Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2019 LESBÓK Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: MÁLMUR „Kynjahlutföllin virðast vera 50/50. Það er hálfgeggjað þegar maður hugsar tuttugu ár aftur í tím- ann; þá voru þetta einkum og sér í lagi átján ára dúddar í svörtum ermabolum,“ segir Lars Ulrich, trymbill Me- tallica, í samtali við San Francisco Chronicle, og á þar við breytinguna sem orðið hefur á gestum á tónleikum málmbandsins gegnum árin. Ekki nóg með það, gest- irnir virðast einnig vera á öllum aldri. Ulrich er sér- staklega ánægður að sjá unga fólkið enda bendi það til þess að Metallica eigi ennþá erindi. Nýlokið er Evr- óputúr þar sem bandið lék fyrir allt að 80.000 manns á kvöldi. „Svei mér þá! Hver hefði trúað því að eftir meira en þrjátíu ár þá væri þetta ennþá að gerast,“ segir Ul- rich í viðtalinu. „Það er galið!“ Þar sem kynin koma saman Ulrich í essinu sínu á heimavelli í Kaupmannahöfn í sumar. AFP SPJALL Kryddpían Mel B. situr sjaldan auðum höndum og nú ferðast hún um heimaland sitt, Bretland, með einskonar uppistands- eða spjall- sýningu, þar sem hún lítur yfir farinn veg. Víða mun vera komið við en Mel B. braust úr örbirgð til bjargálna og rúmlega það með Kryddpíunum fyrir um tveimur áratugum en hefur átt held- ur erfitt uppdráttar undanfarin ár og býr nú heima hjá móður sinni í Leeds. Hún hafnar því þó víst alfarið í sýningunni að hún sé á kúp- unni. Mel B. kemur einnig inn á tvíkynhneigð sína í sýningunni en ekki fylgir sögunni hvort hún minnist á sinn gamla ástmann Fjölni Þorgeirsson. Mel B. lítur yfir farinn veg um þess- ar mundir. Reuters Layne Staley var í Alice in Chains. Bandvitleysa RUGL Grönselskum lesendum brá heldur betur í brún þegar þeir flettu Sunnudagsblaðinu sínu um liðna helgi og því var fullum fetum haldið fram að Layne heitinn Staley hefði verið söngvari Pearl Jam. Það er að sjálfsögðu þvættingur; Staley söng með allt öðru grönsbandi, Alice in Chains. Eddie Vedder var og er söngvari Pearl Jam. Bæði bönd eru frá Seattle í Bandaríkj- unum og að vonum heilbrigður ríg- ur milli þeirra sem gerir málið ennþá alvarlegra. Jafnvel má líkja þessu við að ruglast á KR og Val. Sunnudagsblaðið blygðast sín að sjálfsögðu vegna ranghermisins og biðst auðmjúklega velvirðingar á þessari bandvitleysu. Það var virkilega óþægilegt aðsitja í kvikmyndahúsinu oghlusta á fólk hlæja að föður mínum. Ég hef brunnið fyrir að vekja fólk til vitundar um það hver Bruce Lee var og hvernig hann hagaði sínu lífi ... Því var öllu sturtað niður um klósettið með þessari túlkun; faðir minn gerður að hrokafullum box- púða.“ Þetta sagði Shannon Lee, dóttir bardagalistamannsins og leikarans Bruce heitins Lee, við vefsíðuna The Wrap eftir að hafa séð nýjustu kvik- mynd Quentins Tarantinos, Once Upon a Time ... in Hollywood. Hlutur föður hennar í myndinni, sem byggist að sumu leyti á sönnum atburðum, er vægast sagt umdeildur og margir aðdáendur Bruce Lee deila þessari upplifun með dóttur hans. Í téðu atriði rís ágreiningur milli Bruce Lee og einnar aðalpersón- unnar í Once Upon a Time ..., áhættu- leikarans Cliffs Booth, á kvikmynda- setti. Lee er að leggja hópi áhættuleikara lífsreglurnar og Booth maldar í móinn; þykir Lee augljós- lega vera meiri í orði en á borði; með- al annars vegna þess að Lee fullyrðir að hann gæti breytt Muhammed Ali í öryrkja. Það verður til þess að Lee skorar Booth á hólm, í þriggja lotu bardaga á staðnum. Lee vinnur Cliff Booth (Brad Pitt) tekur Bruce Lee (Mike Moh) mið- aldatökum í Once Upon a Time ... in Hollywood. Hlegið að föður mínum Bruce Lee þykir fá á baukinn í nýju Tarantino- myndinni, Once Upon a Time ... in Hollywood svo dóttur goðsagnarinnar og aðdáendur svíður undan. Það vekur spurningar um ábyrgð höfunda þegar unnið er með persónur sem voru eða eru til. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Bruce Lee er af mörgum talinn einn fremsti bardagalistamaður sögunnar. Lee Jun-fan, sem seinna tók sér nafnið Bruce Lee, fæddist í San Francisco árið 1940; af foreldri frá Hong Kong og ólst þar upp. Hann fluttist átján ára gamall til Bandaríkjanna og nam meðal annars leiklist og heimspeki. Lee þykir einn fremsti bardaga- listamaður sögunnar en gerði það einnig gott á hvíta tjaldinu og sjónvarpsskjánum, þar sem hann sló í gegn í þáttunum The Green Hornet. Oft er sagt að Bruce Lee hafi átt snaran þátt í að breyta því hvernig mynd var dregin upp af Asíubúum í bandarísku bíói. Lee þjálfaði marga kunna leikara í bardagalistum, þeirra á meðal Steve McQueen, James Coburn, Chuck Norris og Sharon Tate, auk körfuboltakappans Kareems Abdul-Jabbar. Lee lést árið 1973, aðeins 32 ára, og var banamein hans vökva- myndun í heila. Sonur hans, Brandon Lee, lést aðeins 28 ára árið 1993, af völdum voðaskots við tökur á myndinni The Crow. Lést langt um aldur fram Bruce Lee með son sinn, Brandon. Þeysireið yfir móa og Mel

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.