Smári - 01.10.1929, Blaðsíða 11

Smári - 01.10.1929, Blaðsíða 11
SMARl 43 aðdáun, heyrir hann tóna svo fagra úr turninum, að Iíkast var sem þús- undir lævirkja væri að flytja sólunni og vorinu fagnaðaróð sinn. „En sem jeg er lifandi maður“, segir hann við sjálfan sig, „þá þekki jeg þessa hljóma. Þeir eru ekki lævirkjaljóð, heldur hljómlist bræðra minna. Hjer eru þeir þá niðurkomnir. Sjálfsagt hefir einhver ógæfa hent þá, svo að þeir hafa lent í hallarfangelsið, sem er í turninum. Verð jeg nú að duga þeim eftir beztu getu“. Með þessum ummælum teygir Lengstur úr sjerog lítur inn um glugga á höllinni. En svo var hann hár, að glugginn, sem hann leit inn um, var á þriðju hæð og á sjáifum hásætissalnum. Þar inni sat konungurinn og öll hirð hans, afarmerkileg á svipinn. ÞegarLengst- ur Ieit inn um gluggann, varð kon- ungi svo mikið um, að hann var rjett að segja búinn aö missa veldissprot- ann og ríkiseplið. „Nei, nú: gengur fram af mjer“, mælti konungur. „Þennan náunga hefi jeg sjeð há- va.*nastan, og hjelt jeg þó, að áður hefði jeg þá sæmilega Ianga litið. En hvað heitir þú og hvert er erindið?" „Lengstur er jeg nefndur og vil yður feginn þjóna, herra konungur!“ mælti þá Lengstur. Konungur kvað hann nafn bera meö rjettu og vist skyldi honum heimil í höllinni, fyrst um sinn til eins árs. Kvaðst konungur honum mundu fá það starf, sem hon- um mundi best láta, og það var að halda hallarþakinu glóandi fögru, en það var úr kopar. Samkvæmt því skyldi embættisheiti hans vera kon- uvglegur hallarþaks-fœgimeistari.— Lengstur kvað konung alla hluti vel til sín gera og þakkaði honum með mörgum fög-rum orðum. Eina ósk kvaðsi hann þó til konungs eiga, en hún væri sú, aö konungur gæfi bræðrum sínum að árinu liðnu frelsi og fararleyfi, því nú væri karlinum, föður þeirra, farið að lengja eftir þeim. Þessu lofaði konungur. Vissi hann sem var, að samkvæmt > kon- unglegu orði sínu átti hann nú að sleppa þeim strax. en þótti hinsveg- ar gott hvað gekk. Er svo ekki að orðlengja það, að nú tekur Lengstur til starfa og var nú bæði stórvirkur og vandvirkur. Leið nú eigi á löngu, áður en turnspírurnar og hrllarþök- in Ijómuðu sem úr gulli væru, enda var konungurinn hinn ánægðasti og kvað slíkan ágætismann auka veg sinn og virðingu. Og svo líður árið. Einn dag um þær mundir var Lengst- ur að þurka af hæstu turnspírunni, því að lítillega haföi á hana fállið. Heyrir hann þá sárt gráthljóð, og sjer hvar ein frammistöðustúlkan í höllinni húkir samanhnipruð á hallar- svölunum, öll útgrátin, með þungan ekka. „Hví grætur þú, ljúfan mín ljósa?“ spyr þá Lengstur. „Æ, herra fægimeistari, eigi má jeg gráti verj- ast. Frá morgni til kvölds, sýknt og heilagt, er jeg á hlaupum um höll- ina og ann mjer naumast svefns nje matar. Þó myndi jeg eigi yfir því kvarta, væri drottningin esigi eins.og hún er. Hún lætur skömmunum aldrei linna, og í morgun, er jeg bað hana um kaup mitt, barði hún mig og kvaðst mjer ekkert kaup greiða, enda heföi jeg eigi íyrir nokkru kaupi unn- ið“. Ljet nú Lengstur brýr síga og gerðist állófrýnn. „Jæja, er hún þá svona, þessi drottning?" mælti Lengst- ur.. „Jeg skal kenna henni betri síöu, svo sannarlega sem jeg heiti Lengstur og er konunglegur hállarþaka-fægi- GVex.id Kvú :>&nf3í>in9in^u 1júúazl

x

Smári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.