Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Blaðsíða 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2019 fleiri skynfæri í það. Maður þarf að passa orðin sín. Tóninn í röddinni þegar þú talar við ein- hvern. Hvernig þú segir eitthvað.“ Hún segir orð hafa gríðarleg áhrif, bæði á okkur sjálf og annað fólk, og þess vegna sé mikilvægt að gæta orða sinna. „Fólki finnst oft asnalegt að hrósa ein- hverjum því það heldur að honum líði svo dásamlega vel og allt sé svo gott hjá honum. En við þurfum öll orð. Orð eru orka og sú orka eyðist aldrei. Ein setning getur breytt öllu. Svo í hvert skipti sem maður dreifir þessari orku er maður að byggja upp lífið, og með hverri hugsun og hverju orði byggirðu upp líf þitt,“ útskýrir Sigga. „Við viljum svo oft nota orðin gegn okkur sjálfum: „Ég var alveg ómöguleg!“ „Ég er svo ömurlegur!“ Þá byrjar þú að koðna. Þér byrjar að líða illa og verða þunglyndur og einangra þig. Því orðin eru álög.“ Við þurfum að skilja eftir okkur góða hluti og góðar setningar um allt,“ segir Sigga. „Stjörnuspáin mín er byggð upp á setn- ingum. Ég set eins mikinn kraft og ég get í hverja setningu.“ Þegar þú talar við einhvern þarftu að tala inn í sálina. Ég logga mig inn í augun eins og þegar ég logga mig inn í tölvuna þótt það sé hópur af fólki að tala við manneskjuna.“ Sigga segir einnig mikinn mun á því sem við segjum og því sem við skrifum niður. „Þá sérðu það og skrifar það niður í ævisöguna þína. Það er mikilvægt að nota orðin og skrifa hvað þú vilt að gerist í lífi þínu. Því ef þú veist ekki hvað þú vilt færðu bara eitthvað tilviljunarkennt. Maður þarf að vita hvað maður vill eða hvað maður vill ekki. Það er eiginlega auðveldara að vita hvað maður vill ekki, því þegar maður veit hvað maður vill ekki getur maður reynt að gefa því ekki mátt með því að segja það eða skrifa,“ segir Sigga. „Þetta er eins og þú sért að fara í ferðalag: Ef þú ert tiltölulega ábyrgur þá gerirðu þér smá plan. Þannig er lífið. Ef þú ætlar á Snæ- fellsnes, þá ferðu ekki á Höfn í Hornafirði. Vaknaði sem Garðbæingur Ég ólst upp á Snæfellsnesi, í Eyjahreppi, sem var minnsti hreppur á landinu. Það er ljóð um hann: Fimm eru holt í Eyjahrepp út einn er þó bærinn stakur þau eru kennd við hrók og hrút hömlu, söðul, akur. Ég ólst upp í rosalega mikilli fátækt,“ segir Sigga. „Ég tók aldrei eftir því þótt það væri ekki mikið dót eða neitt. Það voru hænur og hestar og krakkar og mér fannst það dásamlegt.“ Fjölskylda Siggu flutti til Hafnarfjarðar þegar hún var 11 ára og hún hóf nám við Öldu- túnsskóla, en það var í fyrsta skipti sem hún kom á höfuðborgarsvæðið. „Fólkið í kringum mig hafði mikil áhrif á mig. Amma mín sérstaklega. Amma og afi bjuggu í litlu húsi við Haffjarðará. Við hliðina á húsinu var heitt vatn, þar sem börnin sjö voru böðuð. Ég fór þangað einu sinni með dóttur minni og eins og áður var gert fór ég berröss- uð ofan í en þá keyrði framhjá rúta full af Jap- önum. Síðan þá hef ég haft með mér baðföt. Ég var í Öldutúnsskóla út 10. bekkinn og fór svo í Flensborg. Ég staldraði reyndar ekki lengi við þar. Ég skúffaðist svo hingað út á Álftanesið og er búin að vera hér í 25 ár,“ segir Sigga. „Ég ætlaði aldrei að búa Garðarbæ en al- mættið þekkir ekki orðið ekki. Ég flutti út á Álftanes og vaknaði einn daginn sem Garðbæ- ingur. Það er samt dásamlegt að búa hérna. Þegar þú keyrir út á Álftanesið keyrirðu inn í aðra tíðni. Það er eins og áhyggjurnar verði eftir á ljósunum í Hafnarfirði.“ Tvítug vann Sigga þjónustustörf, meðal annars við að kynna vörur Íslensk-ameríska verslunarfélagsins í búðum. „Mér finnst skipta máli að gera vinnuna sína hamingjusama. Ekki bíða eftir að vinnan geri þig hamingjusama. Gerðu vinnuna hamingju- sama,“ segir Sigga. Það er aldrei langt í lexí- urnar þegar hún er annars vegar. „Þegar ég var að alast upp í sveitinni var úti- kamar, það voru ekki rafmagnsljós eða sjón- varp. Það voru allir að spá í bolla. Það var allt- af lagður bolli á ofninn. Mér þótti þetta ekkert ofboðslega merkilegt. Alveg eins með álfana og huldufólkið. Það var miklu eðlilegra og ekk- ert sérstaklega áhugavert. Við lifðum miklu meira inni í náttúrunni. Lífið var öðruvísi, orkan var öðruvísi. Það er eins og hraðinn hafi aukist. Við höfum látið klukkuna fara hraðar.“ Faðmaðu tré Sigga er ekki bara spákona heldur er hún einn vinsælasti veislustjóri landsins auk þess að vera grínisti. Hún segist þó vilja leggja meiri áherslu á að veita fólki innblástur til að lifa betra lífi og dreifa jákvæðni og gleði. „Ég var rosalega mikið í gríninu. Ég var með uppistand og partíbingó og fleira og það var farið að heltaka mig. Ég var átján ára þeg- ar ég ákvað að snerta hjörtu fólks. Ég vildi skrifa og halda fyrirlestra.“ Ég spyr hana hvort hún hafi heilræði fyrir lesendur Sunnudagsblaðsins. Hún segir fólk þurfa að leggja á sig til að vera hamingjusamt. „Hamingjan bankar ekki, hún kemur ekki með Domino’s-pítsunni. Allir sem hafa náð árangri í lífinu, sama hvað það þýðir að ná árangri, hafa náð árangri vegna þess að þeir setja góða orku út í heiminn.“ Hún segir hamingjuna einnig leynast í litlu hlutunum í lífinu. „Litlu hlutirnir skipta mestu máli og maður þarf ekki að fara hálfan hnöttinn til að finna þá. Þegar þú ferð að taka eftir því litla fer hug- urinn í það stóra,“ segir Sigga. „Jörðin er mjög orkumikil,“ heldur hún áfram. „Það þarf stundum að njóta náttúrunn- ar, leggjast á jörðina og fá frá henni orku. Fólk ætti að vera duglegra að faðma tré. Þegar ég faðma tré – og ég geri það mikið – finnst fólki það eðlilegt. Ég hef leyfi til þess. Það á að vera eðlilegt fyrir alla. Þegar þú faðmar tré ertu með ræturnar fyrir neðan þig og þau gefa frá sér einhverja orku. Ég hef svo mikla trú á jörðinni, hún hefur rosalegt minni.“ Að lokum þylur Sigga upp ljóð sem hún seg- ir vera sitt mottó: Trúðu á mátt þinn og megin, trúðu að sá máttur sé þinn eigin, vertu lífinu feginn, þá ratar þú rétta veginn. Sigga mun halda úti sinni sívinsælu stjörnuspá á mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg ’Ham-ingjanbankar ekki,hún kemur ekki með Domino’s- pítsunni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.