Morgunblaðið - 12.08.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Vorferð til Kína
Fyrri ferðin seldist upp!
22. apríl 2020 í 17 nætur
Verð frá kr.
482.900
Beijing – Pingyao – Xi‘an – Zhangjiajie – Ningbo - Shanghai
Bókaðu tímanlega!
Mikilla þurrka á Suðurlandi að und-
anförnu sér stað með ýmsu móti og í
Hrunamannahreppi vekur athygli
að svonefnd Hrunalaug, skammt frá
Flúðum, er horfin. Þannig ber til að í
laugina fellur yfirborðsvatn sem
rennur yfir heita klöpp þar sem bað-
staðurinn er. Þar sem lítið sem ekk-
ert hefur rignt í uppsveitum Árnes-
sýslu í talsverðan tíma er þar
vatnsskortur og lækurinn við
Hrunalaug, sem er í landi jarð-
arinnar Áss, er horfinn. Fólk sem
kemur á staðinn til þess að baða sig
grípur því í tómt þegar gengið er frá
bílastæði yfir lágan ás að nátt-
úrulauginni, sem er vinsæl.
Aðstæður eru víða líkar því sem
nú gerist í Hrunalaug. Sveitarfélög á
Suðurlandi hafa meðal annars gefið
út þau tilmæli til bænda að fara
sparlega með neysluvatn. Hefur það
skapað nokkurn vanda, til dæmis hjá
bændum og í garðyrkjunni. Um
helgina mátti á Suðurlandi sjá hvar
jarðvegur fauk í norðanáttinni af
gróðurlausum svæðum á hálendinu
fram í byggð, svo tók að mestu fyrir
fjallasýn.
Áfram má gera ráð fyrir þurrviðri
á sunnanverðu landinu, samkvæmt
veðurspá svo staðan þar breytist
ekki í bráð. Á norðanverðu landinu,
Vestfjörðum og jafnvel suður í Beru-
fjörð verður hins vegar ausandi
rigning til morguns. sbs@mbl.is
Hrunalaug stendur tóm
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hrunalaug Við eðlilegar aðstæður rennur yfirborðsvatn yfir heitar klapp-
irnar á þessum stað. Nú eru lækir þornaðir upp og baðgestir grípa í tómt.
Þurrkarnir
valda vanda víða
á Suðurlandi
Baldur Arnarson
baldur@mbl.is
Frá áramótum hefur íbúum á stór-
höfuðborgarsvæðinu fjölgað um
3.900. Það er um 88% af íbúafjölgun
landsins á tímabilinu.
Þetta er meðal þess sem má lesa
úr tölum Þjóðskrár Íslands um
íbúafjölgun fyrstu sjö mánuði árs-
ins. Þessi öld hefur verið tímabil
mikillar fjölgunar á Íslandi.
Aðflutningur erlendra ríkisborg-
ara á þátt í þessari þróun. Rúmlega
2.400 fleiri erlendir ríkisborgarar
fluttu til landsins en frá því á fyrri
hluta ársins. Hins vegar fluttu um
40 fleiri íslenskir ríkisborgarar frá
landinu en til þess.
Með þessari íbúafjölgun búa um
281.000 manns á stórhöfuðborgar-
svæðinu. Sá fjöldi samsvarar 78% af
íbúafjölda landsins. Með sama
áframhaldi verður hlutfallið farið að
nálgast 80% í lok næsta árs.
Stórhöfuðborgarsvæðið er hér
skilgreint sem sveitarfélögin sex á
höfuðborgarsvæðinu, fjögur sveit-
arfélög á Suðurnesjum, Akranes og
svo Hveragerði, Ölfus og Árborg.
Alls eru þetta fjórtán sveitarfélög.
Fækkaði með sameiningu
Sveitarfélögum á höfuðborg-
arsvæðinu fækkaði í ársbyrjun 2013
með sameiningu Garðabæjar og
Álftaness. Þá sameinuðust Garður
og Sandgerði og urðu að Suð-
urnesjabæ um síðustu áramót.
Þessi sveitarfélög eru hér valin
með þeim rökum að þau séu í um 40
mínútna akstursfjarlægð frá mið-
borg Reykjavíkur. Það er hin hefð-
bundna skilgreining á stórhöfuð-
borgarsvæðinu.
Íbúar jaðarsvæðanna geta því
sótt vinnu daglega á höfuðborg-
arsvæðið.
Aftur fjölgun í borginni
Með þessari íbúafjölgun eru
Reykvíkingar orðnir fleiri en 130
þúsund. Þeim er tekið að fjölga eftir
hlutfallslega stöðnun í íbúafjölda
2014-2016. Þá er sennilegt að Kópa-
vogsbúar verði í fyrsta sinn orðnir
38 þúsund um næstu áramót. Ný
fjölbýlishús eru að koma á markað í
nokkrum hverfum.
Garðbæingar eru að verða 17
þúsund og Hafnfirðingar gætu farið
yfir 30 þúsund íbúa markið á næstu
vikum. Íbúar Mosfellsbæjar nálgast
12 þúsund en Seltirningum hefur lít-
ið fjölgað. Takmarkað landrými er
helsta skýringin á því.
Samanlagt búa nú um 231 þúsund
manns á höfuðborgarsvæðinu, eða
tæplega 29 þúsund fleiri en 2011. Til
samanburðar bjuggu rúmlega 279
þúsund manns á landinu öllu um
aldamótin og um 361 þús. í dag.
Íbúafjöldi sveitarfélaganna á Suð-
urnesjum nálgast 28 þúsund og eru
þeir nú um 6.600 fleiri en árið 2011.
Þá búa nú samanlagt 14.700 manns í
Árborg, Hveragerði og Ölfusi, eða
um 2.600 fleiri en árið 2011. Íbúar
Árborgar verða á næstu mánuðum
10 þúsund sem eru mikil tíðindi í
sögu Suðurlands.
Loks er íbúum á Akranesi að
fjölga. Þeir eru nú um 7.500, eða 900
fleiri en 2011.
Íbúafjöldi á stórhöfuðborgarsvæðinu* frá ársbyrjun 2011 til 1. ágúst 2019
Hlutfall íbúafjölda á stórhöfuðborgarsvæðinu og í Reykjavík af heildaríbúafjölda
Stórhöfuðborgarsvæðið*
Hlutfall af heildaríbúafjölda á landinu öllu Hlutfall af heildaríbúafjölda á landinu öllu
Reykjavík
80%
78%
76%
74%
72%
40%
38%
36%
34%
32%
*Reykjavík, Kópavogur,
Seltjarnarnes, Garðabær
(Álftanes), Hafnarfjörð-
ur, Mosfellsbær,
Reykjanesbær,
Grindavíkurbær, ,
Vogar, Suðurnesja-
bær (Sandgerði,
Garður), Akranes,
Árborg, Hvera-
gerði og Ölfus.
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 1. ágúst. ’19
Reykjavík 118.898 118.814 119.764 121.230 121.822 122.460 123.246 126.041 128.793 130.235
Sem % af
landinu öllu 37,3% 37,2% 37,2% 37,2% 37,0% 36,8% 36,4% 36,2% 36,1% 36,0%
Stórhöfuð-
borgarsv.* 241.900 243.204 245.318 248.918 252.180 255.444 260.661 268.964 276.783 280.660
Sem % af
landinu öllu 76,0% 76,1% 76,2% 76,4% 76,6% 76,8% 77,0% 77,2% 77,5% 77,7%
Landið allt 318.452 319.575 321.857 325.671 329.100 332.529 338.349 348.450 356.991 361.386
Íbúafjöldi: Reykjavík Stórhöfuðborgarsvæðið* Landið allt
1. janúar 2011 1. ágúst 2019 1. janúar 2011 1. ágúst 2019
76,0%
37,3%
36,0%
77,7%
Heimild: Hagstofa Ísl. og Þjóðskrá Ísl.
Ör íbúafjölgun á stórhöfuðborgarsvæðinu
Íbúum á stórhöfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 3.900 í ár Það er um 88% af íbúafjölguninni í ár
Með sama áframhaldi munu um 80% íbúa landsins búa á stórhöfuðborgarsvæðinu í lok næsta árs
Þessi íbúafjölgun kallar á upp-
byggingu á ýmsum sviðum.
Skólar og heilbrigðisstofnanir
þurfa að geta þjónustað fleiri
og vegakerfið annað meiri um-
ferð.
Um leið hækkar þjónustu-
stigið á jaðarsvæðum höf-
uðborgarsvæðisins. Með því
gætu jaðarsvæðin styrkst sem
búsetukjarnar á næsta áratug.
Enn frekari uppbygging er
áformuð og má þar nefna nýjan
miðbæ Selfoss og ný íbúða-
hverfi á Akranesi.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu 31. júlí hefur íbúum
Reykjanesbæjar áfram fjölgað á
öðrum ársfjórðungi, þrátt fyrir
fall WOW air í lok mars. Fjöldi
fólks á Suðurnesjum vann beint
og óbeint fyrir félagið.
Nýir vegir
og innviðir
AUKNAR KRÖFUR
Á þriðja hundruð manns sóttu opinn
fund þingflokks Sjálfstæðisflokks-
ins í Valhöll á laugardaginn. Fullt
var út úr dyrum á fundinum. Bjarni
Benediktsson, formaður flokksins,
sagði á fundinum að grunnstefna
flokksins stæði óhögguð þrátt fyrir
að viðfangsefnin hverju sinni gætu
verið breytileg. Bjarni sagði að mið-
stjórn flokksins myndi taka afstöðu
til beiðni um kosningu innan flokks-
ins um þriðja orkupakkann ef und-
irskriftir 5000 flokksbundinna fé-
lagsmanna þess efnis bærust. Bjarni
sagði í samtali við RÚV að slík at-
kvæðagreiðsla væri einungis ráð-
gefandi og hann reiknaði ekki með
að niðurstaða hennar hefði áhrif á
stefnu þingflokks Sjálfstæðisflokks-
ins í orkupakkamálinu. Bjarni sagði
í sama viðtali að hann ætti von á því
að orkupakkamálið yrði afgreitt frá
Alþingi í byrjun september.
Bjarni gagnrýndi málflutning
Miðflokksins í umræðunni um
þriðja orkupakkann og sagði mál-
flutninginn ekki standast neina
skoðun né hafa neinn trúverðug-
leika á bak við sig. Í umræðum á
fundinum komu fram áhyggjur
meðal flokksmanna af orkupakk-
anum, m.a. að samþykkt hans
myndi auka andstöðu við EES-
samninginn. Aðstandendur undir-
skriftasöfnunar um atkvæða-
greiðslu um þriðja orkupakkann
voru á fundinum sakaðir um að ýta
undir klofning í flokknum.
ge@mbl.is
Kosning myndi litlu breyta
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Orkupakkinn afgreiddur á Alþingi í byrjun september