Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Side 2
Morgunblaðið/Kristinn
JÓN ÓLAFSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Sveitaball í borg
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2019
Langar þig í ný gleraugu!
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar
hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun!
Í þeim fallega og göfuga leik knattspyrnu er ekkert eins þokkafullt og vel-heppnuð löng sending. Eða lööööng sending, eins og Bjarni Fel. myndikalla það. Sending sem svífur eins og haförn 60 til 70 metra uns tuðran
steypist niður og steindrepst á túkalli við tærnar á samherja. Það er eitthvað
svo ljóðrænt og fagurt við sendingar af þessu tagi að þær veita manni ekki bara
andlega, heldur hreinlega líkamlega fróun (má ég vinsamlegast biðja dónakalla
og -kerlingar þessa lands að snúa ekki út úr þessari fullyrðingu!) Maður skekur
sér allur af unaði, hvort sem maður er staddur á sjálfum pöllunum eða á sóf-
anum heima í stofu.
Mögulega hefur það mótað mig að alast upp við að horfa á kempur sem höfðu
afburðavald á löngum sendingum; menn eins og Michel Platini, Liam Brady og
Glenn Hoddle, að ekki sé talað um Ásgeir okkar Sigurvinsson, sem var á
heimsmælikvarða þegar kom að
þessu tignarlega formi listrænnar
tjáningar.
Eina frægustu og fallegustu löngu
sendingu sparksögunnar átti vinstri-
bakvörður Argentínu á HM í heima-
landinu sumarið 1978, Alberto Tar-
antini. Þar sem hann var staddur aft-
arlega á eigin vallarhelmingi, vinstra
megin, kom Tarantini auga á
dauðafrían samherja framarlega á
hægri vængnum. Í vænlegri sókn-
arstöðu. Kappinn hlóð í og sendingin
sveif alla þessa leið af þokkafullri ná-
kvæmni sem helst mætti vænta af
ruðningskappanum Tom Brady (sem
þó notar hendurnar) og lenti á stóru tánni á samherjanum. Þúsundir áhorfenda
risu að vonum úr sætum og klöppuðu án afláts – uns blóð vall úr lófum.
Það var bara eitt vandamál. Samherjinn, René Houseman, kallaður „Sá
galni“ var ekki inni á vellinum; heldur handan hliðarlínunnar að hita upp. Þessi
tímamótasending kom með öðrum orðum ekki að meira gagni en blómavasi á
dekkjaverkstæði. Hitt liðið fékk innkast. Þögn sló á leikvanginn. Aumingja
Tarantini fylltist hryllingi þegar hann áttaði sig á mistökum sínum og House-
man laumaðist svo lítið bar á í burtu.
Gjörningurinn hafði á hinn bóginn þær afleiðingar að varamönnum var upp
frá þessu stranglega bannað að hita upp í keppnisbúningum sínum við hlið-
arlínuna; allar götur síðan hafa þeir þurft að klæðast yfirhöfnum eða íþrótta-
vestum. Tarantini ugglaust til ómældrar gleði.
René Houseman gekk síðar í raðir KR. Alveg satt. Sendi raunar bróður sinn
á undan til að kanna aðstæður. Óyndi greip á hinn bóginn bróðurinn sem lét sig
hverfa jafnharðan. René kom aldrei til landsins. Hann sálaðist í fyrra.
Lööööng sending
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Það var bara eittvandamál. Samherj-inn, René Houseman,kallaður „Sá galni“ var
ekki inni á vellinum;
heldur handan hliðarlín-
unnar að hita upp.
Lísa Margrét Þorvaldsdóttir
Nei, ég bý í Vestmannaeyjum og
verð ekki í bænum.
SPURNING
DAGSINS
Ætlar þú í
gleðigöng-
una?
Hafsteinn Gunnlaugsson
Nei, ég kemst ekki.
Margrét María Marteinsdóttir
Ég er ekki vön að fara en fer
kannski ef ég hef tíma.
Kristinn Erlingur Árnason
Nei, ég er að vinna.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Sveitaball verður í félagsheimili Þróttar í Laugardalnum í kvöld,
laugardaginn 17. ágúst, og búast má við miklu stuði.
Hvað er um að vera í Laugardalnum í kvöld?
Þetta er sveitaball sem var haldið í félagsheimili Þróttar í fyrsta
skipti í fyrra, og það er mikið líf í Laugardalnum. Þetta er hverfi
sem er að stækka mjög mikið og yngjast upp. Þarna í hjarta hans
er þetta félagsheimili sem er ansi drjúgt og hýsir starfsemi Þrótt-
ar og Ármanns. Við fengum þá hugmynd að það væri reynandi að
prófa að nýta þetta í eitthvað meira, eins og í dansleik og sveita-
böll eru þekkt í sögulegu samhengi, en er orðið miklu minna af
en var. Og böll með hljómsveitum er eitthvað sem margir hafa
aldrei upplifað nema þeir séu komnir yfir miðjan aldur. Í fyrra
prófuðum við þetta og bara fylltum húsið og tókst rosalega vel
og ákváðum að freista þess að endurtaka leikinn í ár.
Hverjir munu koma fram á þessu balli
Þarna munu koma fram Helgi Björns, Andri Ólafsson, Hildur Vala,
Halldór Gylfason, Böddi í Dalton, svo er ég þarna og fleiri hljóð-
færaleikarar. Þetta er eiginlega allt of mikið af listamönnum ef eitt-
hvað er.
Hverju má fólk svo búast við?
Það má búast við miklu sing-alongi. Ég er svo heppinn að hafa spilað á
mörgum sveitaböllum, ég er búinn að vera svo lengi í þessum bransa,
og íslenska stuðið á sveitaböllum mælist ekki endilega í hraða laganna,
eins og þegar menn eru að Dj-a. Íslenskt stuð mælist meira í hvort fólk
geti sungið með. Þannig að þarna verða þekktustu lög Íslandssögunnar
flutt. Þú getur bókað að Nína verði tekin, þú getur bókað að Vertu þú
sjálfur verður tekið. Þetta eru lög sem allir þekkja og lög sem er
margbúið að prófa á böllum og eru nánast hönnuð til að fá fólk út á
dansgólf.
Hvernig getur fólk keypt sér miða.
Það er annaðhvort að kaupa miða á Tix.is eða koma í dyrnar og kaupa
miða við innganginn. Það er búið að seljast rosalega vel í forsölu, þannig
að ég vona að við þurfum ekki að loka á neinn. En það er hægt að
kaupa miða við innganginn svo fremi að það sé pláss í húsinu.