Smári - 01.10.1929, Blaðsíða 9

Smári - 01.10.1929, Blaðsíða 9
S M A R I 41 urinn vceri villa ein; að Faðirinn, Sonurinn og Andinn vœru þrjár að- greindar persónur, — að — að“. Lengra komst hann ekki. Honum varö litið á kandidatinn og ófst tunga um tönn. „Nei, en drengur, hvað er nú þetta", hrópaði kandidatinn upp yfir sig. „Ekki þarftu að öskra svona ógurlega gegnum greiparlúður, dreng- ur, því að jeg heyri ágœtlega". Vesalings litla Alla fjellust hendur. Hann stóð sem dauðadæmdur, móð- ur eftir öskrin, eyðilagður yfir óför- um sínum og alveg orðlaus. Kandi- datinn horfði hinsvegar undrandi á Alla og komst brátt að þeirri niður- stöðu, að hann myndi ekki hafa heyrt eitt einasta orð af því, sem hann sagði seinast. Hann vildi vitanlega bæta úr því og bjó þessvegna til lúður úr höndum sjer, eins og AIIi haföi gert, og öskraði svo alt hvað af tók: „Þú þarft ekki að öskra svona ógurlega, því að jeg heyri ágœtlega". Þá fyrst fjekk AIli málið. Hversvegna kallið þjer þá svona hátt? Jeg heyri Ijómandi vel“. Kandidatinn sat hugsandi eitt augnablik og leit svo á Steina.------------ Loftið í stof- unni var þrungið af niðurbældum hlátri. Steini engdist sundur og sam- an, eins og hann hefði kent krampa. Og svo sprakk blaðran. — Að lítilli stundu liðinni kvaddi kandidatinn sjer hljóðs og sneri máli sínu til Steina: „Jeg fyrirgef þjer þessar glettur. — Þær voru græskulausar en hnyttileg- ar — skaðlauser en skemtilegar. En nú skalt þú sjálfur koma, Steini minn, og láttu nú sjá að þú reynist eins sniðugur í kirkjusögunni, eins og þú ert að koma af stað skóla- glettum". Sumarminningar. Lóuhreiðrið. Vorið 1911 var jeg, ásamt nokkr- um mönnum, við vegagerð á Hellis- heiði við Vopnafjörð. Við tjölduðum neðan við heiðarbrúnina og gengum svo þaðan til vinnunnar upp á heið- ina. Fyrsta daginn, sem við vorum þarna, bar svo til, er við gengum heim að tjaldinu, að jeg gekk spotta- korn frá fjelögum mínum uppi á heið- arbrúninni. Ætlaði jeg með því að taka af mjer krók og veröa á undan þeim að tjaldinu. Vissi jeg þá ekki fyrri til, en lóa flögraði undan fótun- um á mjer og barði sig ákaft með vængjunum. Sá jeg strajr hverskyns var: að hún mundi eiga þarna hreið- ur. Fór jeg því að svipast um og fann bráðlega hreiöur, mjög laglega tilbúið, með 4 eggjum í. Jeg forðað- ist að snerta eggin, en hlóð upp um nokkrum steinum, svo að jeg gæti með hægu móti fundið hreiðrið aft- ur. Fór jeg svo heim að tjaldinu og i sagði fjelögum mínum frá þessu. j Bað jeg þá jafnframt um að snerta ekki eggin, og því Iofuðu þeir. — Næstu daga flögraði „eggjamamma“ af eggjum sínum með vængjaslætti og einkennilegu tísti, líkast neyðar- ópi, þegar við gengum þar nálægt. Eftir stuttan tíma hætti hún því, en flaug hinsvegar frjálslega í kringum okkur og fylgdi okkur jafnvel æði spöl upp á heiðina og söng yndislega. Það var alveg eins og hún væri að þakka okkur fyrir það, að við skyld- um láta börnin sín í friði og skemta okkur jafnhliða með söng sínnm. Þegar hún hafði fylgt okkur nokkur hundruö faðma upp á heiðina, þá ^Vazid 1jhfam á vindtin yunum!

x

Smári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.