Fréttablaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 12
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
LOFTSLAGSMÁL
– Eru peningarnir þínir loftslagsmál?
Umhverfis- og skipulagssvið styður vakningu í loftslagsmálum
og stendur fyrir fundaröðinni Liggur okkur lífið á?
Öll velkomin og heitt á könnunni.
Þriðjudagurinn 8. október 2019
kl. 20 á Kjarvalsstöðum.
Umhverfis- og skipulagssvið stendur fyrir funda-
röðinni ásamt Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur,
formanni skipulags- og samgönguráðs, og
Líf Magneudóttur, formanni umhverfis- og
heilbrigðisráðs, þar sem loftslagsmál eru skoðuð
og rædd út frá ýmsum sjónarhornum.
Á fundinum munum við glíma við efni eins og:
Hvernig sýnum við fjárhagslega ábyrgð í loftslags-
málum? Geta græn skuldabréf fjármagnað aðgerðir
í baráttunni við loftslagsbreytingar, t.d. rafbíla-
væðingu, almenningssamgöngur, rafvæðingu
hafna, umhverfisvænt húsnæði eða endurvinnslu?
Hvaða gráu fjárfestingum getum við hætt?
Fjallað verður um grænar fjárfestingar, græn
skuldabréf og loftslagsmál. Bjarni Herrera,
framkvæmdastjóri CIRCULAR Solutions sjálfbærni-
ráðgjafar, flytur upphafserindi. Aðrir sem fram koma
eru Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri
Markaða hjá Landsbankanum, Guðmundur
D. Haraldsson, stjórnarmaður í Öldu, félags um
sjálfbærni og lýðræði og Helga Benediktsdóttir,
skrifstofustjóri fjárstýringar- og innheimtuskrifstofu
hjá Reykjavíkurborg.
Byggjum á staðreyndum. Hlustum á fagfólk og
grasrótina. Tökum þátt í umskiptunum.
Ráðstefna um tækifæri á sviði endur-
nýjanlegrar orku, jarðvarma, orkunýtni
o.fl. sem vinnur gegn hlýnun jarðar,
í Póllandi, Rúmeníu og Króatíu,
á vegum Uppbyggingasjóðs EES
Margir gestir frá opinberum aðilum, borgum og bæjum
þessara landa mæta
Ráðstefnan verður á Grand hótel 23. október, kl. 9:00 – 14:00
Dagskrá
9:00 Ávarp – Utanríkisráðuneyti og Orkustofnun
9:15 Kynning á tækifærum í Póllandi, Rúmeníu og Króatíu
10:15 Kynning á fyrirtækjum á Íslandi
11.30 Viðræður um samstarf á milli fyrirtækja og landa
14:00 Fundarlok
Þau fyrirtæki sem áhuga hafa á því að kynna sína starfsemi á
fundinum, eru beðin að hafa samband við Orkustofnun,
í síma 569 6000 eða með tölvupósti os@os.is
Utanríkisráðuneyti
Ráðstefna um tækifæri á sviði
endurnýjanlegrar orku,
jarðvarma, orkunýtni o.fl.,
í Póllandi, Rúmeníu og Króatíu,
sem vinnur gegn hlýnun jarðar,
á vegum Uppbyggingasjóðs EES
Margir gestir frá opinberum aðilum,
borgum og bæjum þessara landa mæta.
Ráðstefnan verður á Grand hótel
23. október, kl. 9:00 – 14:00
Dagskrá
9:00 Ávarp – Utanríkisráðuneyti og Orkustofnun
9:15 Kynning á tækifærum í
Póllandi, Rúmeníu og Króatíu
10:15 Kynning á fyrirtækjum á Íslandi
11.30 Viðræður um samstarf á milli fyrirtækja
og landa
14:00 Fundarlok
Þau fyrirtæki sem áhuga hafa á því að kynna sína
starfsemi á fundinum, eru beðin að hafa samband
við Orkustofnun, í síma 569 6000 eða með
tölvupósti os@os.is - Skráning fyrir alla er á os.is
Ráðstefna um tækifæri á sviði endur-
nýjanlegrar orku, jarðvarma, orkunýtni
o.fl. sem vinnur gegn hlýnun ja ðar,
í Póllandi, Rúmeníu og Króatíu,
á vegum Uppbyggingasjóðs EES
Margir gestir f á opinberum aðil m, borgum og bæjum
þessara land mæta
Ráðstefnan verður á Grand hótel 23. október, kl. 9:00 – 14:00
Dagskrá
9:00 Ávarp – Utanríkisráðuneyti og Orkustofnun
9:15 Kynning á tækifærum í Póllandi, Rúmeníu og Króatíu
10:15 Kynning á fyrirtækjum á Íslandi
11.30 Viðræður um samstarf á milli fyrirtækja og landa
14:00 Fundarlok
Þau fyrirtæki sem áhuga hafa á því að kynna sína starfsemi á
fundinum, eru beðin að hafa samband við Orkustofnun,
í síma 569 6000 eða með tölvupósti os@os.is
Utanríkisráðuneyti tanríkisráðuneytið
5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BANDARÍKIN Bandarískt hagkerfi
bætti við 136.000 nýjum störfum í
september en það dregur úr launa-
skriði að sögn bandarísku vinnu-
málastofnunarinnar sem birti í
gær nýjar upplýsingar um atvinnu-
markaðinn. Störfum fjölgaði yfir
sumarmánuðina.
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum
hefur ekki verið svo lítið í 50 ár.
Það er komið niður í 3,5 prósent af
vinnumarkaði og hefur ekki verið
svo lágt síðan í desember 1969.
Vísbendingar eru um að draga
muni úr ráðningum á næstunni.
Að sögn breska blaðsins Financial
Times hafa opinberir aðilar í Banda-
ríkjunum lýst aukinni spennu á
vinnumarkaði allt þetta ár, þar
sem atvinnuleysi hefur stöðugt
reynst undir langtímaáætlun.
Fólki á vinnumarkaði hefur fjölgað
og fyrirtæki hafa verið viljugri til
ráðninga og að greiða fyrir starfs-
þjálfun. Atvinnuþátttaka karla og
kvenna á vinnualdri fór í 82,6 pró-
sent í ágústmánuði.
Donald Trump, forseti Bandaríkj-
anna þakkaði sér lítið atvinnuleysi í
tísti í gær eftir skýrsluna.
En það eru teikn á lofti um að það
kunni að hægja á hagkerfinu. Til að
mynda hefur dregið úr hækkun
launa á vinnumarkaði. En stærsti
óvissuþátturinn eru tollaviðræður
Bandaríkjanna og Kína.
AP fréttastofan segir viðskipta-
halla Bandaríkjanna hafa aukist á
sama tíma. Útflutningur hafi reynd-
ar aukist en innf lutningur aukist
enn meir. Trump forseti lítur á við-
varandi viðskiptahalla landsins
sem merki um efnahagslegan veik-
leika og af leiðingar ósanngjarnra
viðskiptasamninga.
AP segir bandaríska neytendur
enn bjartsýna og að kaupgleði
þeirra hafi haldið hagkerfinu uppi á
þessu ári. Þannig hafa fasteignakaup
aukist aftur í kjölfar lægri vaxta hús-
næðislána. Að auki hefur sala bíla
verið góð. david@frettabladid.is
Ekki verið minna
atvinnuleysi í 50 ár
Bandarískt hagkerfi bætti við 136.000 nýjum störfum í september en það
dregur úr launaskriði. Vísbendingar um færri ráðningar. Atvinnuleysi er
komið niður í 3,5 prósent og hefur ekki verið svo lítið síðan í desember 1969.
TÚNIS Túnisbúar, sem kröfðust
frjálsra kosninga í uppreisn árið
2010, hafa ef til vill ekki gert ráð
fyrir svo mörgum kosningum. Á
sunnudag 6. október, munu þeir
kjósa nýtt þing. Það verða aðrar
af þrennum kosningum í haust.
Nýlokið er fyrri umferð forseta-
kosninga og fram undan er kjör í
seinni umferð. Kosningaþreytu er
farið að gæta í þessu eina lýðræðis-
lega ríki Arabaheimsins.
Kosningarnar hafa fallið í
skugga síðari umferðar forseta-
kosninga sem verða haldnar viku
síðar. Í þeirri lokakeppni takast á
tveir nýliðar: Kais Saied, lögfræð-
ingur sem hefur viðurnefnið „vél-
mennið“ vegna stífrar framkomu,
og Nabil Karoui, sem er auðugur
fjölmiðlamaður.
Þingkosningarnar eru mikilvæg-
ari en forsetakjör, þar sem dregið
var úr völdum forsetans í nýrri
stjórnarskrá sem samþykkt var í
kjölfar byltingarinnar.
Meira en 15.000 frambjóðendur
keppa um 217 þingsæti. Líkt og
víðar eru kjósendur þreyttir á
ríkjandi öf lum og því eru óvenju-
margir óháðir frambjóðendur.
Fram undan eru næg verkefni
fyrir nýtt þing þessa 11 milljón
manna ríkis. Aðgerða er þörf gegn
verulegri stöðnun í efnahagslífi.
Þegar Túnisbúar komu Zein al-
Abidine Ben Ali forseta og einræðis-
herra frá, fengu þeir ríkisstjórn sem
átti að skila landinu frelsi, lýðræði
og byggja upp innviði og efnahag.
Nú átta árum síðar hafa þeir frelsi
og lýðræði, en betri efnahagur lætur
á sér standa. Atvinnuleysi er um 15
prósent.
Kjósendur eru þó ekki mjög
áhugasamir. Kjörsókn í fyrstu
umferð forsetakosninganna í sept-
ember var einungis 45%. – ds
Enn á ný er kosið í Túnis
Fólki á bandarískum vinnumarkaði hefur fjölgað og fyrirtæki hafa verið
viljugri til ráðninga og að kosta starfsþjálfun. NORDICPHOTOS/GETTY
Kjósandi virðir fyrir sé langa framboðslista í höfuðborg Túnis í gær.
Milljónir Túnisbúa kjósa til þings á sunnudag. NORDICPHOTOS/AFP
0
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
F
3
-4
E
A
0
2
3
F
3
-4
D
6
4
2
3
F
3
-4
C
2
8
2
3
F
3
-4
A
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
0
4
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K