Fréttablaðið - 05.10.2019, Side 2

Fréttablaðið - 05.10.2019, Side 2
Veður Suðaustan 13-23 og víða rigning með morgninum, hvassast syðst, en þurrt fyrir norðan. Lægir síð- degis, fyrst á Reykjanesi. Styttir þá upp smám saman, en rigning áfram um landið suðaustanvert. Hiti 6 til 12 stig. SJÁ SÍÐU 48 Skrifuðu undir áskorun Barnaheilla Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA NÁNAR Á UU.IS EÐA Í SÍMA 585 4000 VERÐ FRÁ 339.900 KR. TVÆR FERÐIR, APRÍL 2020 SA M F É L AG A lmannateng illinn Andrés Jónsson var í byrjun mán- aðarins skipaður kjörræðismaður Indónesíu á Íslandi. Símtalið frá sendiherranum í Ósló um að hann tæki að sér embættið kom honum á óvart en vinir hans úr samfélagi indónesískra innflytjenda á Íslandi höfðu bent á hann sem kandídat. „Ég var AFS-skiptinemi í Indónes- íu 1994 til 1995 og hef síðan haldið góðu sambandi við fjölskyldu mína þar. Ég hef eignast marga indónes- íska vini hérlendis á undanförnum árum og er þakklátur fyrir þennan heiður. Ég mun þjóna þessu litla samfélagi eins vel og mér er unnt,“ segir Andrés. Áður hafði lögfræð- ingurinn Sveinn Andri Sveinsson gegnt embættinu frá árinu 2007. – bþ Skiptineminn ræðismaður HEILBRIGÐISMÁL „Ég sé að Sjúkra- tryggingar Íslands hafa vaknað úr dvala og nota gamla lummu sem ég þekki í svarinu,“ segir Sigurður Halldór Jesson um skýringar for- stjóra SÍ varðandi innkaup á þvag- leggjum. Fram hefur komið að Sigurður er ósáttur við að tiltekin tegund þvag- leggja sem henta honum best standi ekki til boða eftir útboð SÍ í fyrra. Í Fréttablaðinu í gær sagði María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, að þessir þvagleggir hefðu ekki verið boðnir í útboðinu og því ekki hægt að semja um kaup á þeim. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ,“ sagði forstjórinn. Sigurður segir undanþáguleiðina hins vegar vera þyrnum stráða og útheimta mikla skriffinnsku. Hann nefnir dæmi um mænu skaddaðan þvagleggjanotanda sem hafi þrætt sig í langan tíma og hafi reynt að fara undanþáguleiðina. Málið sé enn í ferli. „Það síðasta sem SÍ lagði fyrir hann var að prófa alla aðra þvag- leggi sem eru í boði en þá sem hann vill. Þetta þarf hann að gera áður en þeir íhuga að skoða málið. Þetta er ekkert gamanmál því eitt af því sem þvagleggjanotendur eru að stríða við eru þrálátar þvagfærasýkingar sem geta skemmt blöðru og nýru,“ segir Sigurður. Fólk í slíkri stöðu sé ekki að prófa eitthvað nýtt hafi það þegar fundið hið eina rétta. Varðandi útboðsmálið segir Sig- urður að hafi SÍ áttað sig á að eitt- hvert klúður væri í gangi sem bitn- aði á fastaviðskiptavinum þeirra bæri þeim skylda til að bjarga mál- unum og útvega rétta leggi. Senda hefði átti hlutaðeigandi bréf og láta vita af vandanum. „Í kjölfarið hefði svo átt að fylgja spurning um hvort við sættum okkur við aðra leggi. Það hefði verið lágmarks andmælaréttur okkar. Svarið frá mér hefði að sjálf- sögðu verið nei: Reddið þessu. Sam- kvæmt mínum kokkabókum er SÍ þjónustufyrirtæki fyrir okkur, ekki öfugt,“ segir Sigurður. Skilja mátti af orðum Sigurðar í Fréttablaðinu á fimmtudag að það hefðu verið bæklunarhjúkrunar- fræðingar og bæklunarlæknar sem veittu SÍ ráðgjöf við innkaupin. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir þetta óheppilegan misskiln- ing. „Það eru sérfræðingar í þvag- færaskurðlækningum og sérhæfðir hjúkrunarfræðingar á því sviði sem skoða þessi tilvik. Slíkt fagfólk var einnig í valhópnum sem valdi þá vöru sem nú er almennt í boði,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. gar@frettabladid.is Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. Til vinstri eru þvagleggir sem Sigurður Halldór notaði í átta ár þar til í fyrra en þvagleggirnir sem hann notar nú eru til hægri á myndinni. AÐSEND MYND Þetta er ekkert gamanmál því eitt af því sem þvagleggjanot- endur eru að stríða við eru þrálátar þvagfærasýkingar sem geta skemmt blöðru og nýru. Sigurður Halldór Jesson grunnskóla- kennari VIÐSKIPTI Hraðflutningafyrirtækið DHL mun ekki framlengja samning sinn við Icelandair Cargo en hann rennur út um næstu mánaðamót. Þetta staðfestir Sverrir Auðunsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi. DHL hefur nú þegar samið við nýja aðila, vildi Sverrir ekki gefa upp að svo stöddu hvaða aðilar það eru. Líkt og kom fram í blaðinu í gær hyggst Icelandair Cargo breyta leiðakerfi fragtvéla um næstu mán- aðamót og byggir það að hluta til á útgöngu Bretlands úr Evrópusam- bandinu. – gar DHL hættir hjá Icelandair Cargo Icelandair Cargo hefur starfað með DHL í áraraðir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Andrés Jónsson, almannatengill og ræðismaður. STJÓRNSÝSLA Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra vék úr sæti í máli er varðar kæru Landverndar vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar. Svandís Svav- arsdóttir heilbrigðisráðherra mun taka sæti Guðmundar Inga. Málið snýst um kæru Land- verndar um að taka ekki til ákvörð- unar hvort fyrirhuguð stækkun á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit skuli sæta umhverfis mati. Guð- mundur Ingi var framkvæmda- stjóri Landverndar á árunum 2011 til 2017. – ab Guðmundur Ingi víkur sæti fyrir Svandísi Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children eru 100 ára á þessu ári og af því tilefni blása samtökin til alþjóðlegs átaks undir yfirskriftinni „Stöðvum stríð gegn börnum“. Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid skrifuðu undir áskorunina og settu handarför sín á þar til gerðan vegg í Smáralind í gær. Náði Guðni mynd af því þegar Eliza skrifaði undir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI +PLÚS 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 F 3 -2 C 1 0 2 3 F 3 -2 A D 4 2 3 F 3 -2 9 9 8 2 3 F 3 -2 8 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.