Morgunblaðið - 12.08.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.08.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019 Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is STIMPILPRESSUR Loftpressur af öllum stærðum og gerðum Mikið úrval af aukahlutum HANDBOLTI HM U19 karla Leikið í Norður-Makedóníu: D-riðill: Serbía – Ísland...................................... 22:26 Þýskaland – Brasilía ............................ 28:22 Portúgal – Túnis ................................... 30:24  Portúgal 8, Þýskaland 6, Ísland 6, Serbía 2, Túnis 2, Brasilía 0. Ísland mætir Þýska- landi í lokaumferð riðilsins í dag. EM U17 kvenna B-keppni á Ítalíu: Undanúrslit: Pólland – Ísland.................................... 23:25 Úrslitaleikur: Tékkland – Ísland................................. 32:31 Forkeppni EM karla 2021 H-riðill: Ísland – Sviss ........................................ 83:82 Staðan: Sviss 2 1 1 159:155 3 Ísland 2 1 1 162:162 3 Portúgal 2 1 1 152:156 3  Ísland mætir Portúgal á heimavelli 17. ágúst og Sviss á útivelli 21. ágúst. Sigurlið- ið kemst í undankeppni EM og leikur í riðli með Serbíu, Finnlandi og Georgíu. E-riðill: Danmörk – Albanía .............................. 95:73  Danmörk 4, Hvíta-Rússland 3, Albanía 2. F-riðill: Rúmenía – Slóvakía.............................. 85:68  Rúmenía 4, Slóvakía 3, Kýpur 2. G-riðill: Bretland – Lúxemborg ........................ 71:54  Bretland 4, Lúxemborg 3, Kósóvó 2. EM U20 kvenna B-deild í Kósóvó: Keppni um sæti 9-12: Úkraína – Ísland................................... 61:47 Kósóvó – Grikkland.............................. 55:79  Lokastaðan: Úkraína 6, Ísland 5, Grikk- land 2, Kósóvó 2. EM U16 karla B-deild í Svartfjallalandi: C-riðill: Danmörk – Ísland................................. 83:51 Sviss – Úkraína..................................... 55:88 Hvíta-Rússland – Svartfjallaland ....... 51:71  Danmörk 6, Svartfjallaland 6, Ísland 5, Úkraína 4, Hvíta-Rússland 3, Sviss 3. Ís- land mætir Svartfjallalandi í dag. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Würth-völlur: Fylkir – Grindavík ....... 19.15 Í KVÖLD! Í GRAFARHOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég á flug kl. 7.20 [í dag]. Skutlar þú mér ekki upp á völl?“ segir Guðrún létt í bragði. Guðmundur brosir og tekur vel í það. Það er í nógu að snú- ast hjá golfparinu og atvinnukylfing- unum Guðrúnu Ágústu Björgvins- dóttur og Guðmundi Ágústi Kristjánssyni sem í gærkvöld gátu fagnað Íslandsmeistaratitlunum í golfi á iðagrænum Grafarholtsvelli. Guðrún Brá varði þar með titilinn frá því í Vestmannaeyjum í fyrra og Guðmundur Ágúst vann mótið í fyrsta sinn og varð þar með 37. karl- inn til þess að landa Íslandsmeist- aratitli í höggleik. Segja má að þeim hafi gengið flest í hag á golfvellinum síðasta árið, hvort sem það tengist því eitthvað að þau hófu einmitt samband sitt fyrir rúmu ári. Það hlýtur að vera einsdæmi að kærustupar hampi Ís- landsmeistarabikurunum saman: „Þegar við löbbuðum upp að 17. flöt spurði ég einmitt mömmu hvort að hún héldi að par hefði orðið Ís- landsmeistari á sama tíma. Hún hló nú bara,“ segir Guðrún eftir að þau Guðmundur settust niður með Morg- unblaðinu í Grafarholtinu í gær. „Ég vonaði auðvitað bara að hann myndi vinna og ég vona að hann hafi hugsað það sama,“ bætir hún við létt, þegar talið berst að því hvort þau hafi eitt- hvað náð að fylgjast með gengi hvort annars yfir helgina. „Mér fannst ég ekkert þurfa að fylgjast með hvað hún væri að gera. Hefði ég mátt það þá hefði ég sett pening á að hún myndi vinna,“ segir Guðmundur. Gott að hafa einhvern sem segir hlutina eins og þeir eru Bæði segja þau það gott vera í sambandi við annan atvinnukylfing: „Við skiptumst kannski eitthvað aðeins á ráðum,“ segir Guðmundur. „Ég held að fyrst og fremst hjálpi svo mikið til að það er fullkominn skiln- ingur á milli okkar, á því sem við er- um að gera,“ segir Guðrún, og Guð- mundur er fljótur að taka undir: „Það er þægilegt að hafa einhvern sem segir manni hlutina eins og þeir eru, og er ekkert að gera of mikið úr því þó að maður eigi einn frábæran hring. Maður verður að geta púslað þessu saman í heilt mót.“ „Maður veit líka sjálfur að þegar manni gengur illa þá vill maður fá frið. Skilning- urinn er það sem hjálpar okkur,“ seg- ir Guðrún. Bæði unnu þau af öryggi í gær. Guðrún, sem leikur fyrir GK, var með fjögurra högga forskot á Sögu Traustadóttur úr GR fyrir lokahring- inn. Þrátt fyrir að hafa átt sinn sísta hring í lokin, +1 högg, jók Guðrún forskotið í sjö högg en hún lék sam- tals á -3 höggum. Nína Björk Geirs- dóttir úr GM varð í 3. sæti. „Mér leið alveg vel [í gær], þó að ég tæki smádýfu á miðjum hring, en ég er bara ánægð með hvernig ég sneri því við og kláraði dæmið vel,“ segir Guðrún. Guðmundur lék samtals á -9 höggum og hans besti hringur var lokahringurinn sem hann fór á -4 höggum. Þrír urðu jafnir í 2. sæti, fimm höggum á eftir Guðmundi, þeir Arnar Snær hákonarson, Rúnar Arn- órsson og Haraldur Franklín Magn- ús. „Ég átti stressandi pútt á 14. flöt og eins stressandi, langt högg inn á fimmtándu, en eftir fuglinn sem ég fékk á sextándu var þetta nokkuð þægilegt. Það er frábært að kóróna þetta ár hér heima með þessu, á heimavelli,“ segir Guðmundur. Eins og fyrr segir er í nógu að snú- ast hjá þeim báðum. Guðrún er á leið á mót í Frakklandi á LET Access mótaröðinni, og Guðmundur leikur á móti á Nordic Tour í vikunni en hann hefur unnið þrjú mót á mótaröðinni á þessu ári og komið sér inn á Áskor- endamótaröð Evrópu: „Það er mikill munur hjá mér mið- að við síðasta ár. Ég var mjög jafn og traustur í fyrra, oftast að spila við parið eða kannski á fimm höggum undir pari. Núna er þetta aðeins mis- jafnara en á góðu mótunum dett ég í 10-15 högg undir pari, sem er mun- urinn á því að vera í einhverju miðju- moði eða að berjast um sigur. Ég er búinn að leggja mikla vinnu í þetta síðustu þrjú ár, sérstaklega tæknina í sveiflunni, og það er að skila sér í nánast öllum þáttum leiksins,“ segir Guðmundur og Guðrún tekur í sama streng: „Þetta var fyrsta árið mitt sem at- vinnumaður í fyrra þannig að mér kannski líður betur að spila núna og er búin að læra inn á hlutina; hvað er gott að gera og hvað ekki. Rétt eins og hjá Gumma þá er auðvitað mjög mikil vinna á bakvið þetta og hún er að skila sér núna.“ Parið átti sviðið í Grafarholti  Guðrún varði Íslandsmeistaratitilinn af öryggi  Guðmundur stóðst álagið fullkomlega og vann sinn fyrsta  Njóta fullkomins skilnings hvort annars Ljósmynd/seth@golf.is Íslandsmeistarar Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson með verðlaunagripina sína. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sérstaklega sætan 83:82- sigur á Sviss í forkeppni Evrópumótsins 2021 í Laugardalshöll á laug- ardaginn. Sviss var yfir stærstan hluta leiks, en íslenska liðið neitaði að gefast upp og svellkaldur Martin Hermannsson tryggði liðinu sigur með körfu í þann mund sem leiktíminn rann út. Leikurinn spilaðist á svipaðan hátt og leikurinn gegn Portúgal síðasta miðvikudag og réð- ust úrslitin á síðasta skotinu. Sem betur fer féll það okkar megin í þetta skiptið. Clint Capela, leikmaður Houston Rockets í NBA- körfuboltanum í Bandaríkjunum, lék með Sviss í leiknum, en það var Martin sem stal senunni. Hann var þó ekki einn síns liðs því margir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel. Tryggvi Snær Hlinason verður betri með hverjum landsleiknum, Jón Axel Guðmundsson var mjög sprækur og óhræddur við að láta til skarar skríða og Pavel Ermol- inskij setti mikilvægar þriggja stiga körfur. Sigurinn var sérstaklega sætur í ljósi þess að það vantaði menn eins og Hauk Helga Pálsson og Kristófer Acox í liðið. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur í H-riðlinum. Ísland, Sviss og Portúgal eru öll með þrjú stig eftir tvo leiki og er allt hnífjafnt fyrir síðari leikina. Ísland mætir Portúgal á heimavelli næsta laugardag og svo Sviss á útivelli miðvikudaginn 21. ágúst. Takist íslenska liðinu að vinna Portúgal á heimavelli og endurtaka leikinn gegn Sviss, tryggir liðið sér sæti í undankeppninni. Þar bíða Finnland, Georgía og Serbía. Martin stal senunni af Capela Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Sigur Martin Hermannsson skorar með Svisslendinga fyrir framan sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.