Smári - 01.10.1929, Blaðsíða 8

Smári - 01.10.1929, Blaðsíða 8
40 S M A R I Skólaglettur (Erlend fyrirmynd.) Nýr neinandi var kominn í bekk- inn — góðlátur, en ekki greindarleg- ur. Steini — mesti mannþekkjarinn og jafnframt mesti hrekkjalómurinn í bekknum — komst skjótt að þeirri niðurstöðu, að AlLi myndi auðtrúa vera. I einu stundarhljeina tók hann Alla tali. „í næsta tíma eru biblíu- sögur“, sagði Steini. „Þær kennir kandidat Björn; hann er mesti ágæt- ismaður — hefir bara einn Ieiðan galla; Hanner hjerumbil heyrnarlaus. Við verðum að öskra, ef hann á að heyra, en margir strákarnir nenna því ekki. En, veistu — þeir fá það, svei mjer, seinna borgað — sjerðu — þegar jólaeinkunnin kemur — sko! Ailir, sem öskrað hafa, fá miklu — miklu hærra í biblíusögum. — Hvort ætlar þú að vera öskurapi eða brodd- mús?“ — Alla þótti spurningin kyn- leg og bað um útskýringu. Það stóð ekki á henni. Broddmýs væru þeir, sem Iágt töluðu, en öskurapar þeir, sem hátt töluðu í tímum kandidatsins. Alla fanst alveg sjálfsagt að ganga í öskurapaflokkinn og lofaði Steina að öskra nógu hátt, ef hann yrði „tek- inn upp". Hann var Steina afskaplega þakklátur fyrir þessar uyplýsingar. Hann áleit sig þar með líftrygöan í biblíusögunum. — — — Stundar- hljeiuu var rjett að segja lokið. — Björn kandidat kom raulandi að heiman frá sjer og sýnilega í góðu skapi. Steini vjek sjer að honum og bað hann hæversklega að tala við sig nokkur orð. Hann tók þvf Ijúfmann- lega. Steini mælti; „Nýr drengur er kominn í bekkinn til okkar. Hann heitir Aðalsteinn Aðalsteinsson — besti piltur en heyrir fjarskalega illa. Hann vill samt ekki fyrir nokk- urn mun láta á því bera. Þessvegna læst hann heyra og heyra, en heyrir þó ekkert. Fari nú svo, að það kom- ist upp, að hann heyrir svona illa, og ef drengirnir taka til að hlæja að honum, þá verður hann aumingjaleg- ur, blóðrauður út undir eyru og eins og hann sje alveg að sökkra niður í jörðina. Mjer fellur þetta svo illa — -----“. „Þetta er sannarlega fallega hugsað af þjer, Steini minn. Þakka þjer fyrir að þú sagðir mjer þetta. Jeg ska! tala svo hátt, að aumingja drengurinn heyri — já, jeg skal biátt áfram öskra“, mælti kandidatinn og hraðaði sjer inn, því að í sama vet- fangi var hringt. — — — Biblíu- sögutíminn var byrjaður. Alli var „tekinn upp“ — fyrstur ailra. „Aðal- steinn Aðslsteinsson", hrópaði kandi- datinn svo hátt, að drengirnir hrukku við. „Getur þú sagt mjer hvenœr kirkjuþingið í Niken var haldið?" —- „Árið 325 eftir Krist", öskraði AIIi, drengjunum til stórrar furðu. — „Hvað gerðist merkilegt á þvíkirkju- þingi?“ kaliaði kandidatinn. „Kenn- ing Ariusar var dæmd villukenning", æpti Alli. „Hver var Arius?" hróp- aði kandidatinn. „Falskennari", hróp- aði Alli. „Jceja, falskennari — lát- um nú svo vera, en ónákvœmt svar er það. Hvað kendi hann ranglega?" spurði kandidatinn, sem nú var tek- inn að þreytast. En nú var um að gera fyrir Alla að kandidatinn heyrði svarið, því Alli kunni það orðrjett utanbókar. Hann kallaði því af öllum lífs og sálarkröftum gegnum lúður, sem hann bjó til úr höndum sjer: f íarin lcendi að þrenningarlœrdóm-

x

Smári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.