Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Síða 17
afstöðu en Pence varaforsti. Og Merkel gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Afstaða hennar var ekki refsiverð eða fordæmanleg enda pólitísk sannfæring leiðtoga kristilegu flokkanna tveggja í Þýskalandi. Sumir myndu segja að á þessum tíma hafi leiðtog- inn ekki aðeins þurft staðfestu heldur einnig kjark þegar straumurinn hafði algjörlega snúist og styrkst. En Merkel varð undir í flokknum sem laut ekki flokksböndum lengur varðandi þetta stefnu- mál. Samtök sem hatast út í afstöðu Pens varaforseta en fagna komu Merkel gefa til kynna að gamla, þreytta og hallærislega Bandaríkjahatrið ráði í rauninni ferðinni en ekki réttlætiskennd þeirra. En auðvitað mega talsmenn samtaka hafa hvaða skoðun sem þeir kjósa á pólitískum leiðtogum, inn- lendum sem erlendum, og láta hana í ljósi. En það er þá stórmannlegra að segja frá því hvað ráði af- stöðu þeirra og hvað ekki. Smámál sem engu skiptir Til eru menn sem skrifað hafa ótölulegan fjölda greina og birt hvar sem því verður við komið, um orkupakka þrjú. En það sérkennilega er að meg- ininntak þeirra er að það mál skipti engu eða nán- ast engu og snúist ekki um neitt sem máli skiptir. Það er eiginlega fagnaðarefni að þeir séu sann- færðir um þetta því ef þeir teldu að málið væri stór- mál sem skipti sköpum fyrir fullveldi þjóðarinnar væru þeir vísir til að skrifa þúsundir greina um efn- ið til að koma því í gegn. Dósent í lögfræði, sem áður hafði upplýst fjöldann um að ríki væri alltaf fullvalda, hvernig sem gengið væri á forræði þess yfir mikilvægum málaflokkum og hvaða boðvald ríkið færði öðrum, sagði Alþingi það nú síðast að yrði orkupakki ekki samþykktur hefði það afdrifarík póltísk áhrif! Hæpið er að þingmenn hafi kallað á dósentinn til að segja sér fyrir um pólitíska þýðingu þessa máls. Það er þó aldrei að vita. Og sé svo þá skilst betur hvers vegna svo mikil lögfræðileg léttúð og barna- skapur einkennir málflutning baráttumanna um skerðingu fullveldis. Þeir sem tala fyrir samþykkt málsins og jafnvel þeir áhrifamenn sem hafa snúist eins og skoppara- kringlur í málinu, og áður í Icesave, virðast hafa þá einu afsökun fram að færa að yrðu fyrirmælin frá Brussel ekki samþykkt þá myndi tilvera EES- samnings vera í hættu. Hvaðan hafa þeir það? Meira að segja dósentinn, sem hafði svo miklar pólitískar áhyggjur að hann vildi létta þeim af sér við þingheim, benti á að Ísland hefði aldrei (!) hafn- að innleiðingu tilskipunar. Landinu væri það að vísu heimilt samkvæmt EES-samningnum en dósentinn taldi að sú heimild væri einungis til að bregðast við algjöru neyðarástandi. Hvaðan í ósköpunum hefur dósentinn það? Það er ekki fótur fyrir því. Og síst í samningnum sjálfum. Inn og út um gluggann Formaður Sjálfstæðisflokksins gaf enga skýringu á því hvers vegna hann umpólaðist á fáeinum dögum í Icesave, öllum á óvart, ef frá er talin dapurlega klisjan um „ískalt mat“. Hann hafði talað á Alþingi af tilfinningahita og sannfæringu um fáránleika þess að samþykkja orkupakka 3. Upptakan er aðgengileg og full ástæða fyrir menn að hlýða á hana. Í hart nær ár var þetta boðskapurinn og hann stóð því ekkert ann- að var sagt. Öllum var því rótt. Hvenær hringsnúningurinn varð í þetta sinn er ekki vitað og ekki heldur hvers vegna hann varð. Eldsnemma á ferlinum var frú Thatcher ákölluð um að hringsnúast í frjálshyggjustefnu sinni. Svar hennar á því flokksþingi negldi hana niður sem ann- an mesta leiðtoga flokksins: „To those waiting with bated breath for that favourite media catchphrase, the ’U-turn’, I have only one thing to say: ’You turn if you want to. The lady’s not for turning!’ I say that not only to you but to our friends overseas and also to those who are not our friends.“ Frú Thatcher var forsætisráðherra í rúman áratug. Blekkingar En hin eina handfasta skýring sem gefin er fyrir þessum vandræðagangi nú gagnvart flokkssystkinum og þjóð virðist vera sú að EES-samningurinn sé ella í fullkomnu uppnámi. Ísland hafi hingað til alltaf hlýtt. Það er auðvitað miklu fremur til skammar en boðlegt fordæmi. En það er lágmarkskrafa að upplýst sé hver full- yrði þetta um EES-samninginn, þótt fullyrðingin stangist á við samninginn sjálfan og allt sem um hann var sagt við afgreiðslu hans á Alþingi. Dósentinn hefur eins og fyrr segir ekkert fyrir sér í sinni „lögskýringu“ um neyðarástandið, enda hélt fræðimaðurinn að hann hefði verið spurður um póli- tík! Hitt er nær öruggt að hefði einhver spáð því við samþykkt EES-samningsins fyrir aldarfjórðungi að Ísland myndi aldrei nýta sér almenna heimild sína til að hafna kröfu um innleiðingu, og það þótt hvað eftir annað yrði höggvið nærri stjórnarskránni, þannig að samanlagt væri um mörg og ótvíræð brot að ræða, þá hefðu flokkarnir þar ekki afgreitt málið. Sjálfstæðisflokkurinn myndi á þeim tíma hafa svar- ið að óhugsandi væri að „boðvaldið“ í orkumálum þjóðarinnar yrði flutt úr landi til yfirþjóðlegs valds, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það sjálfur svo vel úr ræðustól Alþingis. Ef svo ólíklega vildi til að þingið hefði, þrátt fyrir slíka stöðu, samþykkt samninginn þá leyfir bréfritari sér að fullyrða að þáverandi forseti Íslands hefði aldrei við þær aðstæður staðfest málið. Það hefði gengið í þjóðaratkvæði og verið kolfellt þar. Nú eru stjórnmálamenn hins vegar af fullkomnu ábyrgðarleysi að leitast við að snúa almenningi í landinu gegn EES-samningnum með því að fullyrða að sjálfur öryggisventill hans hafi verið blekking frá upphafi. Sá sami sem var ein forsenda þess að sér- fræðinefnd um lögmæti hans taldi að hann stæðist stjórnarskrá og forsenda þess að samningurinn var samþykktur. Ef það er svo að öryggisventillinn sé bara inni- haldslaust skraut til að plata íslenska þjóð þá stendur eftir að löggjafarvald þjóðarinnar hafi verið flutt úr landi. Enginn getur hafnað því að það væri ljótasta brot gagnvart stjórnarskrá landsins sem hægt væri að hugsa sér. Þjóð sem hefur ekki lengur vald yfir örfáum mikilvægum auðlindum sínum getur ekki hafa tapað þeim án þess að afsala sér hluta fullveldis síns um leið. Ógæfulegt framhald Sá orðrómur er hávær að nú standi yfir undirbún- ingur, með fullri aðkomu Sjálfstæðisflokksins, um að breyta stjórnarskránni þannig að auðveldara verði en nú er (!) að koma fullveldinu burt í hlutum. Því eru ekki hratt fækkandi flokksmönnum færðar upp- lýsingar um þá vinnu? Sumir, og það jafnvel starfs- menn í dómsmálaráðuneytinu, láta sig ekki muna um að ákveða að hluti dómsvaldsins hafi þegar verið fluttur úr landinu þótt það sé þvert á lög og þar með brot á stjórnarskrá. Og af hverju var lagaákvæðið um að Ísland væri óbundið af ákvörðunum Mann- réttindadómstóls sett? Jú, því hefðu ráðherrar og forseti skrifað undir slíkt og því líkt hefðu þeir brot- ið stjórnarskrána og mál út af því væri skylt að sækja fyrir Landsdómi gagnvart ráðherrunum. Hver var það sem sagði skjálfandi íslenskum ráð- herrum það að EES-samningurinn væri fyrir bí ef Ísland hlýddi ekki nýjustu tilskipuninni af þeirri óboðlegu ástæðu að mikill meirihluti þjóðarinnar væri á móti henni? Hver þá? Bréfritari var í eitt ár utanríkisráðherra eftir að hafa verið á fjórtánda ár forsætisráðherra. Þá fór þar fram efnislega eftirfarandi samtal: E (embættismaður): „Ráðherra. Ég verð að upp- lýsa ráðherrann um að ESB hefur þungar áhyggjur af afstöðu Íslands út af umræddu máli og mun bregðast hart við ef ekki verður snarlega bætt úr. R: Hefur hann sagt það? E: Hver? R: ESB? E: Það, meinarðu? R: „Það“ segir ekkert. Það er einhver sem segir það. E. Já R: Hver sagði það? E: Við höfum það frá fyrstu hendi. R: Fyrstu hendi hvers? E: Á æðstu stöðum. R: Fyrstu hendi hvers? E: Ég þarf að kanna hvort mér sé heimilt að upp- lýsa það. R: Þú færð hér með í senn heimild til þess og kröfu um að upplýsa ráðherra málaflokksins um það. E: Okkar maður var staddur í síðdegisboði í skóg- arlundi og átti þar trúnaðarsamtal við náinn aðstoð- armann yfirlögfræðings ESB sem kom þessum skilaboðum áfram svo ekki varð misskilið.“ Hver nú? Hver hefur núna hrætt íslenska ráðherra upp úr skónum með hótunum sem fá ekki staðist og skilið þá eftir í slíkri örvæntingu að aumkunarvert er upp á það að horfa? Er ekki nauðsynlegt að upplýsa það? Þetta er grundvallaratriði. Þetta er nefnilega eina röksemdin sem lifir í málinu. Hvað sem menn sömdu um í vor, geta menn ekki lokið málinu nema upplýst sé hver heimildin fyrir þessum hótunum er. Það gefur auga leið. Það getur ekki verið að aðstoðarmaður yfirlög- fræðingsins hafi aftur skokkað út í skóg. Eða getur það verið. Úti í skógi er mikið um full tré. Hver á núna ekki í fullu tré við aðstoðarmanninn? Á hans aumingjadómur að bitna á þjóðinni? Hún mun ekki taka því. Aldrei. 18.8. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.