Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2019, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 05.10.2019, Qupperneq 18
AÐALFUNDUR knattspyrnudeildar Fylkis Miðvikudaginn 23. október 2019 kl. 20:00 er boðað til aðalfundar knattspyrnudeildar Fylkis í samkomusal Fylkishallar. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins Önnur mál. Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis. www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isHöldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum www.hekla.is/volkswagensalur Volkswagen T-Roc Ef þú vilt áberandi hönnun, möguleika á sérsniðnu útliti og gæði niður í minnstu smáatriði þá er T-Roc málið. Með T-Roc gefst þér tækifæri til að prófa nýstárlegan sportjeppa sem vekur eftirtekt með öugu útliti. Fæddur til að skara framúr Verð frá 4.390.000,- 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI „Stjórn ÍTF fundar reglu- lega en við höfum ekki hist í sumar, allur hópurinn sem slíkur. Við ræðum ekkert fjármál einstakra félaga en það er svo sem ekkert nýtt að þetta er erfiður rekstur,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, regnhlífarsamtaka félaga í efstu tveimur deildum karla og kvenna, og framkvæmdastjóri Víkings. Þó að fótboltinn hafi verið flaut- aður af þetta sumarið og flestir leik- menn séu komnir í frí eru stjórnar- menn og aðrir sjálfboðaliðar á fullu að reyna að skrapa saman fyrir kom- andi vertíð. Fyrirtækin í landinu eru að gera sínar áætlanir og því er betra að vera inni í þeim. Haraldur segir að blikur séu á lofti enda eru mörg fyrirtæki að draga saman seglin eins og fréttaf lutn- ingur undanfarnar vikur sannar. „Það eru stór fyrirtæki í landinu jafnvel að loka á samstarfssamninga við félög. Það er verið að skera niður mjög víða og ég óttast að það eigi eftir að snerta félögin svolítið harka- lega,“ segir Haraldur. Séu ársreikningar nokkurra félaga skoðaðir handahófskennt má sjá að reksturinn stendur oft tæpt þar sem hagnaður er eitt árið en tap það næsta. Breiðablik tapaði til dæmis 16 milljónum á síðasta ári en var með 900 þúsund króna hagnað árið þar á undan. Alls greiddi félagið 255 milljónir og 745 þúsundum betur í laun til þjálfara, leikmanna og yfir- stjórnar. Fór launaliðurinn upp um hartnær 26 milljónir milli ára. ÍBV, sem féll úr efstu deild, tap- aði 10 milljónum á síðasta ári. Þar voru greiddar 80 milljónir í laun og tengd gjöld. Skagamenn skiluðu 47 milljóna króna hagnaði. Líklega má reikna með að salan á Arnóri Sigurðssyni til CSKA Moskvu vegi þar þungt. Tekjurnar voru 253 millj- ónir en gjöldin voru 205 milljónir en ÍA var í Inkasso-deildinni í fyrra. Þó kemur fram að knattspyrnudeildin skuldar um fimm milljónir. Stjarnan segir í sínum ársreikn- ingi að aðrar rekstrartekjur hafi verið nálægt 300 milljónum en knattspyrnudeildin hagnaðist um 13 milljónir í fyrra miðað við tíu milljóna tap árið á undan. Laun og tengd gjöld telja 223 milljónir. Svona mætti trúlega lengi telja séu ársreikningar allra félaga teknir til skoðunar. Haraldur bendir á að upphæðunum sem er safnað sé yfir- leitt safnað af sjálfboðaliðum. Haraldur segir að fjármál ein- stakra félaga séu ekki rædd meðal ÍTF, þau séu og verði trúlega alltaf svolítið tabú. „Það er trúlega ein- hvers staðar þannig að það sé ekki verið að borga leikmönnum og öðrum í kring á réttum tíma. Við í Víkingi höfum verið í þeim sporum, þó við séum í miklu betri málum í dag, og ég held að öll félög hafi ein- hvern tímann kynnst þeirri tilfinn- ingu. Þetta hefur verið og verður trúlega áfram alltaf erfiður rekstur,“ segir Haraldur. Jón Rúnar Halldórsson, fyrrver- andi formaður knattspyrnudeildar FH, ritaði þannig í ársskýrslu félags- ins: „Öllum sem koma að rekstri íþróttadeilda hér á landi er ljóst að það er ekki tekið út með sældinni einni að standa í því og er rekstur knattspyrnudeildar FH þar ekki nein undantekning. Það hefur alltaf verðið erfitt að reka fótboltafélag og verður svo áfram.“ benediktboas@frettabladid.is Peningalofti hleypt úr fótboltablöðru Ársreikningar nokkurra félaga Allar upphæðir eru í milljónum króna Stjarnan Tekjur: 325 Gjöld: 311 Hagnaður: 13 Laun knattspyrnudeildar: 223 Breiðablik Tekjur: 322 Gjöld: 338 Tap: 16 Laun knattspyrnudeildar: 256 ÍBV Tekjur: 152 Gjöld: 162 Tap: 10 Laun knattspyrnudeildar: 79 ÍA Tekjur: 253 Gjöld: 205 Hagnaður: 47 Laun knattspyrnudeildar: 51 Valur Tekjur: 360 Gjöld: 288 Hagnaður: 85 Laun knattspyrnudeildar: 188 Víkingur Tekjur: 200 Gjöld: 198 Hagnaður: 0,7 Laun knattspyrnudeildar: 66 Fyrirtæki eru farin að halda að sér höndum þegar kemur að styrktarsamningum við íþróttafélög. Rekstur knattspyrnudeilda er erfiður sem fyrr, segir formaður ÍTF, regn- hlífarsamtaka félaga í efstu tveimur deildum karla og kvenna. Samkvæmt ársreikningum félaga fá þau um 10-12 milljónir fyrir sjónvarpsréttinn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF. 0 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 F 3 -3 5 F 0 2 3 F 3 -3 4 B 4 2 3 F 3 -3 3 7 8 2 3 F 3 -3 2 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.