Smári - 01.10.1929, Page 1

Smári - 01.10.1929, Page 1
SM ÁRI ÚTGEFANDI: BARNASTÚKAN VORPERLA NR. 64 3. árg. Kemur út sex sinnum á ári. Noröfiröi, sept.-okt. 1929. Ábyrgðarmaður: Vald. V. Snævarr 5. tbl. Vetrarstörfin byrja. Náttúran höfuð hneigir, himininn fellir tár; vötnin af vindum gáruð, völlurinn hjelugrár. Himneskri hönd er Ieikið, hinsta við sumardag, hjartans á hulda strengi — hrífandi sorgarlag. Alt það, sem gott og göfugt guð á í þinni sál, vek þú nú til að vinna; vinn fyrir drottins mál. Viðir þótt verði að hlýða vetrarins hörðum dóm, lát þjer í hjarta lifa líknar og kærleiksblóm. Guð minn, ef skæðir skuggar skyggja um lönd og ál, gjör mig að litlu ljósi, lýsandi hverri sál. Guð minn, ef einhver grætur — grátur ber vott um sár — gjör mig að mjúkri hendi megnandi’ að þerra tár. 5. J. J. Stefna vor. (Ávarp til fullorðinna.) Margur mun sá maðurinn, sem ekki hefir gert sjer Ijóst, að hvaða marki unglingareglan stefnir. Ýmsir skoða störf hennar sem menningar- lítið en góðlátt og saklaust fálm, börnunum til gamans. Þeim skilst eigi að hún, með störfum sínum, stefni að nokkru ákveðnu, síst hnit- miðaðu marki. En svo er það nú samt sem áður. Takmark hennar er ákveðið og hnitmiðað, en ieiðir og starfshættir fara að nokkru leyti eft- ir kringumstæðum. Hverju viljum vjer koma til leiðar? í fyrsta lagi viljum vjer vinna af alefli að því, að gera æskulýð landsins bindindissaman — andlega og líkamlega hraustan og heilbrigðan. Ofnautn víns og tóbaks verður fyrst fyrir oss á þeirri Ieið. Hún hefir alveg tvímœlalaust í sjer fólgna andlega og líkamlega sýk- ingu og veiklun, sem oft og einatt gengur eins og óheillararfur frá feðrum til niðfa. Móti víns- og tóbaksnautn viljum vjer skilyrðislaust vinna. En vjer viljum einnig vinna þjóðinni hreysti með því, að reyna að halda uppi íþróttaæfingum í ein- hverri mynd og þá sjerstaklega úti- æfingum á sumrum. í því skyni stofn- um vjer knattspyrnu- og knattleika- flokka, förum í fjallgöngur og beit- um oss fyrir stofnun skátaflokka o. otúfiuiundina veil

x

Smári

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.