Smári - 01.10.1929, Side 7

Smári - 01.10.1929, Side 7
S M A R I 39 smakka sætabrauð, gráfíkjur, brjóst- sykur eða súkkulaði alt sumarið! Hart var það! En hún var orðin því svo vön að líta upp til bróður síns, að hún sá sjer ekki annað fært en lofa því hátíðlega, að eyða engum eyri um sumarið. Foreldrar barnanna voru bæði ung og hraust, og höfðu fasta vinnu mik- mikinn hluta ársins. Afkoma þeirra mátti því heita fremur góð, svo að hvorki höfðu þau nje börnin af skorti að segja. í sama húsi bjó aldraður verkamaður — einyrki — sem bað börnin oft að gera sjer greiða, svo sem að sækja mjólkfyrir sig, kaupa smávegis í búðum og fi. þ. h. Fyrir þessa snúninga galt hann þeim 1 kr. um vikuna, í þær 25 vik- ur, sem hann hafði atvinnu. Siggi stokkaði oft upp Iínu fyrir sjómenn, og kendi Fríðu litlu að hjálpa sjer til við það; stundum sóttu þau beitu fyrir sjómenn, auk margra annara snúninga, og fengu oft góða borgun fyrir. Þau fóru oft í berjamó um sumarið og fengu marga aura fyrir berin, sem þau tíndu. Þegar þau sögðu foreldrutn sínum frá fyrirætl- un sinni, urðu pabbi og mamma mjög glöð, og gáfu börnunum sín- um aurabauk til að safna peningun- um í. Svo var baukurinn opnaður fyrsta vetrardag. Hvað margir aurar haldið þið að þá hafi oltið úr hon- um? Hvorki meira nje minnaen4860 aurar. Pabbi og mamma kystu börn- in sín ástúölega og bættu 11 kr. og 40 aurum við peningana þeirra, svo að þau gætu lagt 30 kr. hvert inn í sparisjóðinn. Pabbi þeirra sagði þeim að fyrsta vetrardag næsta ár yrðu þessar 30 kr. orðnar 31 kr. 35 aurar, þótt þau bættu engum eyri við upp- hæðina. Hann sagði þeim líka, að þau ættu að safna öllum aurum, sem þau eignuðust hjeðanaf, og aldrei eyða neinu af þeim til óþarfa kaupa. Það yrði gaman að sjá, hve mikið þau ættu þá í sparisjóðsbókinni sinni þegarþau fermdust. — Aldrei mundu börnin til að þau hefða Iifað slíka fagnaðarstund. En hvað þeim hafði líka liðið vel þetta síðastliðna sumar! Aldrei orðið veik, ekki einu- sinni fengið tannverk nje magakveisu, en eignast aura næstum því daglega, og svo áttu þau nú heilmikla pen- inga. Þau fundu það bæði — og það gladdi þau ósegjanlega — að „kvilli“ þeirra var Iæknaður. Fyrir löngu var þau alveg hætt að langa í sætindi, og þau höfðu aldrei skemt sjer betur en þetta sumar, þótt þau hefðu engin leikföng keypt í búðunum. Er nú enginn af hinum ungu les- endum „Smára“ litla svo forvitinn, að hann langi til að vita hvernig gleði þessara barna var háttað, dag- inn sem aurabaukurinn þeirra var opnaður? Þetta getur hann fengið að vita, ef hann fer að alveg eins og þau gerðu. Barnavinur. Barnabæn. Lyft þjer, sól, yfir sálir vorar ungu, signdu oss, smáviðar strá. Leystu nú höftin af hjörtum og tungu, helga þjer frækornin smá! Sólnanna sól, eins og ósprottið engi erum vjer, fáráðu börn. Lýs þú oss, ger þú oss, drósir og drengi, dáðríka fósturlands vörn. — M.J. tyatist tjótt ozð&zqtydl

x

Smári

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.