Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2019
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———
07.00 Strumparnir
07.25 Tindur
07.35 Mæja býfluga
07.45 Víkingurinn Viggó
07.55 Latibær
08.20 Blíða og Blær
08.40 Dagur Diðrik
09.05 Skoppa og Skrítla á
póstkorti um Ísland
09.25 Lukku láki
09.45 Ævintýri Tinna
10.10 Ninja-skjaldbökurnar
10.35 Friends
10.55 Friends
11.20 Ellen
12.00 Nágrannar
12.20 Nágrannar
12.40 Nágrannar
13.00 Nágrannar
13.20 Nágrannar
13.45 Strictly Come Dancing
15.05 Strictly Come Dancing
15.50 I Feel Bad
16.15 Masterchef USA
17.05 Sporðaköst
17.40 60 Minutes
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.55 Sportpakkinn
19.10 Steindinn okkar – brot
af því besta
19.40 Rikki fer til Ameríku
20.10 I Love You, Now Die
21.30 The Victim
22.30 Absentia
23.15 Snatch
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
19.00 Eitt og annað af hand-
verki
19.30 Ungt fólk og krabba-
mein; Magnea Karen
Svavarsdóttir (e)
20.00 Jarðgöng; sam-
félagsleg áhrif; þáttur
2
20.30 Heimildarmynd; Brotið
17.00 Times Square Church
18.00 Tónlist
18.30 Ísrael í dag
18.00 Bókahornið
18.30 Fasteignir og heimili
19.00 Mannamál – sígildur
þáttur
19.30 Smakk/takk (e)
20.00 Ísland og umheimur
20.30 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta
21.00 Smakk/takk
21.30 Suður með sjó
12.00 Everybody Loves Ray-
mond
12.20 The King of Queens
12.40 How I Met Your Mother
13.05 Bachelor in Paradise
14.30 Superstore
14.55 Gordon Ramsay’s 24
Hours to Hell and Back
16.00 Malcolm in the Middle
16.20 Everybody Loves Ray-
mond
16.45 The King of Queens
17.05 How I Met Your Mother
17.30 Top Gear
18.30 Top Gear: Extra Gear
18.55 Alone Together
19.45 Speechless
20.10 Madam Secretary
21.00 The First
21.50 Jamestown
22.40 Kidding
23.10 SMILF
23.40 Escape at Dannemora
00.40 The Disappearance
01.25 Seal Team
07.00 Fréttir.
07.03 Þjóðlagahátíð á Siglu-
firði.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Ljóðabókin syngur II.
09.00 Fréttir.
09.03 Samtal.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Reyk-
holtskirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
12.40 Veðurfregnir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Tengivagninn.
15.00 Grár köttur.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Sumartónleikar evr-
ópskra útvarpsstöðva.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Hyldýpi.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Orð um bækur.
20.35 Gestaboð.
21.30 Úr gullkistunni.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
00.05 Næturútvarp Rásar 1.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Begga og Fress
07.28 Minnsti maður í heimi
07.29 Sara og Önd
07.36 Hæ Sámur
07.43 Söguhúsið
07.50 Letibjörn og
læmingjarnir
07.57 Hvolpasveitin
08.20 Alvinn og íkornarnir
08.31 Ronja ræningjadóttir
08.55 Disneystundin
08.56 Tímon & Púmba
09.17 Sígildar teiknimyndir
09.24 Líló og Stitch
09.45 Flökkuhópar í
náttúrunni
10.35 Hið sæta sumarlíf
11.05 Ingimar Eydal
12.05 Rauði herinn
13.30 Svikabrögð
14.00 Á götunni
14.30 Ótamdir
16.15 Reykjavík, Reykjavík
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 Fuglabjargið Hornøya
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Veröld sem var
20.15 Viktoría
21.05 Dagur vonar
23.25 Sprenging
14 til 16 Tónlistinn Topp40
Eini opinberi vinsældalisti Íslands er sendur út á
K100 alla sunnudaga. Siggi Gunnars telur niður 40
vinsælustu lög landsins.
16 til 19 Pétur Guðjóns
Góð tónlist og spjall á sunnudags síðdegi. Pétur fylgir
hlustendum heim úr fríinu á sunnudögum, nú eða
skemmtir þeim sem eru svo heppnir að geta verið
lengur í fríi.
Fyrsta kynningar-
stiklan úr róman-
tísku gamanmynd-
inni Last Christmas
hefur nú litið dagsins
ljós. Söguþráður
myndarinnar vefst
um lög tónlistarsnill-
ingsins George Mich-
aels. Emilia Clarke
og Henry Godling
fara með aðal-
hlutverk en leik-
konan Emma
Thompson, sem
einnig leikur í mynd-
inni, er annar handritshöfunda. Last Christmas verður
án efa jólamyndin í ár en væntanlegur útgáfudagur er
8. nóvember næstkomandi. Í stiklunni má heyra lög
með WHAM og einnig Freedom 90 með George Mich-
ael. Horfðu á stikluna á k100.is.
Jólamyndin í ár
Enda þótt meira en þrír áratug-ir séu liðnir frá andláti for-sprakkans Phils Lynotts er
írska rokksveitin Thin Lizzy enn í
fullu fjöri og hefur nýlokið tónleika-
ferð um Evrópu. Listinn yfir menn
sem komið hafa við sögu hins forn-
fræga bands, sem stofnað var árið
1969, er farinn að slaga upp í gömlu
góðu símaskrána, en sá síðasti sem
slóst í hópinn er enginn annar en
Troy Sanders úr bandaríska progg-
málmbandinu Mastodon, sem plokk-
aði bassann á téðum túr á dögunum
af sinni alkunnu snilld. Óhætt er að
hnýta því hér við að Sanders heyrir
til hópi Íslandsvina, en Mastodon
hefur í tvígang troðið upp hér í fá-
sinninu, síðast á Rokkjötnum á Hlíð-
arenda árið 2015.
Synd væri að segja að Thin Lizzy
sé að viðra nýtt efni á tónleikum sín-
um í seinni tíð, en síðasta breiðskífa
sveitarinnar, Thunder and Light-
ning, kom út árið 1983. Lynott sál-
aðist þremur árum síðar eftir lang-
varandi rimmu við fíkniefni.
Enginn upprunalegur
Enginn upprunalegur meðlimur er
enn til staðar í Thin Lizzy, en gítar-
leikarinn Eric Bell hætti sem kunn-
ugt er á miðjum tónleikum á gaml-
árskvöld 1973; henti bæði gítarnum
og magnaranum út í áhorfendahafið
og strunsaði á dyr. Og hefur ekki
sést síðan.
Trymbillinn Brian Downey lék inn
á allar plötur Thin Lizzy en hvarf á
braut skömmu eftir fráfall Lynotts.
Þeir Bell eru báðir enn á lífi.
Af núverandi bandingjum á Scott
Gorham gítarleikari lengsta sögu, en
hann var í Thin Lizzy frá 1974 til
1983 og aftur frá 1996. Darren
Wharton hljómborðsleikari gekk
fyrst í bandið 1981, Ricky Warwick
söngvari 2010, Damon Johnson
gítaristi 2011 og Scott Travis trym-
bill 2016, en hann er þekktastur fyrir
veru sína í Judas Priest.
Það væri að æra óstöðugan að
nefna alla þá menn sem komið hafa
við sögu Thin Lizzy þessa hálfu öld
sem bandið hefur starfað en skoðum
þó suma.
Margir tengja gítarvirtúósinn
Gary heitinn Moore við Thin Lizzy
og vissulega kom hann lítillega við
sögu á fyrstu plötunum. Hann gekk
hins vegar ekki í bandið fyrr en 1974;
hætti skömmu síðar og sneri aftur
1978. Moore tók aðeins fullan þátt í
gerð einnar breiðskífu, Black Rose:
A Rock Legend 1979.
Nokkrir málmhausar
Málmhausum eru nokkur nöfn töm,
svo sem annað gítarséní, John
Sykes, sem var í Thin Lizzy frá 1982-
83; gítarleikarinn Vivian Campbell
og trymbillinn Tommy Aldridge, en
þeir komu mun síðar við sögu bands-
ins. Allir hafa þeir líka verið í White-
snake; öðru langlífu rokkbandi þar
sem starfsmannavelta hefur jafnan
verið mikil. Að ekki sé talað um
gítarleikarann Richard Fortus, sem
kom hingað til lands með Guns N’
Roses á síðasta ári. Þeir leynast víða,
Íslandsvinirnir.
Midge Ure, sem jafnan er kennd-
ur við breska nýbylgjubandið Ultra-
vox, var til skamms tíma í Thin Lizzy
eftir að Gary Moore lét sig hverfa
1979. Þá söng sjálfur Sir Bob Geldof
með sveitinni á einum tónleikum eft-
ir andlát Lynotts, en þeir voru
haldnir til styrktar atvinnulausum í
Dyflinni sumarið 1986. Geldof gamli
er sjaldan langt undan þegar leggj-
ast þarf á árarnar með lítilmagn-
anum.
Loks má ekki gleyma Snowy
nokkrum White, gítarleikara, sem
var í Thin Lizzy í bláupphafi níunda
áratugarins. En þó, merkilegt nokk,
aldrei í Whitesnake. Hver man ekki
eftir honum? orri@mbl.is
Troy Sanders í eldmóð með Mastodon á Rokkjötnum fyrir fjórum árum.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
LENGI LIFIR Í GÖMLUM GLÆÐUM
Seint þynnist
Lizzy
Phil heitinn Lynott var allt í öllu í Thin
Lizzy meðan hans naut við.