Fréttablaðið - 05.10.2019, Síða 4
®
37” BREYTTUR
NÝR RAM 3500
NÝTT GLÆSILEGT ÚTLIT. NÝJAR ÚTFÆRSLUR
OG FJÖLMARGAR TÆKNINÝJUNGAR Í BOÐI.
EIGUM TIL CREW CAB BIG HORN, LARAMIE, SPORT OG
LIMITED ÚTFÆRSLUR TIL AFGREIÐSLU STRAX.
EINNIG MEGA CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM .
RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.987.745 KR. ÁN VSK.
RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK.
ramisland.is
CREW CAB
UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
717
símtöl frá ein
staklingum í sjálfs
vígshugleiðingum
hafa borist Hjálparsíma
Rauða krossins það sem
af er ári, 30 prósent fleiri en
í fyrra.
TÖLUR VIKUNNAR 30.09.2019 TIL 04.10.2019
70
ár eru frá því að Alþýðu
lýðveldið Kína var
sett á fót og voru
hátíðahöld þar í
landi í vikunni.
10
prósent Íslendinga
eru með sykursýki.
Þar af eru 90 til 95
prósent með sykur
sýki 2.
420
milljónir hefur Stofnun
Leifs Eiríkssonar
veitt í námsstyrki
á síðustu 18 árum.
Stofnunin styrkir
um tíu nemendur
á ári og fær hver
þrjár milljónir.
0
voru skot Man
chester United á
mark í leik gegn AZ
Alkmaar í vikunni.
Þetta er í fyrsta skipti
í sögu félagsins sem ekkert
skot þeirra ratar á rammann í
Evrópudeildinni.
Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri Reykjavíkur
sagði tvísköttun
á Reykvíkinga
ekki á dag-
skránni þegar
kemur að
öflun sextíu
milljarða
króna sem
vantar upp á
samgönguuppbyggingu á höfuð-
borgarsvæðinu. Veggjöld komi þó
vel til greina.
Halla Bergþóra
Halldórsdóttir
settur ríkissaksóknari
telur ábendingu
í mannhvarfs-
máli Guð-
mundar
Einarssonar
fullrann-
sakaða. Meint
vitni kvaðst
hafa verið í bíl sem
ók á Guðmund nóttina sem hann
hvarf í janúar 1975.
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
prófessor í stjórnmálafræði
setti inn færslu
á Twitter þar
sem hann
gagnrýndi
baráttu-
konuna Gretu
Thunberg.
Þar sagði hann
komandi kyn-
slóðir ekkert hafa gert fyrir okkur,
en að við höfum gert allt fyrir þær.
Þrjú í fréttum
Rannsóknir,
tvísköttun og
Thunberg
Í frétt um laun varaborgarfulltrúa
í blaðinu í gær var rangt farið
með starfshlutfall Jórunnar Pálu
Jónasdóttur, hún er í 50 prósent
starfi, en ekki 100 prósent. Þá
er Diljá Ámundadóttir ekki í
öðru starfi samhliða því að vera
varaborgarfulltrúi.
LEIÐRÉTTING
VIÐSKIPTI Verktaka- og þjónustu-
fyrirtækið VHE er í erfiðri fjár-
hagslegri stöðu eftir að upp komst
að stór samstarfsaðili þess, Upp-
haf fasteignafélag, væri í mun verri
stöðu en áður hafði verið haldið.
Samstarf Upphafs og VHE hefur
verið náið undanfarin ár og meðal
annars stefndu fyrirtækin í sam-
einingu að umfangsmikilli upp-
byggingu í Skarðshlíð, nýju hverfi í
Hafnarfirði. Miklar tafir hafa verið
á þeim fyrirætlunum.
Eins og greint var frá í vikunni var
eigið fé sjóðsins GAMMA: Novus
fært niður úr 4,4 milljörðum í 42
milljónir í vikunni. Vandræði sjóðs-
ins má rekja til erfiðleika dóttur-
félags þess, Upphafs fasteignafélags.
Eigið fé þess er uppurið og nú er þess
freistað að afla eins milljarðs króna
frá skuldabréfaeigendum til þess að
klára útistandandi verkefni félagsins.
VHE var byggingaraðili 129 íbúða
Upphafs í Kársnesi. Upphaf lega
stóð til að sala íbúðanna myndi
hefjast í lok árs 2018 en þær áætl-
anir hafa dregist á langinn. Eins og
Fréttablaðið greindi frá í vikunni
hunsuðu stjórnendur Upphafs
kostnaðaráætlun frá verkfræði-
stofunni Ferli og gerðu eigin áætl-
un innanhúss. Sú áætlun reyndist
vanmeta kostnaðinn við byggingu
íbúðanna verulega. Engar fram-
kvæmdir hafa staðið yfir á reitnum
á Kársnesi síðan í júní í sumar.
Þessu slæma höggi mátti VHE
ekki við. Segja má að fyrirtækið hafi
róið lífróður frá efnahagshruni en
þá stökkbreyttust erlendar skuldir
félagsins. Fyrirtækið rambaði á
barmi gjaldþrots eins og svo mörg
verktakafyrirtæki. Morgunblaðið
fjallaði um stöðu fyrirtækisins í
mars 2018 og greindi frá því að VHE
hefði um alllangt skeið átt í erfið-
leikum með að standa skil á greiðsl-
um til birgja og helsta lánveitanda
síns, Landsbankans. Lausafé hafði
skort til að standa undir af borg-
unum á lánum á réttum tíma og
greiða undirverktökum vegna
þeirra verka.
Umsvif VHE eru mikil en að
sama skapi er reksturinn í járnum.
Félagið velti um 9,6 milljörðum
króna árið 2018 og nam rekstrar-
hagnaður þess um 653 milljónum
króna. Þegar leiðrétt hafði verið
fyrir fjármagnsgjöldum og tekju-
skattsinneign var hagnaður ársins
31 milljón króna. Þá skuldar félagið
tæpa 9 milljarða króna.
Eigendur VHE eru systkinin
Unnar Steinn, Einar Þór og Hanna
Rún Hjaltabörn auk foreldra þeirra.
Unnar Steinn er stjórnarformaður
fyrirtækisins og á 80 prósenta hlut í
því en Einar Þór, framkvæmdastjóri
þess, átta prósent. Hanna Rúna á
sex prósent og foreldrar þeirra sín
þrjú prósentin hvort.
Systkinin eiga einnig fyrirtækið
Nesnúp ehf. í svipuðum hlutföllum
og VHE. Það fyrirtæki var hlut-
skarpast í útboði Hafnarfjarðar-
bæjar um fjórar fjölbýlishúsalóðir
í nýju Skarðshlíðarhverfi bæjarins
í lok árs 2016. Hreppti fyrirtækið
lóðirnar Apalskarð 2, Apalskarð 6,
Bergsskarð 1 og Geislaskarð 2. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Hafnar-
fjarðarbæ var kaupverð lóðanna
661 milljón króna.
Tæpu ári síðar keypti félagið
Skarðshlíð ehf. lóðirnar út úr Nes-
núpi en kaupverð lóðanna var 691
milljón króna. Skarðshlíð er í 50
prósent eigu Upphafs og 50 pró-
sent eigu VHE. Þá undirritaði félag-
ið einnig leigusamninga um tvær
aðrar lóðir í hverfinu, Hádegisskarð
12 og 16, til 75 ára. Framkvæmdir á
lóðunum eru skammt á veg komnar
og óvíst hvað verður.
Stjórnarformaður VHE, Unnar
Steinn Hjaltason, vildi ekki ræða
stöðuna sem upp er komin við
Fréttablaðið þegar eftir því var
leitað. bjornth@frettabladid.is
VHE í járnum vegna Upphafs
Rekstur verktaka- og þjónustufyrirtækisins VHE er í járnum vegna stöðu Upphafs fasteignafélags. Mikl-
ar tafir hafa verið á framkvæmdum í Skarðshlíð og hafa engar framkvæmdir átt sér stað á reit á Kársnesi.
VHE ehf., áður Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, hefur róið lífróður frá efnahagshruninu 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN
VHE var byggingaraðili
129 íbúða Upphafs fast-
eignafélags á Kársnesi.
Engar framkvæmdir hafa átt
sér stað á reitnum frá því í
júní síðastliðnum.
5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
F
3
-3
F
D
0
2
3
F
3
-3
E
9
4
2
3
F
3
-3
D
5
8
2
3
F
3
-3
C
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
0
4
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K