Fréttablaðið - 05.10.2019, Page 26
óljóst hvort við eigum tiltæka hug-
myndafræði sem ræður við svona
stórt verkefni. Ég hef sveiflast í því
hvort við séum að fara inn í óöld og
kaos. Það er alveg gild skoðun og
freistandi að skrifa napra bók um
að allt sé að fara til andskotans. Ég
hef lesið margar slíkar bækur.“
Um að þetta sé vonlaust?
„Já, og líka bækur þar sem því er
haldið fram að öll okkar lífsgæði
og réttindi séu til komin vegna olíu
sem auðveldi okkur lífið og hafi
skapað ákveðna blekkingu á síð-
ustu 200 árum, að við séum dæmd
til að klára olíuna og steikja nátt-
úruna um leið. En ég vil leyfa mér
að trúa því að þegar heil kynslóð
ungmenna er komin með hugsjón
og sér að hlutir verða að breytast
og er komin með fyrirmyndir um
það hvernig á að breyta því, þá
muni hlutir breytast mjög hratt.
En við sjáum vissulega tregðu sem
er orðin glæpsamleg, eins og þann
áróður sem hefur verið kostaður af
hagsmunaaðilum. Hann er orðinn
eins konar stríðsglæpur. Glæpur
gegn mannkyninu og jörðinni í
heild sinni.
Jú, jú, það var lítil ísöld og Vatna-
jökull var miklu minni á landnáms-
öld og náttúran hefur tekið miklum
breytingum og þar hafa orðið sveifl-
ur. En þegar eðlisfræðin er skoðuð
þá er staðreynd að CO2 fangar hita
og meira CO2 fangar meiri hita.
Það er jafn ljóst og að áfengi veldur
ölvun og meira áfengi veldur meiri
ölvun. Það eru ótal dæmi um ölvað
fólk sem segist geta ekið eftir sex
bjóra, en það er bara rugl. Þessir
hópar sem afneita loftslagsvísind-
um reyna meðvitað að rugla okkur
í ríminu og búa til hugmyndir um
að málið sé hlaðið efasemdum. Þeir
eru að verja gríðarlega fjárhagslega
hagsmuni en tjónið sem þeir hafa
valdið er nánast ómælanlegt. Við
værum komin langt með að leysa
vandann ef við hefðum byrjað fyrir
30 árum.“
Ekki jarðvegur fyrir vantraust
Við höfum samt popúlísk öfl við völd
víða um heim, eins og Trump og for-
seta Brasilíu. Heldurðu að álíka öf l
gætu náð áhrifum hér á landi?
„Einhverjir daðra við það en ég
er sannfærður um að það fái engan
hljómgrunn því þessi popúlísku öfl
eru byggð á fjarlægð við vísindin og
vísindamenn. Ein mikilvægasta
langtímarannsóknin á sýrustigi
sjávar í heiminum kemur frá Jóni
Ólafssyni haffræðingi og við eigum
vísindamenn sem eru virtir um
allan heim. Ef menn ætla að ata
merka vísindamenn auri af þing-
pöllum og vísa í YouTube-mynd-
bönd, amerískar olíuhugveitur
eða danska afneitunarsinna, þá
segi ég bara: Guð hjálpi þeim! Við
eigum frábæra vísindamenn í jökla-
fræðum, jarðeðlisfræði og eldfjalla-
fræðum og þeir standa allir nærri
almenningi. Við eigum björgunar-
sveitir og félög eins og Jöklarann-
sóknafélagið þar sem sérfræðingar
og almenningur vinna saman. Hér
má vera gagnrýnin hugsun en hér er
ekki jarðvegur fyrir vantraust.“
Þú hefur í mörg ár talað fyrir nátt-
úruvernd og oft fengið á þig óvægna
gagnrýni.
„Ég tek það ekki mikið inn á mig.
Ég hef kynnst svo mörgu góðu fólki
gegnum þessa baráttu og hef sára-
sjaldan lent í leiðinlegum aðstæð-
um. Ég sé kannski eitthvað á netinu
eða heyri utan að mér að einhverj-
um sé illa við mig. Ég hef átt í deilum
við stóriðjuna og er málkunnugur
mörgum af þeim sem ég hef átt í
orrahríð við. Ég kann vel við þetta
fólk í viðkynningu, en ef mér finnst
stigið yfir mörkin í sannleikanum
þá andmæli ég. Það er þá frekar að
málefnið sjálft angri mig. Mér þykir
sárt þegar ómetanleg svæði eru
eyðilögð og mér þykir leitt að það
þurfi að eyða svona mikilli orku í
að verja dýrmæta náttúru.
Ég myndi ekki mála mig sem
fórnarlamb eða píslarvott í þessum
málum. Það getur vel verið að ég
hafi misst af einhverjum tækifærum
eða glatað einhverjum lesendum
eða að það sé illt umtal einhvers
staðar sem ég veit ekki af. Ég á ekk-
ert annað líf til samanburðar. Það
má segja að þetta hafi blossað upp
þegar listamannalaunaumræðan
var hér um árið. Þá voru einhverjir
viljugir að taka mig niður. Það var
áður en orðið falsfréttir var orðið
til, en allar fréttirnar voru rangar.
Þá var ég á kafi í þessari nýju bók en
það var talað eins og ég væri ekki að
gera neitt.“
Er okkur ekkert heilagt?
Það virðist ríkja almennur skilning-
ur á að við þurfum að vera hófsam-
ari en við erum en svo koma skila-
boðin: Yfirvofandi orkuskortur! Er
það hræðsluáróður?
„Í bókinni er ég viljandi að f lýja
hina þrúgandi innri umræðu um
orkumálin og reyna að sjá heiminn
í stærra samhengi. Það er auðvitað
hlægilegt, þegar Íslendingar eru
stærsti raforkuframleiðandi í heimi,
að hægt sé að birta fyrirsagnir um
orkuskort. Hann á að ógna okkur
svo að við eigum að titra og skjálfa
vegna þess að það á hugsanlega að
fara að taka eitthvað af okkur. Þarna
er tekinn svo stór sveigur að manni
finnst eiginlega ekkert ómögulegt
þegar kemur að því að stilla fólki
upp við vegg. Ég veit að f lestir for-
stjórar orkufyrirtækjanna skrifa
ekki undir þetta. Bitcoin er síðan
annar kapítuli, þar er verið að
brenna orku til að skapa sýndar-
veruleika og eyða dýrmætum berg-
vatnsám á Íslandi.
Heilagleiki er nokkuð sem ég velti
fyrir mér í þessari bók. Þar segi ég
frá Helga Valtýssyni, sem var fædd-
ur 1877 og eyddi nokkrum sumrum
við rannsóknir á Kringilsárrana frá
árinu 1939. Hvernig hann orðar
upplifun sína á náttúrunni er eitt-
hvert hlaðnasta líkingamál sem ég
hef nokkru sinni rekist á í íslenskri
bók. Hann talar um að hann hafi
fundið „þagnarþrungna geimvídd
Guðs“ uppi á Vesturöræfum. Þá fer
ég að velta fyrir mér: Er okkur ekk-
ert heilagt? Svæðið þar sem hann
fann þennan helgidóm er horfið og
við sjáum Amasonskógana brenna.
Paradís brennur. Verðum við
kannski að fara að tengja okkur inn
í heilagleikann? Verð ég að tala um
hagkvæmni og hagvöxt eða má ég
segja að eitthvað sé heilagt? Höfum
við hugsanlega tapað einhverri
tengingu við raunveruleikann –
og þá á ég við náttúruna? Öll þessi
ímyndaða skynsemi og hagkvæmni
er að ýta okkur fram af brúninni, nú
þegar undirstöður lífsins virðast
ætla að bresta.“
Talandi um heilagleika. Dalai
Lama er persóna í þessari bók.
Hvaða áhrif hafði það á þig að hitta
Dalai Lama?
„Það var auðvitað magnað. Við
hittumst í tvígang og ræddum
saman í næstum þrjár klukku-
stundir samtals. Þetta var eins og að
láta söguna sjálfa segja þér söguna.
Þegar hann talaði um fundi sína
með Maó sem síðar sveik hann þá
fannst mér það nánast óraunveru-
legt, þarna var drengurinn sem ég
las um í bókinni Sjö ár í Tíbet að
segja mér frá Maó. Það er lærdóms-
ríkt að sjá hvernig hann bregst við
mótlæti og hversu sterkum gildum
friðsamlegrar baráttu hann heldur
á lofti. Hann var rekinn í útlegð og
þjóð hans og menning troðin niður.
Hann talar ekki illa um Kínverja og
er tilbúinn að afskrifa fortíðina og
vísar þar réttilega til Evrópu, hún
stæði í ljósum logum ef Evrópu-
búar væru alltaf að velta sér upp
úr seinni heimsstyrjöldinni. Menn
gætu hefnt sín alveg endalaust. Við-
tölin fóru víða og hann virðist geta
skipst milli gleði og sorgar í sömu
setningu. Ég gat spurt hann um lífið,
dauðann, framtíðina og umhverfis-
mál, jafnvel tilgang lífsins. Í viðtal-
inu sem ég tók við hann talaði hann
um að einn megintilgangurinn væri
að gera gagn, en ekki bara það held-
ur líka að verða öðrum að gagni.“
Þú trúir á það?
„Ég myndi ekki neita því. Við
höfum verið að ganga í gegnum
langt tímabil þar sem einstakling-
urinn á að setja sjálfan sig í fyrsta
sæti. Að sumu leyti þvert á það sem
fyrri kynslóðir gerðu þar sem það
var dyggð að fórna sér fyrir aðra. Í
dag er það jafnvel kallað meðvirkni
en kannski er meiri sannleikur í því
sem sú kynslóð var að gera.“
Sambandsleysi við tímann
Bókin heitir Um tímann og vatnið
og þú tengir lesandann mjög vel
og skemmtilega við tímann, eins
og þegar þú bendir á að það sé ein-
ungis tuttugu og ein amma síðan
Jesús fæddist. Þú lokar svo bókinni
árið 2102 með barnabörnum dóttur
þinnar, af hverju vildirðu gera það?
„Sambandsleysi við tímann er
grundvallargalli hjá okkur. Bæði
tilfinning fyrir fortíð og djúp til-
finning fyrir náinni framtíð. Þaðan
kemur þessi hugarleikfimi mín. Ég
tengi djúpt við afa mína og ömmur
og spegla það fram í tímann. Það
sem við gerum í dag hefur bein áhrif
á afkomendur okkar. Miðað við það
hvernig við tökum ákvarðanir og
hvernig kerfi okkar eru uppbyggð
erum við ekki að búa í haginn fyrir
næstu kynslóðir. Við búum við sið-
ferðilega kreppu og erum föst í
kerfi sem erfitt er að slíta sig út úr
en er ekki að fara nógu hratt í rétta
átt. Næstu 30 ár snúast um miklar
kerfisbreytingar.“
Þú heldur að það takist að koma
þeim á?
„Það væri fáránlegt að reyna það
ekki. Út frá þeirri staðreynd að CO2
fangar hitann þá munar um allt.
Jafnvel þótt við náum bara 10 pró-
sent árangri þá munar um það.
Við erum ekki lengur tengd við
jörðina á náttúrulegan hátt. Ofur-
kraftarnir sem olían færði okkur
eru rosalegir og hafa blindað okkur.
Við erum komin svo óralangt frá því
sem mannkynið var fyrir 200 árum.
Við þurfum að leita aftur í lífrænar
aðferðir en um leið erum við sam-
ofin tækninni og við þurfum að
finna leiðir til að létta okkur lífið án
þess að grafa undan komandi kyn-
slóðum. Við héldum að næstu 30
ár myndu snúast um meiri sýndar-
veruleika og gervigreind, en í raun-
inni munu þau snúast um mat, orku,
samgöngur, votlendi, breytta neyslu
og byggingartækni. Næstu áratugir
munu snúast um hinn áþreifanlega
veruleika, lofthjúpinn og hafið. Á
meðan vísindamenn telja að við
getum haft einhver áhrif þá ber
okkur öllum skylda til að gera okkar
besta.“
EF MENN ÆTLA AÐ ATA
MERKA VÍSINDAMENN
AURI AF ÞINGPÖLLUM OG
VÍSA Í YOUTUBE-MYND-
BÖND, AMERÍSKAR OLÍU-
HUGVEITUR EÐA DANSKA
AFNEITUNARSINNA ÞÁ
SEGI ÉG BARA: GUÐ HJÁLPI
ÞEIM!
VIÐ HÉLDUM AÐ NÆSTU
30 ÁR MYNDU SNÚAST
UM MEIRI SÝNDARVERU-
LEIKA OG GERVIGREIND,
EN Í RAUNINNI MUNU ÞAU
SNÚAST UM MAT, ORKU,
SAMGÖNGUR, VOTLENDI,
BREYTTA NEYSLU OG
BYGGINGARTÆKNI.
Andri Snær segir að það hafi verið næstum óraunverulegt að hlusta á Dalai Lama tala um kynni sín og Maós formanns. MYND/ ARNAR ÞÓRISSON
5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
F
3
-6
C
4
0
2
3
F
3
-6
B
0
4
2
3
F
3
-6
9
C
8
2
3
F
3
-6
8
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
0
4
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K