Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Side 32
SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2019
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
SINFONIA er einstaklega þægileg dýna með 7
hægindalögum. Lögin eru samsett úr hágæða svampi
og lagi úr náttúrulegu Talalay-latexi sem saman gefa
mýkt og stuðning á réttum svæðum. Sinfonia er með
5 svæðaskiptu pokagormakerfi og stýrist hreyfing
gormanna af mismunandi þunga líkamssvæða. Þannig
veitir dýnan alltaf hárréttan stuðning. Gormakerfið
er mýkra á axlasvæðum og við mjóbak til að halda
réttri sveigju á líkamanum alla nóttina. Steyptar
kantstyrkingar gefa þér um 25% meira svefnrými og
eykur það endingu dýnunnar. Áklæðið utan um dýnuna
er úr 100% bómull og andar einstaklega vel.
Í tilefni 25 ÁRA AFMÆLIS BETRA BAKS höfum við
í náinni samvinnu við sérfræðinga SERTA, stærsta
dýnuframleiðanda veraldar, sérhannað og framleitt
Sinfoniu, einstaka heilsudýnu fyrir viðskiptavini sem
kjósa gæði og gott verð.
S TÆRS T I DÝNU -
FRAMLE IÐAND I
VERALDAR
25 ÁRA AFMÆLISDÝNA BETRA BAKS
Sinfonia
SERTA SINFONIA
ÓTRÚLEGT AFMÆLISVERÐ
STÆRÐ
AFMÆLISVERÐ
STÖK DÝNA
AFMÆLISVERÐ
MEÐ COMFORT
BOTNI OG FÓTUM
120x200 cm 65.900 kr. 103.940 kr.
140x200 cm 72.900 kr. 115.875 kr.
160x200 cm 79.900 kr. 133.375 kr.
180x200 cm 89.900 kr. 152.060 kr.
180x210 cm 95.900 kr. 166.745 kr.
192x203 cm 99.900 kr. 170.745 kr.
OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN
VEFVERSLUN
www.betrabak.is
„Hinir árlegu tónleikar FM Belfast í Havarí eru löngu orðnir
goðsögn. Þau slá botninn í sumarið og rífa þakið endanlega af
hlöðunni!“ segir á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar Havar-
ís, en FM Belfast stígur þar á svið stundvíslega klukkan 21 í
kvöld, laugardagskvöld, og hnýtir þar með endahnút á við-
burðaríkt tónleikasumar, þar sem fram hafa komið Geirfugl-
arnir, Mr. Silla ásamt Jae Tyler og Hjálmar, að ekki sé talað um
Búkalú um lönd og lendar, fullorðins fjölbragðasýningu með
fjölda innlendra og erlendra kabarettlistamanna.
Havarí er til húsa á Karlsstöðum í Berufirði í Djúpavogs-
hreppi, en þar búa hjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Ey-
steinsson ásamt börnum. Þar starfrækja þau gistiheimili, tón-
leikastað, matstofu, snakkgerð og menningarstarfsemi undir
merki Havarís. Eitt af höfuðmarkmiðum Havarís er að bjóða
heimamönnum og ferðafólki upp á hressandi viðburði.
Liðsmenn FM Bel-
fast spara sig sjald-
an á tónleikum.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Þakið rifið af hlöðunni
Menningarmiðstöðin Havarí er til húsa á Karls-
stöðum í Berufirði í Djúpavogshreppi.
Ljósmynd/havari.is
FM Belfast kemur fram á síðustu tón-
leikum sumarsins í Havaríi í Berufirði.
„Steingrímur Sveinsson, sem
fluttist til Reykjavíkur 1932,
hringdi til Mbl. í gær og sagði: –
Hafið þið tekið eftir því að Esjan
er snjólaus?“
Með þessum orðum hófst
frétt á baksíðu Morgunblaðsins
á þessum degi fyrir sextíu árum,
18. ágúst 1959.
Síðan skýrði Steingrímur frá
því að hann hefði fylgst
nákvæmlega með Esju á
hverjum degi síðan hann flutt-
ist til bæjarins og væri þetta í
þriðja skipti sem hann hefði
séð hana snjólausa. Hann kvað
hana einnig hafa orðið snjó-
lausa sumarið 1939 sem var
hlýtt og gott sumar svo og 18.
eða 19. ágúst 1954, en það
sumar var einnig mjög gott.
Morgunblaðið spurði Stein-
grím hvenær hann hefði fyrst
veitt því eftirtekt þarna um
sumarið að alla snjóa hefði leyst
af Esjunni og sagði hann að það
hefði verið sunnudaginn áður.
„Ég man aldrei eftir að hafa séð
hana eins snjólétta og síðastlið-
inn vetur, bætti hann við, og hélt
að hún yrði snjólaus í byrjun
sumars, en það varð ekki vegna
kuldanna,“ stóð í fréttinni.
Þegar Steingrímur var spurð-
ur hvort honum fyndist Esja feg-
urri snjólaus eða með hvítum
skellum svaraði hann að sér
fyndist hún alltaf jafnfögur.
GAMLA FRÉTTIN
Esjan
snjólaus
Esjan á fallegum sumardegi. Hér um bil snjólaus. Skógarkerfill í forgrunni.
Morgunblaðið/Sverrir
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Rutger Hauer
kvikmyndaleikari
Jón Ólafsson
athafnamaður
Trond Bjørndal
norskur prófessor