Fréttablaðið - 05.10.2019, Page 20

Fréttablaðið - 05.10.2019, Page 20
MYNSTRUÐ BINDI GETA HREINLEGA VIRST LOGA Í SJÓNVARPSÚTSENDINGU. Réttu handtökin Að hnýta bindi Vandi íslenskrar tungu hefur verið mér hug-leikinn lengi, þá sér-staklega í tengslum við ný orð sem öðl-ast sess,“ segir Jón. „Stundum eru þau flott, góð og skýr hugsun á bak við þau. Önnur eru ljót, léleg og oft mjög gildishlaðin. Þessi orð fara inn í tungumálið og við eigum oft engra annarra kosta völ en að nota þau. Nýjasta dæmið er orðið lúsmý. Á hvaða fundi var þetta orð ákveðið og af hverju var mér ekki boðið á hann?“ spyr Jón. Jóni er illa við að nota orðið nýyrði í þessu samhengi, því það sé einmitt gott dæmi um misheppnað orð og er þegar komið á lista orða sem tekin verða fyrir. „Hvenær hættir nýyrði að vera nýyrði?“ spyr Jón og leggur það að jöfnu við orðið nýbúi. Orðskrípi „Í gegnum aldirnar hafa ný orð verið búin til af mönnum sem hafa komist í þannig þjóðfélagsstöðu að geta útdeilt orðum til almennings. Eða þá að þau hafa verið búin til af nefnd því það vantaði orð,“ segir hann Eitt af þeim orðum sem Jón leggur sérstaka fæð á er knattspyrna, sem Bjarni Jónsson frá Vogi bjó til árið 1912. „Þetta er orðskrípi og ekkert að því að nota hið alþjóðlega orð fótbolti. Ef við ætlum að nota orðið knattspyrna þá ættum við einn- ig að nota orðið þeytiknöttur um boltann sjálfan. En við köllum hann fótbolta, sem býr til mikið ósam- ræmi í tungumálinu.“ Annað orð er afmæli. Í germönsk- um málum er talað um fæðingardag og var það gert á Íslandi áður fyrr. „Fæðingardagur er gleðilegt, við höldum upp á daginn sem við fædd- umst á,“ segir Jón. „En íslenska orðið afmæli hefur neikvæða merkingu og vísar til þess að verið sé að mæla af einhverju, sennilega þeim tíma sem viðkomandi á eftir ólifað.“ „Sumum verður óglatt, líkam- lega óglatt við að nota ákveðin orð því þau eru svo ógeðsleg,“ segir Jón. Legslímhimnuflakk er eitt þessara orða sem er að mati Jóns sérlega viðbjóðslegt, óþjált og hreinlega lélegt. „Við Íslendingar höfum til- hneigingu til þess að búa til nýyrði í stað þess að nota erlend heiti. Leg- slímhimnuflakk (endometriosa) er sjúkdómur sem hefur almennt og viðurkennt heiti í f lestum tungu- málum. Þegar við höfum tekið inn erlend sjúkdómsheiti hefur það yfirleitt virkað vel, eins og til dæmis mígreni. Það er fínt orð og engin ástæða til að íslenska það frekar.“ Víkur nú samtalinu að hinum gildishlöðnu orðum og samkvæmt Jóni er af nógu að taka. Líknardráp er eitt þeirra. „Orðið líknardráp var greinilega búið til af einhverjum sem var á móti þessu fyrirbæri, og stundum hefur einnig verið talað um líknarmorð.“ Bæði þessi orð komu inn í íslenskuna um miðja síðustu öld og voru orðin útbreidd á áttunda áratugnum. Stæk kvenfyrirlitning Jón segir að þessi orð séu svo gildis- hlaðin að sífellt verði meiri krafa um að hætt sé að nota þau. Slíkt hafi verið gert í nokkrum tilfellum, til dæmis tekin út orð á borð við kyn- villingur og þroskaheftur. „Orðið kynvillingur hafði náð ákveðinni festu í tungumálinu, en það gerði ráð fyrir að samkynhneigð væri villa eða ruglingur og við náðum að koma því út úr málinu. Þetta mætti gera með fleiri orð. Mér þykir vænt um íslenskuna og þykir leiðinlegt að sjá einhverja komast upp með að koma svona orðum inn í málið.“ Þá nefnir hann að mörg íslensk orð feli í sér stæka kvenfyrirlitn- ingu. „Við ættum aldrei að nota orð eins og tengdamömmubox. Þetta er eins og lélegur Benny Hill brandari því hverjar eru tengdamömmur? Jú, fullorðnar konur. Við erum í raun að segja að allar fullorðnar konur séu leiðinlegar og tilvalið að stinga þeim í plastbox ofan á bílinn.“ Jón ítrekar að hann sé ekki íslenskufræðingur og að bókin sé að miklu leyti hugsuð sem skemmti- bók. Hann vill þó einnig vekja fólk til umhugsunar um tungumálið sem við notum á hverjum einasta degi, áhrif þess og mátt. Vond orð Grínistinn, rithöfundurinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr vinnur nú að nýrri bók, eða réttara sagt orðasafni slæmra orða í íslenskri tungu. Verða þau listuð upp, gerð grein fyrir því af hverju þau eru slæm og önnur betri nefnd til sögunnar. Jóni þykir vænt um íslenskuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ✿ Nokkur slæm orð NÝYRÐI LÚSMÝ KNATTSPYRNA AF M Æ LI ST ÍG VÉ L LE G SL ÍM H IM N U FL AK K LÍ K N AR D RÁ P KYN VILLIN G U R TENGDAMÖMMUBOX SKÖP VESTURGATA MIKLATÚN SUMUM VERÐUR ÓGLATT, LÍKAMLEGA ÓGLATT VIÐ AÐ NOTA ÁKVEÐIN ORÐ. Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur@frettabladid.is Páll Magnússon, þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Sjálfstæðis­ flokkinn og fyrrverandi útvarps­ stjóri, er alvanur því að hnýta bindishnút. Og er ekki lengi að því enda hefur hann þurft að binda þá marga á ferli sínum í sjónvarpi. „Ég lærði af þeim besta, Sævari Karli Ólasyni, sem rak hér í Reykjavík bestu herrafataverslun í Evrópu. Hann kenndi mér að gera þetta almennilega. Ég hnýti alltaf einfaldan Windsor og það eru nokkrar grunnreglur sem er gott að hafa í huga. Síddin á bindinu þarf að vera þannig að það endi akkúrat á beltissylgjunni. Það má ekki vera yfir henni þegar maður stendur uppréttur og ekki undir henni heldur. Annað sem er gott að hafa í huga er að nota ekki mynstrað bindi við marg­ lita skyrtu. Mynstruð bindi geta hreinlega virst loga í sjónvarps­ útsendingu,“ minnir hann á. – kbg Kennslumyndband af Páli þar sem hann sýnir réttu handtökin er að finna á www.frettabladid.is. 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 0 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 F 3 -4 9 B 0 2 3 F 3 -4 8 7 4 2 3 F 3 -4 7 3 8 2 3 F 3 -4 5 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.