið 2010 fóru þau Arnar og Gunnhildur í ferðalag til Mið-Ameríku og á leiðinni heim hittu þau okkur í Flórída. Ferð þeirra hélt áfram til New York og þaðan hringdu þau til okkar og til- kynntu að von væri á fjölgun í fjölskyldunni. Hinn 5. maí 2011 fékk undirrituð tengdamóðir þá bestu afmælisgjöf sem hægt er að hugsa sér þar sem Ragnheiður Elín kom í heiminn á afmælisdegi ömmu sinnar. Haustið eftir að Ragnheiður fæddist flutti litla fjölskyldan, það kom ekki í veg fyrir að samvera okkar væri mikil og náin. Gunnhildur tók sér barn- eignarfrí í eitt ár og naut þess að vera með Ragnheiði. Við tók áframhaldandi strangt nám í læknisfræði, og lífið virtist brosa við. Snemma sumars 2014 greind- ist Gunnhildur með illvígan sjúk- dóm og þá kom berlega í ljós hversu mikinn styrk hún hafði fengið í vöggugjöf. Aldrei heyrð- um við hana barma sér. Á næstu fimm árum afrekaði hún svo margt og mikið; lauk prófi í læknisfræði, vann sem deildar- læknir á fæðingardeildinni og síð- ast en ekki síst fæddi hún aðra dásamlega stúlku, hana Þorgerði Önnu, hinn 25. febrúar 2017. Gift- ing í ágúst sama ár. Skemmtilegri brúðkaupsveislu er vart hægt að hugsa sér, enda hafði Gunnhildur veg og vanda af skipulagningu brúðkaupsins. Við vorum næstum búin að gleyma sjúkdómnum þeg- ar hann lét á sér kræla að nýju á síðasta ári, og þá af fullum þunga. Orð mega sín lítils þegar svona stórt er höggvið og áleitnar spurningar sækja á. Spurningar sem enginn veit svör við. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og stundum er vitlaust gefið. Við erum þakk- lát fyrir þær stundir sem við átt- um með elskulegri tengdadóttur. Við erum þakklát fyrir hvað hún var einstök eiginkona og móðir. Við erum þakklát fyrir dætur hennar tvær sem gáfu henni svo mikið og við munum gera okkar besta til að halda utan um þær og hann Arnar Jan okkar. Einu sinni sagði Gunnhildur við okkur að það eina sem hún óttaðist væri að enginn myndi tala um hana við dætur hennar. Við sögðum henni að sá ótti væri ástæðulaus, það ættu allir hennar samferðamenn góðar minningar um hana sem þeir myndu deila með dætrum hennar. Við þökkum af alhug samfylgdina og allar björtu stundirnar. Elsku Arnar Jan, Ragnheiður, Þorgerður, Ella, Hannes og ástvinir allir, megi al- mættið styrkja okkur. Blessuð sé minning fallegu tengdadóttur okkar, hennar Gunnhildar Völu. Sveinbjörg. Hvíl þú í friði, mín kæra tengdadóttir og vinur. Þakka þér fyrir allt. Við hittumst síðar. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Jan. Við vorum heppnar að fá Gunn- hildi Völu inn í líf okkar þegar tvær fjölskyldur sameinuðust. Hún var elst í þessum stóra systrahópi, ábyrgðarfull og um- hyggjusöm og við systur litum mikið upp til hennar. Við eigum margar fallegar minningar um samverustundir og hlátursköst, sumarbústaðaferðir í Kolugil og á Flúðir, útlönd og gönguferðir, fimm snakkskálar og brennda geisladiska. Hvernig Gunnhildur tókst á við krefjandi nám, vinnu og lífið sjálft er innblástur. Eins að fylgjast með henni og Arnari ala upp ynd- islegu Ragnheiði Elínu og Þor- gerði Önnu sem okkur þykir svo vænt um að hafa í lífi okkar. Sorgin er óbærileg á þessum tímum en hlýjar og fallegar minn- ingar um Gunnhildi lifa með okkur. Sof, ástríka auga, sof, yndisrödd þýð, hvíl, hlýjasta hjarta, hvíl, höndin svo blíð! Það hverfur ei héðan, sem helgast oss var: vor brjóst eiga bústað, – þú býrð alltaf þar. Hið mjúka milda vor sín blóm á þig breiði og blessi þín spor. (Jóhannes úr Kötlum) Sigrún Harðardóttir, Helga Aradóttir og Nína Aradóttir. Elsku besta vinkona mín. Tím- inn er kominn. Þrátt fyrir að við höfum lengi vitað í hvað stefndi er maður aldrei tilbúinn. Aldrei tilbúinn að tapa stríðinu. Þú varst einstök, elsku Gunn- hildur. Gafst svo mikið, að því er virtist algerlega áreynslulaust. Mér hefur alltaf þótt erfitt að færa í orð hversu mikils virði þú varst mér. Alltaf til staðar, tilbúin að hlusta og gefa ráð. Hreinskilin og ekkert að skafa utan af hlut- unum. Maður vissi alltaf ná- kvæmlega hvar maður hafði þig. Það var engin eins og þú. Og nú sit ég hér og skrifa um þig í þátíð. Þig, sem hefðir með réttu átt að lifa í nútíð svo miklu lengur. Missirinn er mikill, ekki síst Arnars og stelpnanna þinna. Takk fyrir allt, elsku besta vin- kona mín, þar til við hittumst næst. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Emma Dögg. Við vorum 12 ára þegar Gunn- hildur byrjaði í bekknum, sem þýðir að vinátta okkar hefur spannað 20 ár. Gunnhildur varð strax „vinsælasta stúlkan“ í bekknum, hún var svo skemmti- leg, fyndin og auðvitað gullfalleg og við vinkonurnar því ljónheppn- ar að krækja í hana í okkar hóp. Við fórum gegnum uppvaxtarárin saman, urðum fullorðnar, mennt- uðum okkur, urðum mömmur og það varð fljótt þannig að Gunn- hildur varð fyrirmynd í hópnum. Svo klár, metnaðarfull og hafði svo mikinn sjarma að hún laðaði fólk að sér. Það var svo ekki síst í gegnum veikindi sín sem hún sýndi hvern mann hún hafði að geyma með ótrúlegum styrk og æðruleysi. Gunnhildur var svo góð vin- kona, það þurfti mikið til svo hún léti sig vanta og hún var líka alltaf til staðar fyrir vinkonur sínar. Ég veit að ég er ekki sú eina sem leit- aði til hennar í vanda og veitti hún mér ómetanlega hjálp sem ég mun seint gleyma. Gunnhildur var brúarstólpi í okkar þétta vinkonuhópi og skarðið sem hún skilur eftir er stórt. Við yljum okkur við ótelj- andi minningarnar, matarboðin, partíin, ferðalögin eða bara öll skiptin í snúsnú úti á skólalóð. Elsku Gunnhildur, ég vil trúa því að nú sértu laus undan þungri byrði veikinda, á betri stað, og að þar hittumst við á ný. Elsku Arnar, Ragnheiður Elín, Þorgerður Anna og fjölskylda Gunnhildar öll, ég votta ykkur samúð mína á þessum erfiðu tímum. Snæfríður Ólafsdóttir. Elsku Gunnhildur mín, ég trúi ekki að það sé komið að kveðju- stund. Þótt vitað væri í hvað stefndi þá varstu svo ótrúlega sterk og mikill nagli að ég held að fáir hafi áttað sig á hversu veik þú varst. Þannig varst þú; vildir ekki valda öðrum áhyggjum heldur halda áfram með lífið. Þvílík fyrir- mynd. Kenndir mér svo sannar- lega að meta lífið og væla ekki yfir smámunum. Þú varst frábær læknir og hefðir orðið frábær fæðingar- og kvensjúkdómalæknir. Þú varst alveg viss með sérnámið og þrátt fyrir veikindin var ekkert sem stoppaði þig í að vinna áfram að því markmiði. Eftir lifa dásamlegar minning- ar, frábær tími í læknadeild, sam- verustundir með fjölskyldum okkar og vinum, ferðirnar ykkar norður til okkar og New York- ferðin okkar síðasta sumar, mikið er ég glöð að við fórum saman. Við vorum gott ferðateymi. Brúð- kaupið ykkar Arnars fyrir tæpum tveimur árum er dagur sem ég gleymi aldrei, þú varst svo falleg brúður og þið ljómuðuð af ham- ingju. Þú varst svo skemmtileg og með svo góða nærveru. Þú varst hæfileikarík og með gott auga fyrir fallegum hlutum. Ég naut nokkrum sinnum góðs af góðum fatasmekk þínum og fékk lánaða kjóla hjá þér og ráð um hvar best væri að versla. Þú varst yndisleg mamma og eiginkona, en í þeim hlutverkum varstu á heimavelli með stelpunum þínum og Arnari. Lífið getur verið svo ósann- gjarnt og óréttlátt. Við ætluðum að flytja til Svíþjóðar og búa til fleiri minningar með fjölskyldum okkar og vinum. Ætluðum að taka elstu stelpurnar okkar næst með til New York. Það er sárt að hugsa til þess að þú hafir ekki fengið meiri tíma, en það má segja að þú hafir nýtt tím- ann sem þú fékkst vel. Þið Arnar gáfuð hvort öðru dásamlegt líf og tvær yndislegar dætur. Þið voruð samrýnd hjón og alltaf gaman að vera í kringum ykkur. Ég varð ríkari að eiga þig fyrir vinkonu. Mér þykir óendanlega vænt um þig og ég mun sakna þín alla ævi. Ég verð alltaf til staðar fyrir elsku stelpurnar þínar. Ég votta Arnari, Ragnheiði El- ínu og Þorgerði Önnu, foreldrum, systkinum og tengdaforeldrum mína dýpstu samúð, ykkar missir er mestur. Minningin um dýrmæta vin- konu lifir. Þar til við hittumst á ný. Þín vinkona, Hera Birgisdóttir. Elsku dásamlega, einstaka og undurfagra vinkona mín er dáin. Gunnhildur var besta manneskja í veröldinni, fyrirmynd okkar allra. Leiðir okkar lágu saman í 7. bekk og sem betur fer alla tíð síð- an, mín allra mesta uppáhalds- leið. Gunnhildur hafði þann ein- staka eiginleika að allar stundir með henni voru góðar, líka þær erfiðu. Hún kom syni mínum í heiminn fyrir rúmu ári og þann dag sást svo glöggt hvað hún var í senn hæfileikaríkur og fær læknir og fullkomin vinkona. Aðstæður léku í höndum hennar og í lok dags hafði hún komið pikkföstum dreng í heiminn og klippt á nafla- strenginn, kennt Eggerti að banka í epli til að finna þau bestu og sagt fullt af alls konar skemmtisögum í framhjáhlaupi. Í marga mánuði á eftir fylgdist hún grannt með heilsufari mínu, líka þegar verulega var farið að halla undan fæti hjá henni sjálfri. Í febrúar sóttum við svo saman jóganámskeið, algjörlega blautar á bak við eyrun í þeim fræðum, og ekki stóð á hvatningu og athugun á því hvort ég væri ekki örugg- lega í lagi. Hún hafði einlægan áhuga á því hvernig hennar fólki leið og vildi allt gera til að hjálpa, hvort sem það var með krítískum aðgerðum eða hlýrri og öruggri nærveru. Hér eru þá ótalin önnur skipti sem hún bjargaði lífi mínu. Og ég er ekki ein. Með Gunnhildi var lífið bjart, fallegt og ofsalega skemmtilegt. Hún bar með sér allan heimsins þokka og laðaði til sín fólk, var alltaf einstaklega vel til fara og lék á als oddi, hvort sem það var á karókíbar eða í sófanum heima. Minningarnar eru óteljandi og spanna síðustu tvo áratugi, þær tengjast Háteigsskóla, MR, vinnu, hversdagsleikanum, tuði yfir hversdagsleikanum, háskóla- námi, brúðkaupum og barneign- um, ótal ferðalögum en fyrst og síðast einstakri vináttu og vænt- umþykju. Ég hlakkaði alltaf til að hitta hana og geri enn, hvenær og hvernig sem það verður. Af engu verð ég jafn stolt og þakklát og því að hafa fengið að vera þátttak- andi í lífi Gunnhildar. Engu að síður eru harmurinn og ósann- girnin yfir andláti hennar óbæri- leg. Að henni er hinn allra sárasti missir sem snertir ótalmarga. Birtan í kringum Gunnhildi lifir þó augljóslega áfram í dætrum hennar, sem báðar bera með sér gæsku, gleði og fegurð móður sinnar, sem ekkert dáði fremur en dætur sínar og lífsförunaut, Arnar. Hugur minn er hjá fjölskyld- unni allri og öllum þeim sem elskuðu og dáðu Gunnhildi Völu og munu halda minningu hennar eilíflega á lofti. Takk fyrir allt, elsku besta vin- kona mín. Þóra Sigurðardóttir. Elsku Gunnhildur. Það sem ég er heppin að hafa dottið í þann lukkupott að kynnast þér. Ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að fara að því að kveðja þig. Ég held að ég þurfi bara að læra að lifa með þessu því ég mun örugglega aldrei geta sætt mig við að þú sért farin. Þú varst svo ofboðslega klár og oft leið mér eins og þú vissir allt. Ég er náttúrlega óþolandi forvitin og ég dáist að því hvað þú varst þolinmóð þegar ég spurði þig spjörunum úr um eitthvað lækn- isfræðilegt. Ég var svo montin að þekkja þig og ef ég hitti einhvern í læknanámi, sem vann á spítalan- um eða var bara nýbúinn að fæða, reyndi ég yfirleitt að komast að því hvort þau hefðu hitt þig eða vissu hver þú værir bara til að láta vita að þú værir í mínum vinahópi. Ég veit ekki hvort ég hafi haldið að fólk myndi halda að ég hlyti nú að vera klár fyrst þú nenntir að vera vinkona mín. En þrátt fyrir að vera svona klár varstu samt svo ótrúlega hógvær og laus við allan hroka. Það var svo magnað hvað þú mættir öllum sem jafn- ingjum þínum og tókst fólki eins og það er. Þú varst líka svo stórkostleg að því leyti til að þú óðst bara í hlut- ina. Mér fannst alltaf eins og ekk- ert gæti stoppað þig. Ég hugsaði að þú hlytir nú að vera óstjórn- lega sterk því þið Arnar rúlluðuð upp foreldrahlutverkinu og það var bara eins og þið hefðuð aldrei gert neitt annað. Dætur ykkar eru svo heppnar að eiga ykkur og þær duttu svo sannarlega í gena- lukkupottinn! Maður þarf ekki annað en að horfa á þær því þær eru svo gullfallegar að það er engu lagi líkt. Þú varst stór hluti af mínu lífi og vinátta þín var mér ómetanleg í alla staði. Ég er þér einstaklega þakklát fyrir margt en einna helst fyrir alla samveruna. Við vina- hópurinn hittumst mánaðarlega í matarboðum, héldum árshátíðir, fórum í bústaða- og utanlands- ferðir. Þessum tímum mun ég aldrei gleyma og er svo þakklát að hafa notið þeirra með þér og hin- um stelpunum. Það var nefnilega svo gaman að gleðjast með þér því þú varst nautnaseggur eins og ég en kannski munurinn á okkur að ég tók nautnina alltaf skrefinu lengra á meðan þú gættir hófs. En þó svo að þú hafir verið nægjusöm og jarðbundin bjó innra með þér lítill dólgur sem gerði það að verkum að þú varst til í alls konar vitleysu líka. Að því leyti tengdum við enn betur. Gott dæmi um þetta er gæsunin mín. Við einokuðum algjörlega ka- raoke-hljóðnemann og sungum ýmist saman eða tókum einsöng og hinar stelpurnar voru bara heppnar ef þær fengu að komast að. Við vorum í okkar eigin heimi að syngja Let It Go úr Frozen með tilheyrandi lýrískum dans- sporum og dramatískum svip- brigðum. Okkur var alveg sama hvað fólki fannst. Litlu dólgarnir réðu ferðinni! Ég á eftir að sakna þín svo of- boðslega og ég er viss um að sökn- uðurinn á eftir að verða meiri eftir því sem árin líða. Þú varst svo fyndin, öflug, skemmtileg, hlý, sjálfstæð og alveg hreint stór- kostleg i alla staði. Ég elska þig elsku Gunnhildur mín og takk fyrir að vera vinkona mín! P.S. Ég veit að þú myndir hlæja að mér fyrir að vera svona væmin. Þín Eva Halldóra. Gunnhildur Vala Hannesdóttir  Fleiri minningargreinar um Gunnhildi Völu Hannes- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.