Smári - 01.10.1929, Blaðsíða 12

Smári - 01.10.1929, Blaðsíða 12
44 S M A R I meistari11. Það stóð heima. Lengstur Ieit aðeins við og sá þá hvar drottn- ingin stóð við opinn glugga á fata- búri sínu. Hann hafði engar sveiflur á því, heldur tók hann í nef drottn- ingar og dróg hana á því út um gluggann. Drottningin hljóðaði ógur- lega, eins og vita mátti. Varð kon- ungi og allri hirðinni meira en lítið hverft við og þutu allir á vettvang. Fyrstur varð konungurinn, svo hirð- mennirnir og síðastar voru hirðmey- arnar og höfðu þær aliar ákafan hjartslátt og þrýstu höndum að hjarta- stað. Framh. Smælki. Stjáni: Hvað er alt þetta kvenfólk að gera, sem er komið inn til mömmu? Stína: Sjá litlu systur. Stjáni: Það eru nú ung börn víðar til en hjá okkur. Stína: Jú, að vísu, en litla systir okkar er nýjasta nýtt. — Skattanefndin: Eigið þjer eignir? Gjaldandinn: Aðeins vitglóruna í höfð- inu á mjer. Skattanefndin: Af slíku lít- ilræði geldur enginn skatt. — Faðirinn (hafði hjálpað syni sín- um að gera stýl deginum áður): Jæja, hvað sagði kennarinn nú? Sonurinn: Hann sagði, að jeg væri altaf að verða heimskari með hverjum stýlnum! — Gunna: Sendi guð okkur litla bróð- ur? Mamma: Já, væna mín. Gunna: Jeg skil hversvegna hann hefir gert það. Þeir hafa viljað hafa rólegt í himnaríki I — Magga: Hversvegna ertu altaf að mála þig, frænka? Frœnkan: Til þess að verða falleg, flónið þitt! Magga: En hvers vegna verður þú þá ekki falleg? — Kaupmaðurinn: Hversvegna tekur þú ekki ofan fyrir mjer, eins og aðrir, Pjetur litli? Pjetur: Skal gera það hjer eftir. Meira að segja fara úr treyjunni og vestinu, þegar jeg mæti yöur, ef þjer viljið! [ tómstundum. Ráðning frá síðasta blaði. — Reikn- ingsþraut: Eplin 50, börnin 6. Smyglaraskeyti: „hvað varlega keinur grun hafðu rjett pantaðan kl. stendur farðu með kvöld hafnargarðinn bát fengið um á innfyrir 7 í vínforða floti en til hefir lögreglan báturinn". Skilur þú? Reyndu að raða orðunum þannig, að skiljanlegt verði hvað þeir vilja, sem skeytið senda. Ljóðaþraut: Úr hvaða kvæði eru þessar ljóðlínur og hver orkti það? Drottins hönd þeim vörnum veldur. Vit þú, barn, sú hönd er sterk. Reikningsþraut. Faðir nokkur átti 3 syni og hver sonanna 1 systur. Alls erfðu börnin 60000 kr. eftir föður sinn. Arfurinn skiftist jafnt milli þeirra allra. En hvað fjekk hvert þeirra? (Gœttu nú að þjer, lagsil) Gáta. Þrír menn voru spurðir að heiti. — Fyrsti kvaðst heita það sem hann var. Annar það sem hann er. Þriðji það sem hann yrði. — Hvað hjetu þeir? Til útfyllingar. a |y| Ey við Austurland. 1 |1 nl Flugvjel. |i| a| j Skólasetur. | lá |i| Lítið blað. S| 1 eí 1 Fallegt blóm. Stafatígull. aa'a a ógna . f his 1 mergð. 1 lil ó list. ó tit t samta1s.

x

Smári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.