Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Blaðsíða 13
1.9. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Aðalvík er allstór vík eða lítill flói sem
liggur opinn móti vestri og norðvestri
nyrst á Vestfjörðum. Hún er ekki hluti af
Hornströndum sem liggja nokkru austar
eða milli Hælavíkur og Hornbjargs.
Byggð stóð allt frá landnámi og helstu
byggðarkjarnar risu á Látrum, í Miðvík
og á Sæbóli.
Jörðin Látrar (Látur) í norðanverðri
Aðalvík taldist 16 hundruð að fornu mati.
Á síðari öldum var gjarnan búið þar á
tveimur til þremur bæjum en jörðin
skiptist smátt og smátt í nokkra hluta og
með auknum umsvifum í útgerð var þar
orðið lítið þorp með 110 íbúum á 16
heimilum árið 1920. Svipaður byggðar-
kjarni varð til á Sæbóli í sunnanverðri vík-
inni og kirkja á Stað. Aðalbjargræðið á
Látrum var jafnan sjávarafli og búskapur
til stuðnings. Flest heimili unnu útvegs-
bændunum sem lögðu til lóðir undir hús
og einhverjar túnslægjur en kaupmenn
eignuðust hluta jarðarinnar vegna versl-
unarskulda og eignarhaldið dreifðist við
lögerfðir. Formlegir eignarhlutar jarðar-
innar voru átta að tölu árið 1950.
Byggð í Aðalvík grundvallaðist á smá-
bátaútgerð og tók að þynnast á stríðs-
árunum síðari. Skortur var á fram-
kvæmdafé til hafnarmannvirkja fyrir ört
stækkandi fiskibáta og tíndust íbúarnir á
brott hver af öðrum líkt og í öðrum af-
skekktum byggðum þegar ný kynslóð
hleypti heimdraganum í leit að betri lífs-
afkomu sem gafst í þéttbýlinu. Síðustu
ábúendurnir í Aðalvík fluttu á brott
haustið 1952 enda þá orðið læknislaust í
hreppnum og reglubundnar ferðir Djúp-
bátsins frá Ísafirði aflagðar sökum fólks-
fæðar.
Lagt á brekkuna að Ystabæ á fjórhjóli
æskuvinarins af næsta bæ, Hinriks Vagns-
sonar. Ökumaðurinn er Jón Hinriksson.
Síðustu ábúendur fluttu 1952
úti á skíðum og skautum á veturna. Við vorum
með góðan kennara í skólanum á Látrum,
Kristínu Jóhannesdóttur frá Skáleyjum, sem
kenndi okkur allt mögulegt. Ætli við höfum
ekki verið á bilinu fimmtán til tuttugu, börnin í
skólanum. Það var eina skólaganga mín og ég
held að það sé bara allt í lagi með mig, orðinn
níræður.“
Amma mín var frá Látrum, fædd 1926, og ég
spyr Kristbjörn hvort hann muni eftir henni.
Hann heldur það nú og telur upp allan syst-
kinahóp hennar í aldursröð.
„Þetta getur hann rakið,“ segir Friðþór og
brosir til föður síns.
„Svona lagað gleymist ekki. Fólk heldur að
ég sé að ljúga þegar ég rifja þessa hluti upp en
svo er ekki,“ segir Kristbjörn.
Það er hér með staðfest.
Sú skrýtna skepna minnið nær eins og geng-
ur ekki síst yfir það sem er lengst frá okkur í
tíma. „Þrátt fyrir að vera kominn með alz-
heimer-sjúkdóminn mundi móðurbróðir minn
allt frá gamalli tíð og leiðrétti gjarnan okkur
hin,“ segir Kristbjörn.
Spurður hvort hann hafi aldrei fundið til
smæðar samfélagsins í Aðalvík og einangrun-
arinnar hristir Kristbjörn höfuðið. „Nei, nei,
maður þekkti svo sem ekkert annað. En maður
er manns gaman og við kunnum að leika og
skemmta okkur, krakkarnir. Okkur leið alveg
skínandi vel.“
Hann situr suður í Reykjavík
Sumt er minnisstæðara en annað úr bernsk-
unni, eins og þegar fyrsta útvarpstækið kom í
Ystabæ, sennilega 1937. Þótti það mikið und-
ur.
Kristbjörn rifjar upp skemmtilega sögu í því
sambandi. „Gömul kona, Steinunn Einars-
dóttir, vinkona ömmu, kom reglulega í heim-
sókn, meðal annars til að færa mér spýtu-
kubba til að tálga, sem ég hafði yndi af.
Útvarpið var í svokallaðri skonsu inn af eld-
húsinu og Steinunn heyrði gjarnan óminn af
því þegar hún kom í kaffi. Eftir nokkur skipti
tók hún á sig rögg og spurði ömmu: Er þessi
maður sem er sítalandi þarna inni í skonsunni í
fæði hjá þér, Þórunn mín? Nei, svaraði amma
með hægð. Hann situr nú suður í Reykjavík,
blessaður, en kemur gegnum loftið! Þá var
Steinunni gömlu allri lokið.“
Svo var það þegar Kristbjörn var sendur átta
ára gamall, ásamt vini sínum Jóni Vagnssyni,
yfir á Hesteyri að sækja sykur og kaffi. Það var
dagleið, fram og til baka. Er þeir nálguðust
kauptúnið brá þeim heldur betur í brún. „Við
sáum eitthvert grátt kvikindi nálgast okkur og
það voru óhljóð í því, þannig að við sáum þann
kost vænstan að fela okkur bak við stein.“
– Hvað var þetta?
„Það heitir víst bíll. Svoleiðis farartæki höfð-
um við Jón aldrei séð fyrr. Þegar bíllinn kom
nær söfnuðum við kjarki og fengum að sitja í;
ég inni í bílnum og Jón stóð á brettinu. Það var
mikil upplifun.“
Maður getur rétt ímyndað sér.
Villidýrið hennar Möggu
Þegar flest var bjó Kristbjörn ásamt móður
sinni, stjúpa og þremur systkinum í um 20
fermetrum á sjávarkambinum í Aðalvík. Í
minningunni var þó aldrei þröngt um fjöl-
skylduna og hann fann ekki fyrir fátækt.
„Sjórinn bjargaði miklu en móðir mín eign-
aðist aldrei skepnur um dagana. Einhverjar
skepnur voru í Aðalvík en það var algjör
aukabúgrein hjá fólki.“
Rúmin í húsinu voru naglföst nema lítill dív-
an sem Kristbjörn átti og þegar gormarnir
fóru að ganga upp úr honum var gömul skáp-
Kristbjörn Eydal mun
hugsa hlýlega til Aðal-
víkur meðan hann lifir.