Morgunblaðið - 12.08.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019
577 5757 | www.igf.is | igf@igf.is
ERT ÞÚ AÐ FARA Í
FRAMKVÆMDIR?
Fyrir nánari upplýsingar,
við söludeild okkar í síma 577 5757
Við bjóðum upp á margar stærðir
af opnum og lokuðum
krókagámum
til leigu
hafið samband
Pepsi Max-deild karla
KA – Stjarnan........................................... 4:2
HK – KR.................................................... 4:1
ÍA – Breiðablik ......................................... 1:2
Víkingur R. – ÍBV .................................... 3:1
Valur – FH ................................................ 2:3
Staðan:
KR 16 11 3 2 35:20 36
Breiðablik 16 9 2 5 31:19 29
FH 16 7 4 5 22:23 25
HK 16 7 3 6 23:18 24
Stjarnan 16 6 6 4 26:24 24
Valur 16 7 2 7 28:24 23
ÍA 16 6 4 6 21:19 22
Víkingur R. 16 4 7 5 25:26 19
Fylkir 15 5 4 6 23:26 19
KA 16 6 1 9 23:28 19
Grindavík 15 3 8 4 12:16 17
ÍBV 16 1 2 13 12:38 5
Inkasso-deild karla
Haukar – Magni ....................................... 1:2
Þórður Jón Jóhannesson 66. – Kristinn Þór
Rósbergsson 84., Louis Aaron Wardle 87.
Staðan:
Fjölnir 16 10 4 2 34:15 34
Þór 16 9 4 3 28:16 31
Grótta 16 8 6 2 34:24 30
Leiknir R. 16 8 2 6 28:24 26
Víkingur Ó. 16 6 6 4 17:13 24
Fram 16 7 2 7 24:26 23
Keflavík 16 6 4 6 22:21 22
Þróttur R. 16 6 3 7 32:24 21
Afturelding 16 5 2 9 21:30 17
Haukar 16 3 5 8 22:32 14
Magni 16 3 4 9 18:42 13
Njarðvík 16 3 2 11 16:29 11
2. deild karla
KFG – Leiknir F....................................... 2:3
Kristófer Konráðsson 72., Kristján Gabríel
Kristjánsson 78. – Izaro Abella 29., Unnar
Ari Hansson 37., Arkadiusz Grzelak 58.
ÍR – Völsungur......................................... 1:0
Alexander Kostic 61.
Þróttur V. – Vestri .................................. 2:3
Alexander Helgason 28., Gilles Mbang
Ondo 30. – Þórður Gunnar Hafþórsson 72.,
Alexander Helgason (sjálfsm.) 85., Aaron
Spear 90. Rautt spjald: Ólafur Hrannar
Kristjánsson (Þrótti) 49.
Fjarðabyggð – Kári................................. 7:4
Nikola Kristinn Stojanovic 12., Rubén
Ayuso 15., Gonzalo Bernaldo 23., 47., 77.,
90., Jose Vidal 53. – Andri Júlíusson 13.,
Sindri Snæfells Kristinsson 60., Andri Júl-
íusson 76.
Staðan:
Leiknir F. 15 9 4 2 30:16 31
Vestri 15 9 0 6 20:20 27
Víðir 15 8 1 6 26:19 25
ÍR 15 7 3 5 24:20 24
Dalvík/Reynir 15 6 6 3 23:19 24
Selfoss 15 7 2 6 32:22 23
Fjarðabyggð 15 6 4 5 30:25 22
Þróttur V. 15 6 4 5 26:24 22
Völsungur 15 6 3 6 18:19 21
KFG 15 5 0 10 25:36 15
Kári 15 4 2 9 28:39 14
Tindastóll 15 1 3 11 14:37 6
KNATTSPYRNA
Íslenska stúlknalandsliðið í handbolta varð að sætta sig
við sárgrætilegt tap gegn Tékklandi, 32:31, í úrslitaleik
B-deildar Evrópumóts U17-landsliða á Ítalíu í gær. Úr-
slitin réðust í hádramatískri vítakeppni.
Ásdís Þóra Ágústsdóttir hélt áfram að fara á kostum í
mótinu en hún skoraði 11 mörk í gær og var markahæst
á mótinu með 51 mark. Þær Rakel Elvarsdóttir voru
valdar í lið mótsins.
Ísland byrjaði leikinn betur og komst meðal annars í
7:4, og staðan í hálfleik var 18:14 Íslandi í vil. Tékkarnir
voru hins vegar öflugri í seinni hálfleiknum. Þeim tókst
að jafna metin í 23:23 og komast yfir í stöðunni 26:25. El-
ín Magnúsdóttir fékk tækifæri til þess að tryggja Íslandi sigurinn á síðustu
sekúndu en skot hennar var varið.
Því var gripið til vítakeppni þar sem Ísland skoraði úr fyrstu þremur vít-
um sínum og Andrea Gunnlaugsdóttir varði tvö, en Tékkar náðu að snúa
stöðunni sér í vil og vinna hádramatískan sigur.
Til mikils var að vinna en sigurvegari mótsins, Tékkland, fær sæti á EM
U17-landsliða 2021, EM U19-landsliða 2021 og HM U18-landsliða 2020.
Óhemjusárt tap í úrslitaleik
Ásdís Þóra
Ágústsdóttir
0:1 Steven Lennon 51.
1:1 Patrick Pedersen 55.
2:1 Patrick Pedersen 64.
2:2 Björn Daníel Sverrisson 75.
2:3 Morten Beck Guldsmed 83.
I Gul spjöldKristinn Freyr Sigurðsson
(Val), Morten Beck, Davíð Þór Við-
arsson, Guðmann Þórisson og Jón-
atan Ingi Jónsson (FH).
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrast-
arson, 5.
VALUR – FH 2:3
Áhorfendur: 1.063.
M
Patrick Pedersen (Val)
Andri Adolfsson (Val)
Bjarni Ólafur Eiríksson (Val)
Kristinn Freyr Sigurðsson (Val)
Pétur Viðarsson (FH)
Guðmann Þórisson (FH)
Davíð Þór Viðarsson (FH)
Steven Lennon (FH)
Björn Daníel Sverrisson (FH)
HLÍÐARENDI/KÓRINN/
AKRANES/AKUREYRI/
FOSSVOGUR
Pétur Hreinsson
Bjarni Helgason
Kristófer Kristjánsson
Einar Sigtryggsson
Jóhann Ingi Hafþórsson
Það benti ekki margt til þess að FH
yrði í Evrópusæti úrvalsdeildar karla
í fótbolta fyrir nokkrum vikum síðan.
Umræðan í kringum liðið hefur að
mestu verið á neikvæðum nótum í
sumar en allt í einu eru Hafnfirð-
ingar núna komnir með 25 stig í 3.
sæti eftir magnaðan 3:2 sigur á Val í
gærkvöldi. Reyndar er liðið með nei-
kvæða markatölu en það segir reynd-
ar ansi margt um hversu jöfn deildin
hefur verið í sumar. Öll mörkin komu
í síðari hálfleik og þrjú víti voru
dæmd af dómara leiksins, Sigurði
Hirti Þrastarsyni. Sum hver umdeild
en Valsmenn sitja eftir með sárt enn-
ið í 6. sæti með 23 stig.
Þrátt fyrir að halda boltanum bet-
ur en FH í leiknum og að koma sér
oft og tíðum í hættulegar stöður
sköpuðu Valsmenn sér ekki eitt ein-
asta færi í leiknum. Segja má að sig-
ur FH-inga hafi verið verðskuldaður.
Ekki vegna blússandi sóknarleiks.
Þvert á móti var það vörnin sem hélt
vel þrátt fyrir vítaspyrnudómana tvo.
Hún var vel skipulögð með þá Pétur
Viðarsson og Guðmann Þórisson í
hjarta varnarinnar. Þeir virðast
virka best saman af þeim miðvarð-
arpörum sem eru í boði hjá FH.
Þórður Þ. Þórðarson, sem fékk
reyndar á sig víti, hefur einnig komið
sprækur inn í lið FH eftir vistaskipt-
in frá ÍA. Það var klókur leikur hjá
Ólafi Kristjánssyni, þjálfara FH.
Toppliðið réð ekkert við HK
Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og
skelltu toppliði KR í Kórnum. Leikn-
um lauk með 4:1-sigri HK þar sem
þeir Arnþór Ari Atlason, Birnir Snær
Ingason, Bjarni Gunnarsson og Emil
Atlason skoruðu mörk Kópavogsliðs-
ins en Pálmi Rafn Pálmason skoraði
eina mark Vesturbæinga í fyrri hálf-
leik.
Kópavogsliðið var nokkrar mín-
útur í gang en eftir að liðið náði
tveggja marka forskoti á 12. mínútu
var aldrei spurning hvorum megin
sigurinn myndi detta. Kópavogsliðið
lá aftarlega og beitti hárnákvæmum
skyndisóknum sem Vesturbæingar
réðu engan veginn við.
Vesturbæingar byrjuðu ágætlega
en síðan ekki söguna meir. Liðið spil-
aði flottan bolta þegar sjálfstraustið
var til staðar en eftir að HK komst
yfir þá var eins og allur vindur væri
úr liðinu og allir leikmenn liðsins
duttu úr fimmta gír í þann fyrsta. Þá
saknaði liðið Arnþórs Inga Krist-
inssonar mikið á miðsvæðið.
HK er á ótrúlegu skriði og hefur
nú unnið fimm af síðustu sex leikjum
sínum. Liðið gefur afar fá færi á sér
og það er fyrst og fremst þéttur og
agaðar varnarleikur í bland við frá-
bærlega vel útfærðar skyndisóknar
sem hefur skilað liðinu á þann stað
sem það er í dag. KR-ingar sýndu
það í gær að þeir eru langt frá því að
vera ósigrandi. Hraðinn á miðsvæð-
inu hjá Vesturbæingum var enginn í
og það er í raun ótrúlegt að önnur lið
hafi ekki nýtt sér það betur í sumar.
Þessi leikur sýndi veikleikamerki
KR-liðsins svart á hvítu og nú er það
annarra liða að nýta sér það.
bjarnih@mbl.is
Blikar ekki dauðir
úr öllum æðum
Breiðablik hefur ekki endanlega
gefið meistaradrauminn upp á bátinn
eftir 2:1-sigur á ÍA á Akranesi en þar
fór fjörið helst fram í fyrri hálfleik.
Mörk Thomas Mikkelsen og Hösk-
uldar Gunnlaugssonar gáfu gest-
unum tveggja marka forystu eftir að-
eins sjö mínútna leik en
Skagamönnum tókst að minnka
muninn úr ódýrri vítaspyrnu á 10.
mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki er
báðum liðum tókst að koma skipulagi
á varnarleikinn og þétta raðir sínar.
Það er orðið ansi langt síðan ÍA vann
síðast leik og virtust heimamenn
heldur ráðalausir er þeir reyndu að
kreista fram jafntefli á lokasprett-
inum. Blikar, sem virtust ætla að af-
henda KR-ingum titilinn á silfurfati
með döpru gengi sínu um mitt sum-
ar, hafa nú unnið tvo í röð og gætu
mögulega gætt toppbaráttuna nýju
lífi. Munurinn er nú sjö stig og sex
leikir eftir en Breiðablik og KR mæt-
ast í Kópavoginum í lokaumferðinni.
Hlutlausir og Blikar láta sig eflaust
dreyma um hreinan úrslitaleik þar.
Reynist það of stór biti að ná KR-
ingum þurfa Blikar engu að síður að
hala inn stigum og passa að næstu lið
nái þeim ekki. Til þessa verða lyk-
ilmenn liðsins að halda dampi og ekki
týnast aftur. Höskuldur Gunn-
laugsson skoraði glæsimark í gær og
var sífellt ógnandi og þá stóð Viktor
Örn Margeirsson vaktina gríðarlega
vel í vörninni. Blikar mæta næst
meisturum Vals og verða þar án
framherjans knáa Mikkelsen sem
tekur út leikbann. kristoferk@mbl.is
Lífsnauðsynlegt hjá KA
KA vann lífsnauðsynlegan 4:2-
sigur á Stjörnunni. Akureyringar
lyftu sér þar með úr fallsæti um
stund en þar hafa þeir verið síðasta
mánuðinn.
Vallaraðstæður á Akureyri í gær
voru mjög erfiðar og settu sitt mark
á leikinn. Rignt hafði samfleytt í sól-
arhring og var völlurinn rennandi
blautur en auk þess var norðanbylur
Neikvætt tal
og markatala
en 3. sæti
Traust vörn FH í sætum sigri á Val
HK stöðvaði KR með tilþrifum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Dramatík Jónatan Ingi Jónsson og Haukur Páll Sigurðsson í baráttunni á
Hlíðarenda þar sem FH vann dramatískan sigur í fimm marka leik.