Smári - 01.10.1929, Blaðsíða 2

Smári - 01.10.1929, Blaðsíða 2
SMARÍ 34 s. frv. — EnnfretnUr viljum vjer vinna að tnenningu æskulýðsins'með frœöslu á fundum um margvísleg éfni og með því að kenna nnglingum sjálfum að halda uppi fjelagsskap og stjórna honum. í þessu er ekki ómerkilegur þáttur hagrœnnar nátíma-menningar fólginn. Á þessu þroskast börnin ekki lítið. Segja má, að unglinga- reglan sje sú eina stofnun í landinu, sem haldi uppi beinni kenslu í fje- lagssiðfrœði fyrir börn, en þeirrar kenslu höfum vjer íslendingar fullar þörf. í sambandi hjer við skal þess getið, að vjer iðkum manntafl all- mikið og höfum þegar nokkra efni- lega taflflokka innan reglu vorrar. Tafl glæðir rökgáfuna og stefna vor græðir á vaxandi rökvísi almennings. Vjer viljum að þjóöinni vaxi vit og þroski og andleg og líkamleg hreysti. Vjer viljum í því skyni bæði sækja og verja. Sókn vor er fólgin í funda- störfum, fræðslu, iðkun íþrótta o. fl. Vörn vor í afneitun áfengis, tóbaks og fjárhœttuspila — og mótspyrnu gegn blóti og Ijótum látum. Vjer viljum líka spara— og kenna bein- línis sparsemi. Þessi er þá stefna vor og að þessu vinnum vjer eftir bestu getu. En kraftarnir eru misjafnir og erfiö- leikarnir miklir, — svo miklir, að sumstaðar yfirgnæfa þeir, svo að vjer komum litlu til leiðar. Þá erum vjer dœmdir og Ijettvægir fundnir. En hvað um það, að leggja oss lið? Líki þjer stefna vor, þótt störfin sjeu ef til vill í molum, þá ættirðu að hjálpa góðu málefni til sigurs. Kynnið ykkur unglingaregluna og bjóðið ykkur svo fram sem lifandi kraft góðu málefni til framdráttar á komandi vetri I Ráðgjafarnir þrír. Hinrik 4. Frakkakonungur (1594— 1610) vildi einusinni sýna spönskum sendiherra 3 ráðgjafa sína, og gera það þannig, að í Ijós kæmi skapgerð þeirra hvers um sig. Ljet hann kalla ráðgjafana fyrir sig, einn í einu, og er hver þeirra um sig kom inn í her- bergið til konungs, þá bendir hann á bita í Ioftinu og mælir: „Varaðu þig! Bitinn er að því kominn að brotna, og þá drepur hann okkur!“ Fyrsti ráðgjafinn svaraði án þess að virða bitann fyrir sjer: „ Yöar hátign ! Jeg skal óðar Iáta setja nýjan bita undir loftið í stað þessa“. Næsti mælti: „Yðar hátign! Jeg skal athuga mál- ið“. Hinn síðasti virti bitann vandlega fyrir sjer og svarar svo: „Yðar há- tign! Fyr Iýkur okkar æfi en bitinn brotni". Eftirtektarverð saga! Fyrsti ráð- gjafinn er konungmaðurinn auðmjúki, sem tekur orð herra síns sem skip- un til sín, og án þess að athuga hver rök fylgja, telur hann sjálfsagt að hefjast handa. Sá næsti finnur fjarstæðuna, vill þó ekki hefja mót- mæli — heldur draga á Ianginn. — Hinnsíðasti treystir betur eigin skyn- semi en konungsorðinu. Hann vildi ekki samþykkjast því, sem hann áleit ósatt vera, heldur mótmœla hisp- urslaust, þótt í tvísýnu vœri teflt konungshyllinni. Hverjum þessara vildir þú líkur vera, ungur lesandi?

x

Smári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.