Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Blaðsíða 8
VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2019 Þ að fyrsta sem Sigga Kling gerir þegar ég geng inn á heimili henn- ar á Álftanesi er að biðja mig og ljósmyndara Morgunblaðsins að hjálpa sér að bera stórt og mikið eikarborð úr bíl hennar inn í íbúðina. Borðið er stórt og þungt, en hún tjáir okkur að það sé spádómsborð sem eigi að fara inn í spádóms- herbergið í íbúð hennar. Að flutningunum loknum fáum við túr um íbúðina, þá helst hattaherbergi Siggu þar sem hún geymir hátt í þrjú hundruð hatta sem henni hafa áskotnast í gegnum árin. Íbúðin er þakin speglum, nær ómögulegt er að staðsetja sig í íbúð hennar án þess að mæta spegilmynd sinni í einum af þeim fjölmörgu speglum sem skreyta veggina. „Ég er mjög hrifin af speglum, enda er hægt að telja ansi marga spegla hér inni,“ segir Sigga. „Það hringdi einu sinni í mig kona sem er 82 ára og er með þrettán spegla í stofunni sinni. Hún sagði mér að pabbi sinn hefði verið yfir- maður á öldrunarheimili og þegar hann setti spegla út um allt fór fólk að hressast. Fólk byrjaði að rétta úr sér og laga sig til og veik- indi urðu minni. Ég hef ofsatrú á því að það að hafa mikið af speglum bæti lífið. Fyrir mér eru speglar gald- ur þótt ég hafi enga trú á að það sé ógæfa að brjóta spegil. Það býr bara til pláss fyrir ann- an!“ Við fáum okkur sæti og spjöllum yfir kaffi. Samtalið er yfirgripsmikið og Sigga veður úr einu umræðuefni yfir í annað þótt samhengið sé stundum óskýrt, en hún er fullkomlega meðvituð um þá tilhneigingu. „Þetta er tvíbur- inn í mér,“ útskýrir hún afsakandi. „Áhugamál mitt er fólk,“ segir Sigga. „Ég elska fólk á öllum aldri; fólk sem elskar fisk; fólk sem stundar sudoku og krossgátur. Meira að segja fólk sem er í golfi, mér finnst það ágætt. Ég vil vinna með fólki og fæ kraftinn frá því.“ Breytingar handan við hornið Í vikunni hefur Sigga störf hjá miðlum Árvak- urs þar sem hún mun meðal annars halda úti sinni vinsælu stjörnuspá á mbl.is. Auk þess verður hún vikulegur gestur í Morgunblaðinu og á útvarpsstöðinni K100. „Stjörnuspáin verður með sama móti og áð- ur. Ég nota aðra aðferð en flestir aðrir til að spá. Ég tek kannski tíu manns í hverju stjörnumerki sem ég hef tengingu við, skrifa þau niður á blað og labba svo um gólf með kústinn minn og tengi mig við það sem er að gerast í orkunni þeirra. Þá næ ég til víðtækari hóps.“ Sigga segir þó að lesendur megi vænta nýj- unga í spádómunum, þótt hún vilji ekki flækja hlutina um of. „Við ætlum að bæta við svokölluðum spá- dómsorðum á vefnum,“ segir Sigga. „Mér hefur alltaf fundist betra að hafa hluti ekki of flókna. Þetta er eins og að kenna stærðfræði; þú getur gert það svo flókið að það skilur það enginn. Það var kennari í Garðabænum sem gat kennt öllum stærðfræði með því að nota brauð og smjör. Hann var ekki alltaf að sýna hvað hann var ótrúlega klár. Við þurfum að passa að setja ekki of mikinn geislabaug á okkur, því ef hann dettur niður, þá hengir maður sig. Ég vil hafa hluti ein- falda,“ segir Sigga en spádómsorðin verða frumsýnd á forsíðu mbl.is á mánudaginn. Sigga segist spennt fyrir þessum nýja kafla í starfsferli sínum, þótt hún muni þurfa að tak- ast á við nýjar áskoranir. „Ég er örugglega mjög léleg útvarpskona því ég er með svona sjötíu hugmyndir í hausn- um á mér í einu sem flækjast hver fyrir annari. Sumir segja að ég þurfi túlk ef ég ætli í útvarp- ið. Ég held persónulega að Logi Bergmann geti gegnt þessu hlutverki. Mér finnst hann vera flottasti maður landsins.“ Segja má að starfsferill Siggu hafi að miklu leyti átt sér stað á mörkum þægindaramma hennar, en hún er löngu orðin vön því að takast á við nýjar áskoranir. „Þegar ég stofnaði Kvennaklúbb Íslands og byrjaði að fara í kvennaferðir vildi enginn standa uppi á sviði og vera veislustjóri. Ég vildi það heldur alls ekki, en ég gerði það bara og sagði já. Maður verður að segja já við ýmsu, jafnvel þótt maður skíti upp á bak. Ég er margoft búin að skíta upp á bak uppi á sviði, en ég fer alltaf aftur. Þegar mér var boðið að vera með partíbingó niðri í bæ hataði ég bingó og ég hataði að leggja niðri í bæ. Ég sagði já við einhverju sem ég trúi ekki að ég hafi sagt já við en það leiddi mig rétta leið.“ Orð eru orka „Það er mikill munur á orðunum sem við hugs- um og orðunum sem við segjum,“ segir Sigga. „Mikill, mikill munur. Af því þegar þú segir eitthvað, þá heyrir þú það. Þá ertu að nota Sigga Kling segir spegla vera galdur og að þeir geti haft góð áhrif á líf manns. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vill snerta hjörtu Spákonan Sigga Kling segir að fólk þurfi að vera duglegra að faðma tré og taka eftir litlu hlutunum. Sigga mun hefja nýjan kafla á sínum starfsferli þegar hún hefur störf hjá Árvakri í vikunni, en hún segir að vænta megi breytinga í starfi hennar. Pétur Magnússon petur@mbl.is ’ Við þurfum að passa að setjaekki of mikinn geislabaug áokkur, því ef hann dettur niður,þá hengir maður sig.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.