Smári - 01.10.1929, Blaðsíða 5

Smári - 01.10.1929, Blaðsíða 5
S M Á R I 37 vindlingaöskjum. Jón: Sem kosta----------- Bjarni: 50 aura hver. Jón: Þá fer nú að verða vanda- lítið að sjá, hverju árseyðslan nemur. Það er hvorki meira nje minna en 80—100 kr. á ári. Fyrir þá upphæð má fá nokkrar bækur, Bjarni! Bjarni (roðnar): Já, víst er um það. — Finst þjer þetta voða mikið? Jón: Já, það verð jeg að segja. 100 kr. með vaxtavöxtum verða stórfje áður en varir. Manstu eftir töflunni í „Smára“ ? Bjarni: Já, jú — að vísu — en... Það má vera að mjer gangi ver en þjer að eignast bækur vegna — vegna — Jón (stendur á fætur, grípur um hönd Bjarna): Þú þarft ekki að segja meira — jeg skil þig, vinur. Ná gengur þú í barnastúkuna okkar í kvöld. Bjarni: Ætla’ ekki það! (Ákveð- inn) Og tii marks um það, að jeg skal ekki framar tóbaks neyta, varpa jeg hjer með vindlingabirgðum mínum í eldinn. þinn, vinur! Jón (viknandi): Flafðu heill gjört! Þú sigraðir sjálfan þig. En það er meira en að hertaka borgir. — Komdu, fundurinn fer að byrja! (Leið- ast út). Endir. I vetrarhríðum. Fellur tíðin ekki enn eftir Iýða högum ; gellur hríðin mögnuð — menn mega kvíða dögum. Jónas Þorsteinsson. Aðeins hið fagra. Þið, sem þessar línur lesið. Hafið þið altaf gjört ykkurgrein fyrir hvað er fagurt og hvað erljótt? Hafið þið gjört ykkur það Ijóst, að í lífinu og tilverunni allri er svo mikil fegurð, að ef þið opnið hug ykkar fyrir því, verður hið Ijóta aðeins erns og ofur- lítið ryk á gluggarúðu, þar sem birt- an og fegurðin er fyrir utan ? — Það er tll sögn um mann, sem var svo vondur, að hann sá ekki sólina. Það er altaf undir okkur sjálfum komið, hvort við sjáum hið fagra, og opnum eða lokum hug okkar fyrir því. Sá, sem sjer fegurðina í öllu og teygar hana inn í sál sína, eignast sjálfur fagra og göfuga sál. Og við skulum virða alla hluti fyrir okkur í þeirri trú, vð finna þar eitthvað fagurt, og þá fer ekki hjá því, að við finnum það. Horfið þið á smæsta dýrið í moidinni og lifnaðarhætti þess. Jafn- vel þar niðri í duftinu býr fegurð- in. Horfið á fræið, sem brýtur jarð- skorpuna til að komnst upp í sólar- Ijósið og verður að litfögru blómi, einnig þar er fegurðin. Lítið á hrynj- andi lækina, fjallahlíðarnar í sumar- skartinu og vetrarfeldinum hvíta. í dauðaríki vetrarins sem í Iífsbarmi vorsins býr ótœmandi fegurð. Horf- ið á fjallatindana, sem bera við heið- bláan himininn. Hvessið sjónir ykkar inn í hyldýpi himinsins, á hnattagrú- ann óteljandi. Hvar er fegurð og tign, ef ekki einmitt þar? Horfið á hið síkvika, ólgandi Iíf náttúrunnar í allri sinni fjölbreytni, leitið þar að fegurð og þið munuð finna meira en orð fá lýst. Jafnvel í því, sem er hrikalegt, og ægilegt, eins og náttúiu- lííýdid jozetdz'UU'um!

x

Smári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.