Morgunblaðið - 12.08.2019, Blaðsíða 8
Hátt í þrjú þúsund manns í fullum að-
alsal kvikmyndahátíðarinnar í Loc-
arno í Sviss stóðu upp og fögnuðu að-
standendum kvikmyndarinnar Berg-
máls, að lokinni heimsfrumsýningu í
gær. Þetta kemur fram í frétta-
tilkynningu frá Bergmáli. Þar segir að
mikil eftirvænting hafi ríkt eftir Berg-
máli eftir að hún var valin til að keppa
um Gyllta Hlébarðann í Locarno sem
eru ein af virtustu kvikmyndaverð-
launum sem veitt eru árlega.
,,Ótrúleg viðbrögð sem fóru fram
úr björtustu vonum. Það eru frábærir
listamenn og fagfólk sem komu að
gerð Bergmáls. Þessi viðbrögð eru
heiður fyrir okkur öll og viðurkenn-
ing fyrir íslenska kvikmyndagerð,“
segir Rúnar Rúnarsson, leikstjóri
myndarinnar. Lilja Ósk Snorradóttir,
framleiðandi hjá Pegasus, segir að
Bergmál sé listrænt djörf en á sama
tíma einstaklega falleg og mann-
eskjuleg mynd sem sameini margt.
Húmor, sorg og fegurð. Lilja segir
viðbrögð áhorfenda hafa verið ótrúleg
og sérstaklega skemmtilegt að fá að
upplifa það með hluta fólksins sem
kom að myndinni.
,,Heimsfrumsýning í aðalkeppni
kvikmyndahátíðarinnar í Locarno er
mikill heiður fyrir okkur sem stönd-
um að myndinni,“ sagði Lilja.
ge@mbl.is
,,Viðbrögð áhorfenda ótrúleg“
Uppskar standandi lófaklapp eftir
heimsfrumsýningu í Locarno í Sviss
Framleiðendur Live Hide, Rúnar
Rúnarsson og Lilja Ósk Snorradóttir
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019
Gatnamótin þar sem Geirsgatanmætir Lækjargötu og Kalk-
ofnsvegi voru lengi vel ágæt. Svo
ákvað meirihlutinn í borginni fyrir
sex árum síðan að stækka lóðirnar
næst gatnamótunum og til að ná því
fram var gatnamótunum breytt í
svokölluð T-gatnamót.
Afleiðingarnar hafa svo orðið þærað umferðarteppur hafa aukist
verulega og nú bíða ökumenn þar
sem umferðin rann áður greiðlega.
Þetta var fyrirsjáanlegt enda varvið þessu varað þegar breyt-
ingin var ákveðin. Sjálfstæðismenn í
borgarstjórn bentu til dæmis á að
gatnamótin eins og þau þá voru
virkuðu prýðilega og enga brýna
nauðsyn bæri til að breyta þeim.
Á þetta var ekki hlustað endastefna borgarinnar að hægja á
umferð og draga úr notkun einka-
bíla með því að búa til þrengingar og
umferðarteppur.
Sú stefna var ekki orðin eins skýrút á við á þessum tíma og nú er,
en nú er hún rekin nánast grímu- og
blygðunarlaust.
Erfitt og nánast ómögulegt verð-ur að vinda ofan af þessum
mistökum enda hafa háar byggingar
risið og eru að rísa þar sem gatna-
mótin hefðu þurft að vera.
En það er afar brýnt að borg-arbúar átti sig á þeirri eyði-
leggingu sem borgaryfirvöld vinna
að í umferðarmálum til að hægt
verði við fyrsta tækifæri að stöðva
frekari skemmdarverkastarfsemi.
Ásetningsbrot
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Ísafjörður,
mánudaginn 12. ágúst.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði,
klukkan 20:00.
Fundarstjóri: Einar Kristinn
Guðfinnsson, fyrrverandi
ráðherra og forseti Alþingis.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnir þróun, stöðu
og áskoranir í peninga- og efnahagsmálum við lok 10 ára
skipunartíma hans á opnum fundum:
Markmið, árangur og áskoranir
Fundir með Má Guðmundssyni seðlabankastjóra
Akureyri,
þriðjudaginn 13. ágúst.
Hof, klukkan 17:00
Fundarstjóri: Valgerður
Sverrisdóttir, fyrrverandi
þingmaður og ráðherra.
Neskaupstaður,
miðvikudaginn 14. ágúst.
Egilsbúð, klukkan 20:00
Fundarstjóri: Smári Geirsson
kennari og fyrrum formaður
Sambands sveitarfélaga á
Austurlandi.
Árborg,
mánudaginn 19. ágúst.
Hótel Selfoss, klukkan 12:00
Fundarstjóri: Guðni
Ágústsson, fyrrverandi
þingmaður og ráðherra.
Dalvíkingurinn Gunnar Arason
fyrrverandi skipstjóri var heiðraður
fyrir farsælan sjómannsferil sinn
og framlag til sjávarútvegsins á
samkomu Fiskidagsins mikla á Dal-
vík sem haldinn var um helgina.
Svanfríður Inga Jónasdóttir, fyrr-
um bæjarstjóri og alþingismaður,
sá um þann lið hátíðarhaldanna
eins og venjulega.
Fyrst varð Gunnar Arason skip-
stjóri árið 1963, þá aðeins 22 ára,
og 1968 tók hann við nýju og glæsi-
legu skipi, Lofti Baldvinssyni EA
24. Síldin hafði þá breytt göngu
sinni frá hefðbundnum miðum ís-
lenskra fiskiskipa. Hinu nýja skipi
var þá um haustið haldið til veiða í
Norðursjónum og náði á stuttum
tíma frábærum árangri við síldveið-
ar þar og frágang aflans, sem
tryggði þeim hæstu verð. Það varð
með öðru til þess að Loftur Bald-
vinsson EA 24 var um árabil með
mestu verðmæti allra íslenskra
fiskiskipa.
Fjölmenni var að vanda á Fiski-
deginum mikla sem nú var haldinn
í 19. sinn. Veðurspá var slæm en úr
rættist. Gestir voru, skv. áætlun á
bili 27-28 þúsund talsins, segja að-
standendur hátíðarinnar. sbs@mbl.is
Gunnar heiðraður á
Fiskideginum mikla
Fjölmennt á Dalvík
og sæmilegt veður
Veitingar Fiskidagsgestir gerðu
fiskibollunum góð skil.
Ljósmyndir/Atli Rúnar
Heiðraður Gunnar Arason skip-
stjóri og Svanfríður Jónasdóttir.