Morgunblaðið - 12.08.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Afgreiðslutími:
9-18:30 virka daga
10-16:00 laugardaga
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af
heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á
persónulega þjónustu og hagstætt verð.
• Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur
• Frí heimsendingarþjónusta
Bandaríski fjárfestirinn og kynferðis-
afbrotamaðurinn Jeffrey Epstein
fannst látinn í fangaklefa sínum að-
faranótt laugardagsins síðasta. Þá
hafði hann dvalið í klefa sínum í
Metropolitan betrunarstöðinni í New
York og átti yfir höfði sér allt að 45
ára fangelsi fyrir kynferðisbrot og
mansal.
Í júlí fannst hann meðvitundarlaus
í fangaklefa sínum og lá þá fyrir
grunur um að hann hefði reynt að
fremja sjálfsvíg.
Alríkislögregla Bandaríkjanna,
FBI, rannsakar andlátið sem er talið
hafa verið sjálfsvíg, að því er fram
kom í yfirlýsingu frá fangelsismála-
skrifstofu dómsmálaráðuneytis
Bandaríkjanna.
Andlátið verði rannsakað í þaula
Dómsmálaráðherra Bandaríkj-
anna og borgarstjóri New York krefj-
ast þess að andlát Epstein verði rann-
sakað í þaula. Þá endurtísti Trump
Bandaríkjaforseti samsæriskenningu
um að Clinton-hjónin ættu þátt í
dauða hans.
Epstein var sakaður um skipulagt
mansal og áttu brotin sér flest stað í
glæsihýsum hans á Manhattan og í
Flórída á árunum 2002 til 2005.
Epstein var sakaður um að hafa
greitt stúlkum nokkur hundruð dali
fyrir kynmök og kom fram í ákæru á
hendur honum að yngstu fórnarlömb
hafi verið allt niður í 14 ára gömul og
honum hafi verið það fullljóst. Hann
átti yfir höfði sér allt að 45 ára fang-
elsi.
Jeffrey Epstein
fannst látinn
AFP
Epstein Bandaríska alríkislög-
reglan rannsakar andlátið.
Alríkislögregla rannsakar málið
Sakaður um mansal og kynferðisbrot
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Fórnarlömb blóðþurrðarheilablóð-
falls gætu náð fullum bata, sé bylting-
arkenndri stofnfrummeðferð beitt
innan 36 stunda frá heilablóðfalli.
Meðferðin hefur
þegar sýnt árang-
ur í Bretlandi og
Bandaríkjunum,
að því er fram
kemur í breska
dagblaðinu The
Telegraph. Þó
skal tekið fram að
stofnfrumumeð-
ferðin er enn á
tilraunastigi.
Fram til þessa
hefur fólk sem verður fyrir heilablóð-
falli helst þurft að komast á sjúkra-
hús innan fjögurra klukkustunda til
að hægt sé að hefja svokallaða sega-
leysandi meðferð, til að losa um blóð-
tappa sem myndast hafa. Í flestum
tilfellum er þessi tími ekki nægur og
um tveir þriðju þeirra, sem þó lifa af
blóðfallið, verða fyrir varanlegum
skaða.
Matvæla- og lyfjastofnun Banda-
ríkjanna hefur gefið stofnfrumumeð-
ferðinni flýtimeðferð innan síns kerf-
is svo að umfangsmeiri rannsókn á
henni geti hafist. Yfirvöld hjá nokkr-
um Evrópuþjóðum og í Japan hafa
tekið svipaða afstöðu til málsins.
Sérfræðingar hafa nú hafið til-
raunameðferð á 300 sjúklingum í
rannsóknartilgangi. Gert er ráð fyrir
því að meðferðin verði leyfileg í
Bandaríkjunum árið 2021.
Blóðþurrðarheilablóðfall stafar af
skerðingu á blóðflæði til hluta heil-
ans. Slíkt stafar í flestum tilfellum af
blóðtappa, sem hindrar blóðstreymi
til heilafrumna, sem þá geta orðið fyr-
ir óbætanlegum skemmdum.
Tilraunir hafa sýnt að stofnfrumu-
meðferð getur lagað skemmdir á
heilafrumum, sem kunna að verða ef
sjúklingar gangast ekki undir sega-
leysandi meðferð innan fjögurra tíma
eftir heilablóðfallið. Þá geta skemmd-
irnar valdið því að sjúklingar hljóti
einkenni eða fötlun sem gengur ekki
til baka. Byrjunareinkenni heilablóð-
falls er dofi, kraftminnkun eða lömun
í annarri hlið líkamans, taltruflanir og
skert geta í daglegum athöfnum.
Auknar batalíkur
Stofnfrumuaðgerðin bar árangur
hjá breskum sjúklingum sem geng-
ust undir aðgerðina 36 klukkustund-
um eftir heilablóðfall. Fjöldi banda-
rískra og breskra heilablóðfalls-
sjúklinga hefur þegar gengist undir
aðgerðina í rannsóknarskyni og leiddi
rannsóknin í ljós að þeir sem gengust
undir aðgerðina voru 15% líklegri til
að ná sér að fullu, 90 daga frá heila-
blóðfalli, en þeir sem fengu hefð-
bundna meðferð. Ári eftir heilablóð-
fall varð fyrri hópurinn 24% líklegri
en hinn seinni, til að ná fullum bata.
Sjúklingar sem sýndu miklar fram-
farir að stofnfrumumeðferð lokinni
voru meðal annars þeir sem hlutu
meðferðina einum og hálfum degi eft-
ir heilablóðfall.
Stofnfrumumeðferðin felst í því að
stofnfrumur, sem hafa þann mikil-
væga eiginleika að geta lagað
skemmdan heilavef, eru unnar úr
blóðmerg sjúklingsins og þeim komið
fyrir þar sem skemmdir urðu á heila-
vef.
Axel Finnur Sigurðsson, hjarta-
læknir, sagði í samtali við Morgun-
blaðið: „Verði sýnt fram á að stofn-
frumumeðferð af þessu tagi sé
gagnleg má líta á það sem byltingu í
meðferð heilablóðfalls. Þess ber þó að
geta að meðferðin er enn á tilrauna-
stigi og ýmiskonar frekari prófanir
þarf að gera til að staðfesta að hún
beri árangur og að hún sé án teljandi
áhættu fyrir sjúklinginn,“ sagði hann.
Hann segir þó mikilvægt að hefja við-
eigandi meðferð við blóðþurrðar-
heilablóðfalli sem allra fyrst, til að
koma í veg fyrir að heilafrumur
skemmist varanlega. Hún felst í gjöf
segaleysandi lyfja sem hafa það hlut-
verk að leysa upp blóðtappann og
endurheimta eðlilegt blóðflæði til
frumnanna.
Framfarir í heilablóðfallslækningum
Stofnfrumumeðferð getur komið í veg fyrir að sjúklingar hljóti fötlun eftir blóðþurrðarheilablóðfall
Meðferðin sýndi árangur hjá sjúklingum í Bretlandi og Bandaríkjunum Meðferðin þó á tilraunastigi
AFP
Heilsa Indverji á sjúkrabeði eftir að hafa fengið heilablóðfall í kjölfar hitabylgju í Churu í Rajasthan í sumar.
Axel Finnur
Sigurðsson
Að minnsta kosti einn særðist í skot-
árás í al-Noor-moskunni í Bærum í
Akershus, rétt fyrir utan Osló á
laugardag. Árásin er rannsökuð sem
mögulegt hryðjuverk en að sögn
talsmanns lögreglunnar í Osló er
árásarmaðurinn norskur og á þrí-
tugsaldri. Lögreglan þekkti til hans
áður en árásin var gerð.
Þá fannst lík 17 ára stjúpsystur
mannsins í húsi skammt frá Osló á
laugardag, að því er lögreglan í Osló
greindi frá í gær.
Árásarmaðurinn, sem er lýst sem
hvítum manni í einkennisbúningi og
með hjálm, skaut sér leið inn um
glugga moskunnar og hóf skothríð,
að sögn forstöðumanns moskunnar,
Irfan Mushtaq.
Roskinn maður, hinn 65 ára gamli
Mohamed Rafiq, yfirbugaði vopnað-
an árásarmanninn, sneri hann niður í
gólf moskunnar og hélt honum þar
föstum tökum þar til vopnað lög-
reglulið kom á vettvang. Hann hafði
nýlokið bænastund í moskunni og
hlaut minniháttar meiðsli við átökin.
Mushtaq sagði í samtali við sjón-
varpsrás norska dagblaðsins VG eft-
ir skotárásina að aðkoman hefði ver-
ið sláandi. Skothylki hefðu legið eins
og hráviði um allt gólf ásamt gler-
brotum. Öryggismál höfðu verið tek-
in til endurskoðunar og aðgengi að
moskunni stýrt eftir skotárásina í
moskunni í Christchurch á Nýja-Sjá-
landi 15. mars síðastliðinn, þar sem
50 manns létu lífið.
Skotárás í mosku
í nágrenni Osló
Rannsakað sem mögulegt hryðjuverk