Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2019 LÍFSSTÍLL Pantaðu borð í síma 483 4700 | www.hverrestaurant.is HVER restaurant á Hótel Örk er fyrsta flokks veitingastaður, fullkominn fyrir notalegar gæðastundir með vinum, fjölskyldu eða vinnufélögum. GIRNILEGUROG SPENNANDIMATSEÐILL OPIÐ 11:30–22:00 ALLADAGA eina íþrótt allt sitt líf. Að stunda íþróttir er fyrir mér leið til að upp- lifa heiminn. Áskoranir sem mér finnst áhugaverðar eða spennandi draga mig að sér en ég þarf ekki að festa mig við eina íþrótt,“ segir Chris og bætir við að hann langi að hjóla meðfram endilangri strönd Kaliforníu og setja hraðamet á þeirri leið. Það er svipað löng leið og hring- ferðin um Ísland en felur í sér tals- vert meiri hækkun á leiðinni. Vill leggja sitt af mörkum Eins og fram hefur komið er Chris mjög hrifinn af Íslandi og hefur komið hingað oft til að vinna við hin ýmsu verkefni. Heimildarmynd hans, Under an Arctic Sky, fylgdi eftir brimbrettaköppum sem ferðast um landið í leit að góðum öldum. Í upphafi mánaðarins var hann hér við tökur á stuttri heimildar- mynd um vin sinn, ljósmyndarann og brimbrettakappann Erlend Þór Magnússon, eða Ella Þór. „Myndin fjallar um ljósmyndun, feril hans og föðurhlutverkið. Mig hefur langað að gera þetta lengi,“ segir Chris. „Það sem dró mig fyrst að Íslandi var að koma hingað til að smella af og taka upp brimbrettamyndir eða skrifa greinar um öldurnar við landið. Það er svo margt ótrúlegt fólk hér. Ég varð gagntekinn og ást- fanginn af landinu,“ segir Chris, sem kom hingað aftur og aftur vegna nýrra verkefna. Chris komst í tygi við Steinar Kal- dal, verkefnastjóra miðhálendis- þjóðgarðs, sem fræddi hann um stöðu náttúruverndar hér á Íslandi og vildi Chris ólmur eiga hlut að máli. „Ég fór að vinna með náttúru- verndarsamtökum á Íslandi til að gera eitthvað meira en að taka fal- legar myndir,“ segir Chris, en hann talaði til að mynda á Umhverfisþingi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í nóvember í fyrra. Honum finnst að allir ferðamenn ættu að kynna sér aðstæður náttúruverndar í þeim löndum sem þeir heimsækja, það sé í raun skylda þeirra. Landið hluti af honum Chris segir Ísland hafa komið hon- um í tengsl við dýpri hluta af sjálfum sér. Hann hafði ekki mikið á milli handanna á yngri árum, ferðaðist lít- ið og átti ekki einu sinni vegabréf. „Ég leit aldrei á mig sem umhverfis- verndarsinna eða einhvern sem var umhugað um umhverfið en það eru staðir eins og þessir sem hafa breytt mér sem manneskju. Þeir hafa sýnt mér fegurð heimsins og ég á þeim allt að launa.“ Chris þarf oft að takast á við erf- iðar aðstæður við vinnu sína, hvort sem það er vegna veðurs, erfiðs landslags eða annars. Hann þarf því að þjást að einhverju leyti við vinnu sína. Hann segir það þó mjög gef- andi. „Staðir sem láta mann þjást koma manni í betri tengsl við sjálfan sig. Það er ástæðan fyrir því að ég geri það sem ég geri og hvaða mann- eskju ég hef að geyma í dag,“ segir Chris og bætir við að Ísland eigi stóran þátt í mótun hans sem ein- staklings. Auðveld fórn Chris leggur sér að staðaldri engar dýraafurðir til munns. „Það er ekki vegna djúpstæðrar ástar á dýrum. Samfélög á norðlægum slóðum hafa í gegnum tíðina þurft að borða þann mat sem í boði er. Í dag er þó orðið auðveldara að sleppa dýra- afurðum. Ég geri það aðallega því ég vil hafa minni áhrif á náttúruna. Ég er stanslaust á ferðinni og til að jafna út áhrif mín að einhverju leyti er þetta mjög auðveld fórn að færa,“ segir Chris, en það getur verið erfitt að halda sig við þetta mataræði þegar hann er á ferðinni, það krefjist undirbúnings að hans hálfu. Hann segist fara einstöku sinnum út af sporinu á ferðum sín- um og vill ekki láta mataræðið koma í veg fyrir að hann kynnist fólki eða valda því að hann geti ekki verið með því. „Ég reyni að vera ekki óþolandi.“ „Chris, þú ert klikkaður“ Chris er aðeins 33 ára gamall en hefur náð ótrúlegum árangri sem ljósmyndari. Er blaðamaður forvit- inn að vita hvaða venjur hann hafi tileinkað sér til að ná þessum ár- angri. „Þetta er hálfgerð klisja en maður heyrir oft að maður þurfi að fara út fyrir þægindarammann og svo framvegis. Ég er sammála því en ég held að fólk átti sig ekki á því að á vissum tímapunkti verði það sem maður gerir, jafnvel eitthvað eins spennandi og ég vinn við, á end- anum þægilegt. Ég hjóla og reyni að skora á sjálfan mig við hinar ýmsu aðstæður og fólk segir: „Chris, þú ert klikkaður. Hvernig hefurðu tíma í þetta?“ En þetta geri ég til að fara út fyrir þægindarammann minn, sem ég veit að ég verð að gera. Það er mikilvægt að ýta sér á stað sem maður þekkir ekki, stað þar sem manni getur mistekist,“ segir Chris. Þegar vinnan verður of vana- bundin og auðveld þarf hann að skora á sjálfan sig á öðrum sviðum til að upplifa sömu gleðina og ljós- myndun færði honum við upphaf ferilsins. „Ég er alltaf að leita að nýjum leiðum til að uppgötva hver ég er sem manneskja og læra meira um sjálfan mig. Hvort sem það er að vinna að verkefnum sem tengjast náttúruvernd eða vinna að brim- brettamyndum,“ segir Chris, en hann stundar jóga reglulega og hef- ur öðlast réttindi sem jógakennari. Að ofangreindu má sjá að ávallt er mikið að gera hjá Chris og því hægara sagt en gert að púsla fjöl- skyldulífinu saman. Hann segist þurfa að útiloka hluti úr lífi sínu sem ekki skipti máli og það krefjist átaks að hans hálfu. Fyrir nokkrum árum hafi hann tekið eftir því að hann hafi eytt tímanum í slíkt og þurft að for- gangsraða. „Fjölskyldan er mikil- vægust,“ segir hann. Hann er í burtu frá konu og börn- um í um sex mánuði á ári en spurður segir hann það þess virði, að minnsta kosti þegar verkefnin sem hann vinnur að séu honum mikilvæg. „Verkefni sem eru ekki þess virði geta verið erfið. Það kostar tíma og orku að átta sig á því hvaða verkefni það eru,“ segir Chris Burkard. „Staðir sem láta mann þjást koma manni í betri tengsl við sjálfan sig,“ segir Chris um Ísland.’Það er mikilvægt aðýta sér á stað semmaður þekkir ekki, stað þarsem manni getur mistekist. Kuldaboli bærir oft á sér þegar myndað er við Íslandsstrendur eins og Chris hef- ur kynnst en hann segir mikilvægt að fara út fyrir þægindarammann, þótt klisja sé.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.