Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Qupperneq 8
VETTVANGUR
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2019
Ég tel svo vera, þótt sjálfur hafi
ég alltaf verið andvígur markaðs-
væðingu raforkunnar.
Á tíunda áratug síðustu aldar, í
þann veginn sem undirbúningur að
markaðsvæðingu raforkunnar var
að komast á fullan skrið undir
handarjaðri ESB, trúðu því margir
að samkeppni á þessu sviði væri til
góðs og meira að segja bráðnauð-
synleg. Þegar hafist var handa um
framkvæmd stefnunnar, og miður
góðar afleiðingar fóru að koma í ljós,
var viðkvæðið jafnan að þetta væru
einfaldlega vaxtarverkir líkt og öll
mein unglinga voru tíðum afgreidd.
Þrátt fyrir þetta jákvæða viðhorf
höfðu margir innan raforkugeirans á
Íslandi þó efasemdir um það upp-
brot á raforkustarfseminni sem
þeim var gert að framkvæma í sam-
ræmi við fyrstu tvo áfanga markaðs-
stefnunnar, „pakkana“, sem svo eru
nefndir, og vöruðu við því að þetta
myndi leiða til verðhækkunar fyrir
neytendur, sem og varð raunin. Í
Svíþjóð, svo dæmi sé tekið, sáu
menn það einnig gerast að varfærni
fyrri tíðar manna, með varaafli úr
uppistöðulónum, vék, þegar selja
Ég er ekki frá því að umræða íþjóðfélaginu um innleiðinguorkustefnu Evrópusam-
bandsins hér á landi sé að breytast.
Að hluta til er það vegna þess hve
mjög hún hefur dregist á langinn.
Eða öllu heldur hve mjög hún hefur
verið dregin á langinn. Málþóf á Al-
þingi í mikilvægustu hitamálum get-
ur þannig verið til góðs, skapað and-
rými og komið í veg fyrir fljótaskrift
þegar hins gangstæða er sérstak-
lega þörf.
Þegar allt kemur til alls hefur
málþóf á Alþingi sárasjaldan átt sér
stað og þá nær eingöngu í málum
sem gott var að hægja á.
En hvernig hefur umræðan
breyst?
Það er helst á þann veg að hún
snúist um inntak en ekki bara mál-
svara.
Í upphafi átti svo að heita að allir
sem á annað borð væru fylgjandi nú-
tímanum hlytu að vera fylgjandi
stefnu Evrópusambandsins á þessu
sviði sem öllum öðrum. Það væri því
helst gamalt fólk, sem heyrði illa kall
tímans sökum hrumleika, og svo for-
pokaðir þjóðernissinnar sem settu
sig upp á móti. Andstæðingar voru
auk þessa fljótafgreiddir sem
„popúlistar“, en það hugtak, sem
enginn þó skilur almennilega, er í
þann veginn að verða skammaryrði
um alla þá sem efast um framvind-
una á forsendum ráðandi afla. Þetta
á sérstaklega við þegar sjónarmið
„popúlistanna“ fer saman við al-
mannavilja. Og í þessu máli fellur
það náttúrlega eins og flís við rass
þar sem almannavilji er andstæður
miðstjórnarvaldinu, hvort sem er í
Reykjavík eða Brussel.
Þótt umræðan hafi skánað er enn
rótað í gömlum ræðum og skrifum í
von um að finna því stað að andstæð-
ingar markaðsvæðingar hafi ein-
hvern tímann verið á þveröfugri
skoðun og einmitt viljað markaðs-
væða orkuna. Til nokkurs þykir
vinnandi að leggjast í slíkt grúsk, því
takist að finna þessu stað megi auð-
veldlega halda því fram að hagað sé
seglum eftir vindi að hætti henti-
stefnumanna.
Erum við þar komin að kjarna
þess sem ég vildi fá svar við, hvort
geti verið málefnalegar forsendur
þess að hafa skipt um skoðun í þessu
mikilvæga máli.
mátti orku á góðum prís suður í álfu
með því að tæma lónin. Hagn-
aðarvon var nú farin að stýra för.
Enda leikurinn til þess gerður.
Annað fór nú og að koma í ljós. Og
það voru gróðamöguleikar. Kæmust
menn yfir eignarhald á orkunni yrði
gróðinn vís þegar til langs tíma væri
litið.
Á Íslandi hafa menn ekki sýnt fyr-
irhyggju varðandi eignarhald á auð-
lindum. Með löggjöf frá því undir
aldarlok var hert á lagaákvæðum
þess efnis að eignarhald á landi
færðu landeigendum yfirráð yfir öllu
því sem væri að finna í landareign
þeirra, jafnt orku sem vatni. Að vísu
eru skorður reistar um nýtinguna en
sáralitlar þó þegar haft er í huga
hvað í húfi er.
Við verðum nú vitni að því hér á
landi að ásókn eykst í land þar sem
slík gæði er að hafa og að jafnt og
þétt færist eignarhaldið út úr land-
inu.
Allt þetta skýrir án efa að margir
sem alla jafna eru markaðs-
þenkjandi finnst ástæða til að endur-
skoða afstöðu sína hvað raforku og
vatn áhrærir og þá máta hvort hún
er enn í samræmi við upphaflega
hugsun þeirra um að tryggja sem
best hag neytenda, náttúru og sam-
félags.
Þegar ESB nú sektar ríki fyrir að
beygja sig ekki tilhlýðilega undir
vönd markaðshyggjunnar tek ég of-
an fyrir þeim sem búa yfir því sjálf-
stæði hugans að geta skipt um skoð-
un.
Svo er náttúrlega hitt til í dæm-
inu, að fólk skipti um skoðun í hina
áttina, til að vingast við vöndinn. En
ekki er það til að taka ofan fyrir.
Getur verið rétt að skipta um skoðun?
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
’ Allt þetta skýrir ánefa að margir semalla jafna eru markaðs-þenkjandi finnst ástæða
til að endurskoða afstöðu
sína hvað raforku og vatn
áhrærir og þá máta hvort
hún er enn í samræmi við
upphaflega hugsun þeirra
um að tryggja sem best
hag neytenda, náttúru og
samfélags.
Morgunblaðið/RAX
Þú stendur í mátunarklefanum í útlönd-um. Sólin hefur leikið við þig allandaginn og svei mér þá ef þú hefur
ekki bara tekið lit. Smá vín í kroppnum og
þér finnst þú algjörlega vera með þetta. Yfir
þig hellist notaleg tilfinning: Það væri
kannski ekki svo galið að búa hérna. Og þá
er ekkert annað í stöðunni en að vera eins og
alvöru útlendingur til að falla í hópinn.
Þú veist að þú hefur ekkert með hörskyrtu
að gera og tölfræðin segir að þú eigir aldrei
eftir að nota hana. En á þessum degi, þessari
stundu, líður þér eins og landsliðsmanni í fót-
bolta í brúðkaupi á Ítalíu. Þú ferð í skyrtuna
og skítlúkkkar. Þú kaupir hana, ferð með
hana heim og notar hana aldrei framar.
Þetta er í stuttu máli útskýring á nýrri
kenningu minni um mannlegt eðli sem ég kýs
að kalla hörskyrtustundina.
Þetta snýst ekkert bara um þessa skyrtu.
Hún er í raun aukaatriði í þessari kenningu.
En samt ekki. Í henni birtist það einkenni að
gera sér ekki grein fyrir takmörkunum sín-
um, miklast yfir því sem við höldum að við
séum og þekkja ekki okkar stað í tilverunni.
Flestir eiga sína hörskyrtu. Stundum er
hún hvítur jakki, sem smellpassar í mátunar-
klefa í París en hentar engan veginn í lá-
réttri rigningunni í Reykjavík. Stundum er
hún rúskinnsskór sem enda innst í skó-
skápnum með stórum bletti á leið á nytja-
markað. Stundum er hún havaískyrtan sem
var svo flippuð í búðinni en eitthvað svo glöt-
uð heima. Eða kúbverski hatturinn sem gaf
manni kaldastríðslega dulúð við mátun en
svo er maður bara perralegur þegar heim er
komið.
Hún getur líka verið ferðabar sem var
akkúrat málið fyrir útskriftarveislu í garð-
inum en kemst svo hvergi fyrir og endar í
stofunni. (Hér er ekki útilokað að ég tali af
reynslu.)
Hörskyrtustundin er augnablikið þegar þú
mislest salinn og rennir í vafasaman brand-
ara, af því að þér finnst stemningin vera
þannig. Hún er stundin þegar þér finnst eins
og eitt glas í viðbót sé akkúrat það sem þetta
kvöld þarf á að halda. Jafnvel þótt barþjónn-
inn skilji þig ekki þegar þú reynir að panta
það. Hörskyrtustundin er líka þegar söngv-
arinn ákveður að bíða ekki eftir uppklappinu
og tekur þrjú mjög óumbeðin lög í viðbót.
Hörskyrtustundin er augnablikið þegar þú
finnur hin frábæru rök til að enda þras á Fa-
cebook og eyðir svo öllu kvöldinu í að út-
skýra hvað þú áttir raunverulega við. Hún er
líka stundin þegar þú segir hátt og skýrt að
það sé ekkert mál að leggja parket, vitandi
að þú hafir aldrei gert það og hafir ekki hug-
mynd um hvernig það gengur fyrir sig.
Hörskyrtustundin er seinni lakkríspokinn.
Eða fimmta serían af Lost. Hún getur verið
allt mögulegt.
Sumir virðast hreinlega leita að hör-
skyrtum. Þeir tala eins og þeir viti allt á
meðan allir, og stundum meira að segja þeir
sjálfir, gera sér grein fyrir því að þeir vita í
raun ekki neitt. Þeir virðast alltaf vera með á
hreinu hvað þeir eru frábærir og þurfa reglu-
lega að deila því með okkur.
Við þetta fólk vil ég bara segja eitt: Næst
þegar þú ferð til útlanda. Taktu með þér hör-
skyrtuna sem þú keyptir í síðustu ferð.
’Stundum er hún havaí-skyrtan sem var svo flippuðí búðinni en eitthvað svo glötuðheima. Eða kúbverski hatt-
urinn sem gaf manni kald-
astríðslega dulúð við mátun en
svo er maður bara perralegur
þegar heim er komið.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Hörskyrtustundin
Landslag kr. 5.400
Snúrusnilld kr. 2.000 Hreðkuskálar kr. 2.900-13.500
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17