Smári - 01.10.1929, Blaðsíða 10
42
S M A R I
sneri hun jafnan vi& til að hugsa um
heimilið, en aldrei fórum við svo
þarna um, að húm væri ekki að
hoppa í kringunr okkur. Að loknm
var hún orðin svo spök, að hún hljóp
aðeins lítinn; spöl frá hreiðrrnu, og
beið þar án þess að sýna nokkur
óttamerki, er jeg kom tii þess að
gæta að,, hvort ungarnir væru ekki
komnir úr eggjunum. Jeg hafði altaf
mesto ánægju af að ganga; þarna
framhjá, og þegar lóan var farin al-
fari með ungana sína og jeg heyrði
ekki framar til hennar, þá saknaöi
jeg hennar, eins og góðvinar,
Það getur verið sönn ánægja að
sýna fuglunum' nákvæmni í umgengni.
Oleymið því ekki, börnin góð! Mun-
ið og eftir því, að ef þið takið egg
frá: litlu s fuglunum, þá er það sama
sem að barni væri stolið frá móður:
Hversu sárt mundi mömmu: ykkar
falla það, að einhver ræninginn kæmi
og tæki ykkur frá henni, og hún
fengi aldrei að sjá ykknr aftur!
Jón Sigurjónsson.
(Erlend. þjóðsaga endursögð.)
Framh. frá síðasta blaði.
„Jáy. sannarlega .skai alt jafna sig“,
hrópaði konungur í bræði sinni. Var
þá l.engri og þernan tekin höndum
og sett í fangelsi, sitt í hvorn turn-
klefann, og var aðeins þil eitt á milli.
Sá~ þá Lengri, að þar hafði hann
Ioks lengra gengið en hagkvæmtvar,
og þótti honum það verst þernunnar
vegna. Henni var svo grátgjarnt. —
„Hana verð jeg að hugga", hugsaði
hann. Tók hann þá að leika á næfra-
flautu sína, en í flautuspili átti hann
engan sinniíka. Þegar lævirkinn, sjálf-
ur meistarinn meðal söngvaranna,
heyrði hljómleik þennan, þá hugsaði
hann með sjer: „Þarna. er kló, sem
kann'L Og jafnskjótt gleymdi. elda-
stúlkan hörmum sínum. Hinsvegar
safnaði konungurinn um sig hirð sinni
og mæltk „Spili hann og spili hanni
Frelsi fær hann eigi, fyr en hingað
kemur svo hávaxinn náungi, aö hann
getur seilst upp á turnspírur hallar-
innan. En langt mun þangað til, að
hyggju vorri".
Heima í koti karls gekk alt með
sama lagi. Ekki fóru landskostir
batnandi og, eigi mjólkaði geitin bet-
ur en vant var. Einhverju sinni kom
Lengstur að máli við föður sinn, og
kvaðst hann nú vilja fara út í heim-
inn og freista hamingju sinnar, en
heirn skyldi hann koma ogfærakarli
poka fullan gulls. Kariinn varð ærið
vandræðálegur, klóraði sjer lengi í
hnakkanum og tók svo að hreyfa
andmælum. Qott væri gullið að vísuy
en. lítið hefði hann enn orðið var við
efndir gulll-loforða hinna bræðranna,
og svipað mundi jafnan reynast. Karl
var lengi hinn þverasti, en þó fór
svo að lokum, að Lengstur fjekk
fararleyfi og hjelt af stað með væn-
an poka undir hendinni. Fór hann af
tilviljun sömu leið og bræður hans
og segir ekki af ferðum hans annað
en þaö, að eftir sjö vikna göngu
hafði hann farið um þrjú konungs-
ríki og var nú kominn í dalinn, þar
sem höllin fagra stóð. Fjell honum
eins og bræðrum hans, höllin hið
bezta í geð, og ákvað jafnskjótt að
ílendast þar um sinn. En er hann
virti höllina fyrir sjer rneð undrun og