Morgunblaðið - 07.08.2019, Page 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019
Handknattleiksdeild ÍBV hefur sam-
ið við bosníska markmanninn Petar
Jokanovic. Jokanovic er 28 ára gamall
landsliðsmarkmaður sem lék síðast
með Red Boys Differdange í Lúx-
emborg. ÍBV endaði í fimmta sæti úr-
valsdeildarinnar á síðustu leiktíð og
féll úr leik í undanúrslitum Íslands-
mótsins eftir samanlagt 3:2-tap gegn
Haukum. ÍBV hefur leik í úrvalsdeild-
inni, Olísdeildinni, á næstu leiktíð
þann 8. september þegar liðið fær
Stjörnuna í heimsókn til Eyja.
Frakkinn Laurent Koscielny, fyr-
irliði Arsenal á síðustu leiktíð, hefur
verið seldur til Bordeaux í Frakklandi.
Koscielny fór sjálfur fram á sölu og
neitaði að fara með Arsenal í æf-
ingaferð í sumar. Þessi 33 ára mið-
vörður lék með Arsenal í níu ár.
Enski knattspyrnumaðurinn Wayne
Rooney mun frá næstu áramótum
verða leikmaður enska B-deild-
arfélagsins Derby. Hann mun jafn-
framt verða hluti af þjálfarateymi fé-
lagsins. Rooney samdi við Derby til
átján mánaða en þessi fyrrverandi
landsliðsfyrirliði og leik-
maður Manchester Unit-
ed kemur til Derby frá
DC United í Banda-
ríkjunum þar sem
hann hefur
skorað 23
mörk í 43 leikj-
um. Rooney, sem
er 33 ára, ætlar
sér að gerast
knatt-
spyrnustjóri í
framtíðinni.
Eitt
ogannað
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í körfuknatt-
leik á langa og erfiða leið fyrir hönd-
um ætli liðið sér að halda ævintýrinu
gangandi og komast inn á EM, Euro-
basket, í þriðja sinn í röð. Ísland
mætir Portúgal ytra í kvöld í fyrsta
leik sínum í forkeppni fyrir und-
ankeppni EM 2021.
Eins og fram hefur komið hér í
blaðinu er Ísland í riðli með Portúgal
og Sviss og þarf að vinna riðilinn til
að komast áfram. Fyrsti leikurinn í
riðlinum er afstaðinn en um helgina
höfðu Svisslendingar betur þegar
Sviss og Portúgal mættust í Sviss:
77:72.
EM á fjögurra ára fresti
Ísland komst inn á EM í Berlín
2015 og EM í Helsinki 2017. Fyr-
irkomulaginu hefur nú verið breytt
og fer EM fram á fjögurra ára fresti
rétt eins og HM og Ólympíuleikarnir.
Körfuknattleikurinn er sterkur utan
Evrópu. Þar af leiðandi komast ein-
ungis allra bestu Evrópuþjóðirnar
inn á HM. Af þeim sökum er alger-
lega óraunhæft að ætla að Ísland geti
komist á HM í náinni framtíð.
Eftir breytingarnar á fyr-
irkomulagi EM er næsta lokakeppni
EM árið 2021. Takist Íslandi ekki að
komast þangað þá er næsta stórmót
þar á eftir, sem mögulegt væri að
komast inn á, ekki fyrr en 2025. Þá
verður Martin Hermannsson 31 árs
og Tryggvi Snær Hlinason 28 ára
svo einhver dæmi séu tínd til.
Leið Íslands að EM 2021 er
orðin erfið vegna þess að í
undankeppninni bíða Serbar, Finnar
og Georgíumenn.
Tap og sigur gegn Portúgal
Síðasta vetur mætti Ísland liði
Portúgals tvívegis. Ísland tapaði í
Portúgal 80:77 með fremur laskað
lið. Martin skoraði 20 stig í leiknum,
Tryggvi 15 og leikstjórnandinn
Hörður Axel Vilhjálmsson 14. Ísland
vann öruggan sigur í Laugardalshöll
í febrúar 91:67 en þá gat Ísland nán-
ast teflt fram sínu sterkasta liði. Jón
Arnór Stefánsson skoraði 17 stig í
sínum síðasta landsleik og Haukur
Helgi Pálsson 15 stig.
Úrslitin í Laugardalshöllinni gefa
líklega ekki sérstaklega góða mynd
af því sem koma skal í kvöld. Sveifl-
urnar á milli útileikja og heimaleikja
hafa verið talsverðar hjá íslenska
landsliðinu á umliðnum árum. Ís-
lenska liðið er hærra skrifað en það
portúgalska en ekki er á vísan að róa
eins og sést á úrslitunum í Portúgal
fyrir ellefu mánuðum.
Haukur og Kristófer ekki með
Ísland teflir ekki fram sínu sterk-
asta liði í þessari törn. Munar þar
mest um Hauk Helga sem verið hef-
ur liðinu mikilvægur í mörg ár.
Haukur átti auk þess mjög gott tíma-
bil síðasta vetur með Nanterre. Þar
var hann í stóru hlutverki í liði sem
fór langt bæði í Evrópukeppni og í
keppninni um franska meistaratit-
ilinn. Þess vegna er súrt að geta ekki
nýtt hans krafta.
Ofan á það bætist að Kristófer
Acox er ekki leikfær. Kristófer er
einn þeirra sem þarf að láta til sín
taka í ljósi þeirra kynslóðaskipta sem
orðið hafa. Auk þess eigum við ekki
marga leikmenn sem geta spilað
hans stöðu og barist um fráköstin við
hlið miðherjans.
Þá má einnig geta þess að Kári
Jónsson er frá vegna meiðsla en
hann átti frábæra rispu gegn Portú-
gal ytra í fyrra þegar hann gerði fjór-
ar þriggja stiga körfur í þriðja leik-
hluta.
Hlynur og Pavel hjálpa til
Vegna fjarveru Kristófers var bók-
staflega lagst á fráfarandi fyrirliða
liðsins, Hlyn Bæringsson, að gefa
kost á sér. Eftir nokkur símtöl frá
nokkrum einstaklingum lét Hlynur
til leiðast en hann hafði sagt skilið við
landsliðið eins og Jón Arnór í febr-
úar. Hjálpar það liðinu verulega í
baráttunni um fráköstin.
Þá er vert að nefna að Pavel Er-
molinskij gefur kost á sér og það ætti
að hjálpa liðinu í vörninni. Hlutverk
Pavels í vörninni í landsleikjum hefur
verið vanmetið en hann getur varist
hávöxnum mönnum betur en margir
aðrir í hópnum.
Þá getur Jón Axel Guðmundsson
leikið með þar sem háskólarnir eru
ekki komnir af stað í Bandaríkj-
unum. Þar hefur hann heldur betur
vakið athygli og landsliðið þarf á því
að halda að hann skili sínu á meðan
hans nýtur við.
Áhugavert verður að sjá hvert
hlutverk nýliðans, Franks Arons
Booker, verður. Hann á að vera ágæt
skytta og lék í B-deildinni í Frakk-
landi síðasta vetur. Hann var í frem-
ur sterku liði í NCAA þegar hann lék
í háskólaboltanum. Faðir hans,
Frank Booker, var mjög vinsæll leik-
maður hérlendis á sínum tíma og
muna eflaust margir lesendur eftir
honum.
Lagt af stað í
erfiðan leið-
angur í kvöld
Landsliðið mætir Portúgal ytra
Löng leið að lokakeppni EM 2021
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reyndur Pavel lék síðast með landsliðinu í sigri á Tékkum í febrúar 2018.
Íslandsmeistarar Breiðabliks
mæta ísraelsku meisturnum ASA
frá Tel Aviv í fyrsta leik sínum í
undanriðli Meistaradeildar
kvenna í fótbolta í Sarajevo í
Bosníu í dag. Liðin eru í riðli
með heimakonum í Sarajevo og
norðurmakedónsku meisturunum
í Dragon en sigurlið riðilsins
kemst í 32 liða úrslit keppninnar.
Fyrirfram er talið líklegast að
baráttan um sigurinn í riðlinum
standi á milli Breiðabliks og Sa-
rajevo sem mætast í lokaumferð-
inni 13. ágúst.
Einn leikmanna ASA hefur
leikið á Íslandi. Ísraelska lands-
liðskonan Shay Sade lék með
Þór/KA hluta tímabilsins 2007,
þá aðeins sautján ára gömul.
ASA tapaði aðeins einum af 24
leikjum sínum í ísraelsku deild-
inni síðasta vetur og vann titilinn
eftir einvígi við Maccabi Kiryat
Gat en liðin voru í algjörum sér-
flokki.
ASA lék síðast í Meistaradeild-
inni 2015 og vann þá Jeunesse
Junglinster frá Lúxemborg 5:1 en
tapaði 1:2 fyrir Ferencváros frá
Ungverjalandi og 0:7 gegn
Twente frá Hollandi.
Lið frá Íslandi og Ísrael hafa
aðeins einu sinni áður mæst í
Meistaradeild kvenna. Valur vann
Maccabi Holon auðveldlega, 9:0, í
undanriðli í Slóvakíu árið 2008
þar sem þrír núverandi leikmenn
Vals, Margrét Lára Viðarsdóttir,
Dóra María Lárusdóttir og Mál-
fríður Erna Sigurðardóttir, voru
allar á meðal markaskorara.
vs@mbl.is
Blikar byrja gegn ísra-
elsku meisturunum
Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Bosnía Blikakonur spila fyrsta leik-
inn í Sarajevo í dag gegn ASA.