Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Blaðsíða 15
Árið 1960 var Friðþór kominn á skólaaldur og afréðu Kristbjörn og Steinunn að flytja til Ísafjarðar. Kristbjörn sagði starfi sínu hjá rat- sjársveitinni lausu í ágúst en um sama leyti ákvað Bandaríkjaher að hætta starfsemi stöðvarinnar í sparnaðarskyni. Kristbjörn keypti vörubíl og hóf að starfa á honum á Ísa- firði en Steinunn gerðist kennari í heimilis- fræði við Gagnfræðaskóla Ísafjarðar. Fjöl- skyldan bjó í Hnífsdal fyrsta árið en settist síðan að á Ísafirði. Spurður hvort erfitt hafi verið að yfirgefa æskustöðvarnar öðru sinni svarar Kristbjörn neitandi. „Nei, ekki þannig lagað. Það var tíma- bært að róa á önnur mið. En ég hugsa hlýlega til Aðalvíkur meðan ég lifi. Og Grunnavíkur líka.“ Í september 1962 fæddist þriðji sonurinn, Halldór Páll, og tveimur árum síðar flutti fjöl- skyldan í nýreist hús á Engjavegi 17 á Ísafirði. Undir lok sjöunda áratugarins hóf Krist- björn útgerð rækjubáts á Ísafirði í samstarfi við aðra og var skipstjóri á nokkrum bátum þar til þau hjónin fluttu til Reykjavíkur um 1980. Þar starfaði Kristbjörn hjá skrifstofu Áfengisverslunar ríkisins og Steinunn, sem menntað hafði sig til sérkennslu, kenndi við Austurbæjarskólann. Líst afskaplega vel á unga fólkið Kristbjörn er af kynslóð sem upplifði ótrúleg- ar breytingar á íslensku samfélagi sem á undraskömmum tíma fór frá örbirgð til bjarg- álna. „Samfélagið hefur þróast ágætlega,“ byrjar hann, spurður út í þetta. „Mér líst af- skaplega vel á unga fólkið okkar í dag. Það er tápmikið og duglegt. Þegar maður horfir út í heim veit ég hins vegar ekki hvort þið eigið einhverja framtíð,“ bætir hann við og horfir á okkur yngri mennina þrjá í stofunni. – Hvað áttu við með því? „Ja, þú sérð til dæmis hvað er að gerast í Hong Kong. Hvað ætla Kínverjarnir að gera? Og vestan hafsins segir Trump þetta ekki koma sér við.“ – Hvernig líst þér annars á Trump? „Engan veginn. Mér líst mun betur á Guðna forseta. Ég skrapp til Færeyja í fyrra og lenti þá í því að taka í höndina á honum. Hef þó ekki ennþá hitt hann á Íslandi.“ – Fylgistu eitthvað með pólitíkinni hérna heima? „Já, ég hlusta en megnið af því fer inn um annað og út um hitt. En af fréttum má ég alls ekki missa; ég er algjör fréttafíkill.“ Sonur hans grípur boltann á lofti: „Láttu mig þekkja það. Eftir að ég hætti sem upplýs- ingafulltrúi hef ég verið að reyna að hætta að hlusta á fréttir en þá hringir hann og fræðir mig.“ Þeir hlæja. Kristbjörn hefur alltaf haft gaman af ferða- lögum og er síður en svo hættur að ferðast kominn á tíræðisaldurinn. „Bráðum legg ég leið mína í Dalina í Svíþjóð, þar sem ég mun dveljast hjá sonarsyni mínum. Svo á ég systur í Washingtonríki í Bandaríkjunum og heim- sæki hana reglulega,“ segir Kristbjörn og Friðþór bætir við að þeir feðgar og sonardóttir hafi líka skellt sér á endurfundi ratsjárher- manna sem voru á Íslandi í Missouri 2007. „Árið áður komu nokkrir þeirra hingað og við fórum með þá í Aðalvík, þar sem við hjónin gáfum þeim holusteikt lambalæri.“ Spurður hvernig skrokkurinn þoli þetta flandur glottir Kristbjörn í kampinn. „Þokka- lega. Ég viðurkenni samt að ég er ekki eins góður í bakinu og þegar ég svaf á hurðinni!“ Já, það er víst. Æskuslóðir eiginkonunnar og sumardval- arstaður í hálfa öld, Grunnavík í mynni Jökul- fjarða. Fv. prestssetrið Staður, í fjarska, sum- arhúsin í Sætúni II, Oddsflöt fjær og rústir steinhússins í Sætúni. Þá Sútarabúðir og sum- arhús í Sætúni, nær, og nýtt sumarhús á Sút- arabúðum fjær. Spilin í forgrunni notuðu menn til að setja upp bátana og vísa til fyrri tíma þegar sveitin iðaði af lífi. Prestssetrið og kirkjan að Stað í Grunnavík. Kirkjunni er vel við haldið af Átthagafélagi Grunnvík- inga á Ísafirði. Kristbjörn og hans fólk koma á hverju sumri í Grunnavík, rétt eins og Aðalvík. Rúmin eru heldur mýkri nú en forðum. Kristbjörn sefur alltaf í sama rúminu í bústaðnum. Hluti af ættleggnum saman kominn á Ystabæ. Fremst t.v. Halldór Páll Eydal, Óttar Örn Jónsson, Tinna Björg Friðþórsdóttir með dótturina Klöru Sóllilju Sævarsdóttur, Guðmundur Eydal, Sigríður Hróðmarsdóttir og Kristbjörn. Aftar standa Hrefna Kristjánsdóttir og Friðþór Eydal. Á leið til sjávar með langafa. Friðþór Eydal, Kristbjörn og Klara Sóllilja Sævarsdóttir. 1.9. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.