Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Blaðsíða 14
hurð einfaldlega sett yfir. Þarna hugsaði fólk í
lausnum. „Ég svaf á hurð í tvö ár – og það er
allt í lagi með mig!“ segir hann glottandi.
„Núna þurfa helst allir að sofa á amerískum
rúmum.“
Fimm sinnum var gerð tilraun til að senda
Kristbjörn í sveit en það átti illa við okkar
mann sem strauk fjórum sinnum. „Eini bær-
inn sem ég strauk ekki frá var Hlöðuvík á
Ströndum. Þar leið mér vel og eftir sumarið
rak ég á undan mér bæði hrút og gimbur,“ rifj-
ar hann upp stoltur.
Spurður hvort hann hafi verið baldinn á
þessum árum svarar Kristbjörn kíminn: „Tja,
ég hef líklega ekki verið kallaður villidýrið
hennar Möggu Friðriks að ósekju.“
Einmitt það.
„Amma hélt þó alltaf hlífiskildi yfir mér.
Látið ekki svona við hann. Hann er mun-
aðarlaus, auminginn, var hún vön að segja og
átti þá við að ég hefði ekki föður minn.“
Þjóðverjar sökktu stjúpanum
Mikill harmur var að fjölskyldunni kveðinn
þegar Theodór, stjúpi Kristbjörns, fórst með
línuveiðaranum Pétursey frá Ísafirði veturinn
1941. Þýskur kafbátur sökkti bátnum þegar
hann sigldi með fiskfarm til Bretlands. Theo-
dór lét eftir sig fjögur börn þeirra Margrétar,
það yngsta ófætt. Sagt var að Theodór hefði
farið í þessa hinstu siglingu fyrir frænda sinn
og frændinn og eiginkona hans tóku síðar
yngsta barnið að sér.
Tveimur árum síðar fluttist Kristbjörn til
ömmu sinnar og afa sem sest höfðu að í Kefla-
vík. Honum er brottförin eftirminnileg en þau
voru tólf um borð í fimm tonna trillu. „Við höfð-
um sama og ekkert með okkur enda átti fólk lít-
ið á þessum tíma. Þegar við skreppum í viku-
heimsókn til Aðalvíkur núna höfum við miklu
meira meðferðis.“
Það segir sína sögu.
Í Keflavík sótti Kristbjörn meðal annars sjó-
inn og vann á Keflavíkurflugvelli. Steinunn
María flutti til Ísafjarðar með foreldrum sín-
um um líkt leyti og Kristbjörn til Keflavíkur,
þar sem þau sáust í fyrsta sinn. Það var þó á
síldarvertíð á Siglufirði sem Kristbjörn fór
fyrst á fjörurnar við hana. „Hún var að skvetta
úr skolpfötu á planinu og mér leist svona líka
ljómandi vel á hana; dressaði mig upp og bauð
henni á ball. Og hún sagði já. Ég var afleitur
dansmaður en hún gerði sér þetta samt að
góðu.“
Kristbjörn og Steinunn hófu búskap í Kefla-
vík, gengu í heilagt hjónaband 1952 og eign-
uðust soninn Friðþór sama ár.
Aftur til Aðalvíkur
Vorið 1955 var Kristbjörn við störf á vinnu-
vélum í malarnámi verktaka varnarliðsins í
Stapafelli á Reykjanesi ásamt æskufélaga sín-
um og jafnaldra Jóni Vagnssyni frá Bakka á
Látrum, Einari Jónssyni frá Munkaþverá í
Eyjafirði og Norðmanninum Alf Överby sem
búsettur var á Ísafirði. Fréttu þeir félagar að
Sameinaðir verktakar væru að leita að mönn-
um til smíði ratsjárstöðvar fyrir varnarliðið á
Straumnesfjalli við Aðalvík og vantaði stað-
kunnuga menn.
„Við stukkum auðvitað á það að fá vinnu
heima í Aðalvík,“ segir Kristbjörn. „Það var
gott að koma heim en mér er minnisstætt hvað
mér fannst allt hafa minnkað frá því ég flutti
burt rúmum áratug fyrr.“
Byggingarframkvæmdir á Straumnesfjalli
náðu hámarki sumarið 1955 og 1956 en alls
störfuðu við þær tæplega 200 manns þegar
mest var. Var fyrirséð að framkvæmdir stæðu
áfram a.m.k. næstu tvö árin og ákváðu þau
Kristbjörn og Steinunn að flytjast að Látrum
með son sinn sem var á þriðja ári. Bjuggu þau
þar nánast óslitið til ársins 1960, fyrst í nokkr-
um yfirgefnum húsum sem þau leigðu af eig-
endum og síðan í íbúðarskála verktakanna og
varnarliðsins.
Kristbjörn ber hernum vel söguna. „Ég átti
ágæt samskipti við herinn; það komu allir vel
fram við mig. Ég bablaði einhverja ensku, sem
ég hafði lært af mönnum sem ég vann með á
Keflavíkurflugvelli, og gat fyrir vikið túlkað.“
Í mars 1956 fæddist þeim annar sonur, Guð-
mundur, og í árslok réðst Kristbjörn til rat-
sjársveitar varnarliðsins, sem nýkomin var til
starfa við rekstur stöðvarinnar.
Hefðu vart komist af
Störfin fólust fyrst og fremst í að annast að-
drætti til stöðvarinnar, en fólks- og vöruflutn-
ingar voru allir sjóleiðis þar til lögð var flug-
braut fyrir smáflugvélar í víkinni.
Loftflutningar voru þó ávallt mjög takmark-
aðir. Önnuðust Kristbjörn og Benedikt Bene-
diktsson frá Jaðri, sem lengst manna starfaði á
Látrum, meðferð uppskipunarpramma og
smærri báta sem lenda varð við hafnlausa
ströndina. Jón og Einar störfuðu á stórum
jarðýtum við snjóruðning og annað sem til féll,
t.d. við sjósetningu uppskipunarprammanna.
Allt voru þetta krefjandi verkefni við erfiðar
aðstæður sem þörfnuðust mikillar seiglu og út-
sjónarsemi svo vel mætti fara.
Friðþór segir suma liðsmenn Bandaríkja-
hers sem störfuðu í ratsjárstöðinni hafa haft á
orði að þeir hefðu vart komist af nema fyrir til-
stilli þessara hagvönu samstarfsmanna sem
nánast hafi haldið í þeim lífinu.
Kristbjörn rifjar í þessu samhengi upp sögu
af því þegar yfirmaður stöðvarinnar, sem var
majór í flughernum, gaf honum fyrirmæli um
að sigla innrásarprammanum frá Ísafirði til
Aðalvíkur þegar stefndi í haugasjó og öskubyl.
„Ekki fór ég að andmæla honum. Þetta var
skrautleg sjóferð og Kanarnir, sem mig minnir
að hafi verið sex, töluðu um að þeir hefðu ekki í
annan tíma lent í meiri lífsháska. Sannleikur-
inn er hins vegar sá að lífsháskinn var enginn;
bæði var ég með kompás og sá upp í klettana
þegar við nálguðumst víkina. Ég held upp á
þennan kompás ennþá; hann er í bústaðnum
okkar í Grunnavík.“
Með höfuðkúpu á náttborðinu
Frá barnsaldri hefur Kristbirni verið kunnugt
um bein franskra sjómanna sem fórust við Að-
alvík á nítjándu öld en amma hans hafði fyrir
sið þegar ógæftir voru á sumrin að hlúa að
beinunum og sópa sandi yfir þau í fjörunni.
Þess vegna brá honum í brún þegar hann frétti
að einn verktakstarfsmanna hefði tekið höfuð-
kúpu traustataki og haft hana á náttborðinu
hjá sér um sumarið. Kristbjörn viðurkennir að
hann hafi aldrei séð höfuðkúpuna sjálfur en
eigi að síður ýtti sagan við honum. „Ég hef
mikinn áhuga á að koma upp minnismerki um
þessa frönsku sjómenn á staðnum enda líklega
einn sá síðasti sem veit hvar bein þeirra eru.“
’ Ekki fór ég að andmæla honum. Þetta var skrautlegsjóferð og Kanarnir, sem migminnir að hafi verið sex, töluðu
um að þeir hefðu ekki í annan
tíma lent í meiri lífsháska.
Á BERNSKUSLÓÐUM
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2019
Byggð í Grunnavík lagðist af
haustið 1962 en árið 1969
tóku Steinunn og Kristbjörn
jörðina Sætún II, sem var í
eigu ríkisins, á leigu til
sumardvalar. Öll hús á jörð-
inni fuku og eyðilögðust í
ofsaveðri veturinn 1974 en í
staðinn reistu þau sér sum-
arbústað sem var athvarf
þeirra öll sumur sem þau
bæði lifðu.
Fjölskylda Kristbjarnar frá
Ystabæ í Aðalvík er mjög
stór en afi hans og amma
komu alls 14 börnum á legg
og létu eftir sig 260 afkom-
endur þegar Þórunn lést árið
1975 og margfaldast hafa síð-
an. Árið 1971 komu Ystabæj-
arsystkinin saman á Látrum
og strengdu þess heit að
reisa sér og afkomendunum
veglegt sumarhús á bæj-
arstæðinu til heiðurs foreldr-
unum. Kristbjörn, sem var
aðeins lítið eitt yngri en
yngstu móðursystkinin, var
jafnan tekinn nánast sem eitt
af systkinunum og svo var í
þetta sinn. Gekk bygging
hússins eftir ári síðar og hef-
ur það ávallt verið mikið not-
að á þeim stutta tíma ársins
sem sumarið varir á þessum
afskekktu slóðum. Eigendur
eru rúmlega 30 afkomendur
Friðriks og Þórunnar og fjöl-
skyldur þeirra, þar á meðal
Friðþór og Guðmundur sem
eru yngstu afkomendurnir
sem höfðu búsetu á Látrum
og eiga frábærar æskuminn-
ingar þaðan. Hefur húsið ný-
lega verið endurnýjað með
miklum myndarbrag.
Römm er
sú taug