Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2019 N ú lágu Danir í því! Hugtakið er þekkt en upp- tök þess ekki. Og Danir koma ekki við sögu frekar en aðrir. Og hér og nú tengist hún ekki áhuga Donalds Trumps á því að setja Grænland í innkaupakerruna með öðru því sem hann girnist. En nefna má að þar vestra voru þeir gamansömu fljótir til að bæta fréttina dálítið: „Trump forseti ætlar að kaupa Grænland og mun að láta Mexíkó borga það.“ „Tilboð Trumps forseta í Grænland sett á ís.“ „Herráðið kom saman í Pentagon og styður kaup Trumps á Grænlandi og einnig að Hvíta húsið verði flutt þangað, því að þá munu óvinir landsins ekki sjá það úr lofti. Það verður ósýnilegt eins og önnur snjóhús.“ Þarna lágu Danir í því En Danir lágu sem sagt í því núna af ástæðum ótengdum Trump. Og þeir sem lágu í því eru að þessu sinni íslenskir, eins og frumlegasta notkunin á máltækinu til þessa, sem var þegar Sigurður Sig, hinn frábæri íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins sagði: „Nú lágu Danir í því,“ eftir 14-2 sigur þeirra á okkur. En sem sagt þá hlupu margvísleg samtök og ein- staklingar á sig í tilefni af frétt um yfirvofandi komu leiðtoga tveggja vinaþjóða. Þá bregður svo við að öðrum gestinum er tekið fagnandi en hinn for- dæmdur. Það er þekkt að sumir láta hatur á Bandaríkj- unum heltaka sig af minna tilefni en þessu, einkum þó ef gestirnir eru ekki demókratar. Það er auðvitað út í hött að fordæma heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Íslands, enda sýnir hún vinsemd og virðingu í garð lands og þjóðar. Mike Pence er varaforseti þjóðar sem hefur í sögu- legu samhengi staðið betur með okkur en flestar ef ekki allar aðrar. Yfirlýsing Roosevelts forseta um viðurkenningu á sjálfstæði Íslands skipti sköpum árið 1944. Það er mikilvægasta verkefni fyrir sjálfstætt ríki að tryggja öryggi þess í bráð og lengd. Viðurkenning Bandaríkjanna og hervernd á váleg- ustu tímum, var forsenda þess að umheimurinn tæki yfirlýsingu um sjálfstæði alvarlega. Bandaríkin höfðu orðið við beiðni Íslands um her- vernd áður en að þau gerðust beinir þátttakendur í stríðinu. Til er fræg mynd þar sem Roosevelt sjálfur hefur dregið mörk austur fyrir Ísland og rökstyður að ákvörðun sín sé tekin, þrátt fyrir hlutleysisstefnu, með hliðsjón af Monnroe-yfirlýsingunni frægu. Vissulega er vitað að sú ákvörðun var ekki síst tekin vegna yfirvofandi innrásar herja Hitlers í Bretland og Churchill þrýsti mjög á að fá að losa breska herliðið héðan, svo að það gæti lagt sitt af mörkum við varnir lands síns. Íslendingar eru aðilar að Nato sem tryggir varnarumgjörð landsins. Meira að segja leiðtogar VG láta slagorðin víkja fyrir ráð- herrastólum í þeim efnum. Og allir sem eitthvað vita skilja að Nato yrði lítils virði án Bandaríkjanna. Trump forseti hefur jafnvel þurft að beita hörðu til að fá stórfjáð ríki eins og Þýskaland til að standa við marglofaðar skuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu. En skýringin sem gefin er fyrir ónotum og ill- indum í garð varaforseta þessa vinaríkis okkar nú er að hann hafi sem ríkisstjóri verið andvígur því að samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband. Sagt er að slíkir menn ættu ekki að fá að koma til lands- ins. Er mönnum alvara? Langflestir Íslendingar voru sömu skoðunar og Pence varaforseti í þessum efnum fyrir aðeins örfáum árum. Sjálfsagt eru ýmsir enn þessarar skoðunar og mega auðvitað vera það. Við hin, sem teljum að fyrrnefnd þróun hafi verið rétt og í takt við tíðarandann og miklu fremur fagn- aðarefni en hitt, höfum sjálfsagt mörg verið ann- arrar skoðunar áður, eða kannski í flestum tilvikum ekki leitt huga sérstaklega að þessu álitaefni, því það var ekki uppi á borðinu fyrr en baráttumenn hristu upp í þjóðarsálinni. Það var svo margt sem þurfti að laga gagnvart þessum hópi, að hjónabandið kom ekki fyrr en nokkuð seint á þó hraðri þróun eft- ir að hún hófst fyrir alvöru. Áður en umræðan breytti almenningsálitinu voru þeir sem voru hugs- andi eða á móti breytingunum örugglega í veruleg- um meirihluta. Það, hversu hratt tókst að breyta veruleika sem staðið hafði um aldir sem óskeikull hluti tilverunnar, sýnir að afstaðan byggðist að hluta til á gömlum vana þótt hún hefði að nokkru sótt styrk í trúar- legan skilning. Það er alveg fráleitt að banna mönnum að hafa þá afstöðu sem meginþorri þessar þjóðar hafði fyrir skömmu og að segja frá henni. En hitt, þetta sem varð til þess að Danir lágu í því í þessu skrítna máli, er að reyndin er sú að Merkel kanslari hefur verið miklu virkari í sinni neikvæðu Morgunblaðið/RAX Hver er fulla tréð í skóginum sem allir óttast? ’ Ef það er svo að öryggisventillinn sé bara innihaldslaust skraut til að plata íslenska þjóð þá stendur eftir að löggjafarvald þjóðarinnar hafi verið flutt úr landi. Enginn getur hafnað því að það væri ljótasta brot gagnvart stjórnarskrá landsins sem hægt væri að hugsa sér. Reykjavíkurbréf16.08.19 Jökulpollar milli Oksins og Þórisjökuls.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.