Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Side 20
Chris Burkard er mik- ill ævintýramaður og lifir lífinu svo sannar- lega til hins ýtrasta. Morgunblaðið/Árni Sæberg aðra keppni af svipuðum meiði. Hann hjólaði þá frá Salt Lake City í Utah til Las Vegas í Nevada, 831 kílómetra, á rúmum 30 klukkustundum. Hjólar í öfgum „Þetta er svolítið fyndið því ég fór úr rigningu og kulda á Íslandi yfir í brennandi hita í Bandaríkjunum. Ég held að hitinn hafi farið upp í 43 gráður og auk þess var mjög þurrt, svo að líkaminn bregst við á allt ann- an hátt. Mér finnst þetta vera þær tvennar öfgar sem geta komið upp í keppnum sem þessum,“ segir Chris í samtali við blaðamann stuttu eftir keppnina. Spurður hvernig hann gat hugsað sér að taka þátt í keppni í líkingu við hringferðina á Íslandi svona stuttu seinna segir hann það aðallega hafa snúist um andlega þáttinn. „Ég sat á báti í Rússlandi í tvær vikur eftir keppnina á Íslandi og mér fannst ég hafa leyft líkamanum að hvílast. Í hreinskilni sagt tekur andlegi þátturinn í þessu öllu saman mun meira á. Á Íslandi var ég mjög óviss um hvort mér tækist að klára, þar sem ég hafði aldrei hjólað eins langa vegalengd áður. Í seinni keppninni, sem var styttri, fannst mér ég al- gjörlega undirbúinn þó að hún hafi verið mjög krefjandi.“ Byrjaði af krafti fyrir ári Hann hefur þó ekki stundað hjól- reiðar í langan tíma. „Fyrir fimm ár- um langaði mig að keyra minna svo að ég keypti mér ódýrt notað hjól og hjólaði á því í vinnuna. Ég byrjaði að hjóla nokkra kílómetra til og frá vinnu og hugsaði með mér: „Vá, þetta er ótrúlegt. Alveg magnað.“ Svo fór ég að hjóla lengri og lengri leið í vinnuna, fannst þetta svo gam- an að ég fór að eyða helgunum í þetta og á endanum hjólaði ég mitt fyrsta „century ride“ sem er 100 mílna ferð. Og allt þetta á sama gamla hjólinu,“ segir Chris og bætir við að það að vera úti og sjá alls kyns staði hafi verið aðlaðandi. Chris og eiginkona hans eiga hins vegar tvo unga syni og Chris segist hafa tekið tíma með þeim fram yfir tíma á hjólinu þar til fyrir einu ári þegar hann tók upp hjólið á ný. „Þá var orðið minna að gera og ég fór að hjóla eins mikið og ég gat. Ég skor- aði á sjálfan mig fyrir hverja helgi, sem dreif mig áfram. Það færir mér mikla ánægju að hjóla svona mikið,“ segir hann. Heyrði af erfiðri keppni Fyrir nokkrum árum, þegar hann var á Íslandi, heyrði Chris af hjól- reiðakeppni þar sem fólk hjólaði 1.400 kílómetra, hringinn í kringum landið. „Vinur minn sagði mér hvað þetta væri klikkuð keppni,“ segir Chris en hann hafi heyrt af fólki sem þurfti að taka á honum stóra sínum til þess eins að klára. Hann segir til- hugsunina við að hjóla í kringum Ís- land hafa verið eina þá mest spenn- andi sem hann gæti hugsað sér. Chris hefur komið til landsins hvorki meira né minna en 37 sinn- um þó að hann virðist ekki hafa töl- una fullkomlega á hreinu, skilj- anlega. Oft hefur hann komið hingað vegna vinnu, en hann fylgdi Justin Bieber um landið fyrir nokkrum árum. Hann segir Ísland hafa gefið sér mikið og því sé það draumur að hjóla um landið. „Sem ferðamaður á Íslandi fer maður vanalega frá bílnum og að staðnum sem maður vill skoða, og er í sífelld- um feluleik við veðrið. Þannig að ég velti fyrir mér hvernig það yrði að hætta þessum feluleik. Hvernig það Kaliforníubúinn Chris Burkardvar 19 ára og nýbyrjaður íháskóla þegar hann ákvað að hætta og einbeita sér að ljós- myndun. Leiðin á toppinn var löng og ströng og vann Chris fyrst sem lærlingur hjá tímariti áður en hann fékk fasta stöðu. Í dag vinnur hann sjálfstætt, er einn eftirsóttasti ljós- myndari heims, hefur unnið með mörgum af stærstu fyrirtækjum heims og heldur úti Instagram- reikningi þar sem milljónir manna skoða magnaðar myndir hans. Hann heldur auk þess fyrirlestra og skrif- ar einstaka greinar í tímarit. Chris, sem er 33 ára gamall, er mikill ævintýramaður og endur- spegla myndir hans það. Hann ferðast til allra heimshorna til að taka ótrúlegar landslagsmyndir sem og myndir af fólki við krefjandi að- stæður. Hann er líklega hvað þekkt- astur fyrir myndir af brimbretta- köppum í óvenjulegu umhverfi. En Chris lætur sér þetta ekki nægja. Hann hefur nú tekið upp hjól- reiðar af miklum krafti og gerði sér lítið fyrir og vann WOW-hjól- reiðakeppnina í einstaklingsflokki með nýju meti, hjólaði hringinn í kringum Ísland á rúmlega 52 og hálfri klukkustund. Fjórum vikum síðar var hann mættur aftur á hjólið og vann yrði að gefa sig allan á vald veðurs- ins.“ Fyrir keppnina lagði Chris mikla vinnu í æfingar og æfði við eins erf- iðar aðstæður og hann gat í heima- landinu. Hann hjólaði jafnvel heilu næturnar til að búa sig undir rúm- lega tveggja sólarhringa langa keppnina á Íslandi. „Andlega þjálf- unin var mikilvægust og ég held að þar fái maður mest fyrir sinn snúð. Ég vildi vita hvernig mér myndi líða þegar þetta yrði erfitt. Hvað ég myndi hugsa eftir 30 eða 40 klukku- stundir á hjólinu. Ég fór því oft ósof- inn út að hjóla í marga klukkutíma til að undirbúa mig,“ segir hann. En hvað skyldi þá vera næst á dagskrá hjá hjólreiðamanninum Chris Burkard, eftir að hafa klárað þessar tvær keppnir? „Það er svo margt annað sem ég elska að gera. Mér finnst til dæmis æðislegt að klifra. Maður þarf að setja slíka hluti á ís til að hjóla svona mikið, því æfingarnar taka svo mik- inn tíma. Ég vil halda áfram að hjóla eins mikið og ég get. Ég hef hins vegar aldrei verið sá sem vill stunda Chris hefur gert garðinn frægan með myndum af brimbretta- köppum með óvenjulegt en fallegt landslag í bakgrunn. Þessi er tekin við norðurströnd Íslands. Ljósmyndir/Chris Burkard Gefandi að þjást Bandaríkjamanninum Chris Burkard er margt til lista lagt. Hann er meðal vinsælustu ljósmyndara heims en lætur það ekki duga og setti nýtt met í WOW-hjólreiðakeppninni fyrr í sumar eftir að- eins ár æfinga. Honum er náttúruvernd á Íslandi umhuguð og hefur beitt sér fyrir því máli. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2019 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.