Smári - 01.10.1929, Page 6

Smári - 01.10.1929, Page 6
38 S M A R I öflin, býr ótæmandi fegurð. En hvað er þá að segja um okkar eigið líf? Býr fegurðin einnig þar? Já, vissu- lega, en þar er þó ennþá rykið, sem hylur okkur fegurðina hið ytra og innra. Óhreinu hugsanirnar, hvatirn- ar, orðin og verkin er rykið, sem sest á rúðuna, svo okkur sýnist alt ljótt og óhreint í kringum okkur. Þegar við ætlum öðrum eitthvaðilt að ástæðu- lausu, er eitthvað ilt í okkur sjálf- um, — ryk, sem sest á rúðuna. — Ungir drengir og stúlkur, sem venja sig á að hugsa ijótt, fara von bráð- ar að tala Ijótt, og þar næst að gjöra það, sem Ijótt er, og þá finna þau ekki sjáif hvað er ljótt eða fag- urt. Þau hafa vanrœkt að þurka ryk- ið af rúðunni jafnóðum og það kom. „Sagði jeg þjer ekki, að efþútryð- ir, mundir þú sjá guðs dýrð“, sagði Kristur við Afaríu frá Betoníu. Ef við göngum út í lífið með þeim ásetn- ingi, að finna aðeins hið fara og í þeirri trú, að hið góða og fagra sje máttugra hinu vonda og ófagra, mun- um við sjá þá dýrð, sem Kristur tal- aði um. Það er ekki til neins að leyna því, að til er margt ljótt, en ef við göngum öll móti því takmarki, að taka aðeins hið fagra í þjónustu lífsins, þá mun hitt hverfa eins og skuggarnir úr fjallahlíðunum, þegar sólin kemur upp fyrir fjallsbrúnina, því hið illa er aðeins til fyrir þá sök, að mennirnir hafa það enn í þjón- ustu sinni. Þið skuluð verja lífi ykkar til að þurka þaö ryk burtu, — þá veröur lífið fagurt. Hannes J. Magnússon. Sparaðir aurar — græddir aurar. Siggi var 8 ára og Fríða systir hans á 7. ári. Siggi var oröinn vel læs og hafði gaman af að lesa. Einn daginn rakst hann á bókina „Farsæld". eftir O. S. Marden. Fyrsta málsgrein- in, sem hann las, var þessi: „Eyðsiu- semi er kvilli, sem erfitt er að Iækna“. Hann las áfram, og hugsaði um það, sem hann las. Um kvöldið sagði hann viö Fríðu litlu systur sína: „Jeg skal segja þjer nokkuð, Fríða! Jeg las það í góðri bók í dag, að við höfum bæði kvilla, sem er erfitt að lækna. En það þarf að lækna hann“. „Þurfum við bá að fara til læknis- ins?“ spurði Fríða hálf-skelkuð. „Nei. Við getum læknað hann sjálf. En þá verðum við líka að gera það bœði og hjálpa hvort öðru til þess. Þú veist að við fáum stundum aura, sem okkur eru gefnir. Oftast kaupum við sælgæti fyrir aurana, og stundum einhver bráðónýt barnagull. Nú skul- um við aldrei kaupa sælgæti í sum- ar, en geyma alla aurana, sem við fáum, og vita, hvað það verður orð- iö mikið í haust. Við fáum nógan og góðan mat, og þurfum ekki að vera að eta sælgæti. Jeg get smíðað okk- ur báta, trjehesta, trjekarla o. fl., sem við getum leikið okkur að, svo við þurfum ekki að vera að kaupa okk- ur ónýt barnagull í búðunum. Þetta skulum við nú gera, Fríða min! Við skulum ekki eyða nokkrum eyri til óþarfakaupa í sumar“. i Aumingja Fríðu hraus hálfgert hug- ur við þessari ráðagerð. Það var svo sem ekkert fagnaöarerindi, sem bróð- ir hennar flutti þarna: Aldrei að

x

Smári

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.