Smári - 01.10.1929, Blaðsíða 4

Smári - 01.10.1929, Blaðsíða 4
36 S M A R I Smágreinar um tafllistina. (Samtíningur víðsvegar að.) VII. Þriggja riddaraleikur. '. Donisthorpe. Onefndur. W. Donisthorpe. Onefndur. Hvítt. Svart. Hvítt. Svart. 1 . c2—c4 c7—cö 9. Re4Xf6 g7Xf6 2. Rg 1—f3 Rb8—c6 10. h2—h3 Bg4—d7 ? 3. Rb 1—c3 d7—d6 1 1 . Rf3—h4 Rc7—g6 4. d2—d4 Bc8—g4 12. Bf 1—d3 I Rg6Xh4? 5. Bcl—c3 f 7—f 5 13. Dd 1—höf Rh4—g6 6. d4—d5 f5Xe4 14, Bd3Xg6t Ke8—e7? 7. Rc3Xed Rc6—e7 og hvitt mátar i 2. leik 8. c2—c4 Rg8—f 7 — en hvernig? Lausnir sendist „Smára“. Sigurinn, (Samtal vinanna Jóns og Bjarna.) Samtalið fer fram í snoturri stofu. Þar er borö, stólar, bókaskapur og eldur logandi í ofni. Jón situr við borðið og les „Smára“. Barið. Jón: Kom inn! Bjarni (kemur inn með rjúkandi vindling milli fingranna): Qott kvöld, Jón! Jón: Gott kvöld. Velkominn. Fáðu þjer sæti. Bjarni (sest): Þökk fyrir. Jeg kom til þess að sækja bókina, sem þú bauðst mjer. Jón: Já, hana skaltu fá. Mjer er á- nægja að lána þjer hana. En — vertu nú vænn og legðu vindlinginn frá þjer. Tóbaksreykur kemur mjer altaf í vont skap, en verst fellur mjer þó, að vita af honutn í mínnm eigin her- bergjum. Bjarni: Fyrirgefðu — jeg gleymdi því(stingurvindlingnum íblikkhulstur). Jón (stendur á fætur, gengur að bókaskápnum, tekur þaðan bók og rjettir Bjarna): Qjörðu svo vel. Bjarni: Hjartans þakkir. Það verð- ur gaman að lesa þessa bók! (Geng- ur að skápnum og horfir á bækurn- ar). Jeg sje að þú hefir keypt marg- ar bækur síðan jeg kom síðast til þín. jón: Já, nokkrar hefi jeg keypt--- Bjarni (hugsandi); Heyrðu, Jón! Höfum við ekki jafnhátt kaup? Hvern- ig er þetta ? Ekki neyti jeg víns, fremur en þú. Báðir höfum við gam- an af að eiga og lesa góðar bækur. En það er eins og þá hafir altaf pen- inga til að kaupa bækur, en jeg svo sem aldrei. Og þó hefir þú í raun- inni ekki meiri fjárráð en jeg. Hvern- ig stendur á þessu? Jón (varfærinn): Má jeg spyrja, hve miklu eyðirðu í tóbak á ári? Bjarni (alvarlegur): Sannast að segja veit jeg það ekki sjálfur. En hversvegna spyrðu ? Jón: Mig langar bara til að vita það. Hvað heldurðu, án gamans, að að þú eyðir miklu, t. d. á viku? Bjarni (hugsandi): Svo sem ,3—4

x

Smári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.