Fréttablaðið - 05.10.2019, Page 28
Kynferðisofbeldi 1. hluti af 5
„Á vormánuðum 2017 kærði dóttir
mín mjög alvarlegt kynferðis
of beldi til lögreglu. Maður sem hún
þekkti lítillega beitti hana blekk
ingum og þóttist vera annar maður.
Hann braut á henni kynferðislega
ítrekað og með alvarlegum hætti.
Málið var f lókið og tók fjóra mán
uði í rannsókn.
Í upphafi leitaði dóttir mín í
Bjarkarhlíð. Þar fékk hún hlýlegar
móttökur frá fagfólki og þaðan var
máli hennar komið í farveg til lög
reglu. Bjarkarhlíð er góður staður
fyrir þolendur að leita til.
En það sem tók við hjá lögreglu er
ámælisvert að mínu mati.
Ég myndi lýsa ferlinu sem kerfis
villu því það er stórgallað ferli frá
upphafi til enda.
Það er tekin skýrsla af þolanda
ítrekað. Þolendur þurfa að endur
taka frásögn sína aftur og aftur.
Hún var send í sálfræðimat og
niðurstaðan var að hún væri skýr
og f lott ung kona með engan undir
liggjandi vanda. Í skýrslunni var
sérstaklega tekið fram í niðurstöð
um að eftir þetta hrottalega of beldi
þyrfti hún sértæka áfallameðferð.
Réttargæslumaður og lögregla sem
fengu skýrsluna í hendur sáu hins
vegar enga ástæðu til að nefna við
hana niðurstöðuna og brýna þörf
á áfallameðferð eða hvar hana væri
að finna.
Það var gert ráð fyrir að dóttir
mín myndi lesa skýrsluna og með
taka efni hennar og síðan finna út
úr því sjálf hvar og hvernig hún
gæti sótt sér slíka aðstoð. Hún var
í engu ástandi til þess og á þessum
tímapunkti sá ég að ég þyrfti að
taka málin í mínar hendur og gæta
hennar enn betur en ég hafði gert
í þessu ferli. Ég sá að enginn þol
andi getur gengið einn í gegnum
þetta ferli hjá lögreglu. Það þarf
ástvini og sterkt bakland. Það eiga
því miður ekki allir, og sú hugsun
leitaði á mig á meðan ég studdi við
dóttur mína.
Rannsóknarlögreglan sem stýrði
málinu kom fram við dóttur mína
af slíkum ruddaskap. Hún sagði
við hana ískalt og án samúðar að
leita sér hjálpar. Og varpaði á hana
skömminni og sagði málið hafa haft
slæm áhrif á þann sem hún kærði
upphaflega. Ég kvartaði yfir henni
við þáverandi yfirmann kynferðis
brotadeildar. Yfirmaður hennar
sagðist ekki geta farið fram á að hún
bæðist afsökunar heldur þyrfti hún
að finna það hjá sjálfri sér vildi hún
gera það.
Ég velti því fyrir mér hvort það sé
Dóttir mín
var bara
málsnúmer
Móðir ungrar konu sem kærði alvarlegt
kynferðisofbeldi til lögreglu vill viðhorfs-
breytingu og breytt verklag. Hún skrifar
opið bréf til dómsmálaráðherra um reynslu
sína af því að standa við hlið dóttur sinnar.
Mæðgurnar vilja báðar viðhorfsbreytingu og breytt verklag innan lögreglunnar. Tafir á málinu, erfið samskipti og viðmót jók á mikla vanlíðan og áfallastreitu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
Mó ð i r u n g r a r konu sem kærði alvarlegt kynferðisbrot t i l lög reglu f y rir tveimur árum
segir ferlið hafa reynst dóttur sinni
erfið þrautaganga. Það sem var
henni hvað erfiðast varðar rann
sókn málsins og viðtökur hjá lög
reglu.
Gerandinn var dæmdur í fjög
urra ára fangelsi í Héraðsdómi
Reykjaness í vor, kynferðisbrot
hans voru í dómsorði sögð alvarleg
og áhrif þeirra á ungu konuna djúp
stæð.
Þrátt fyrir alvarleika brotanna
upplifði unga konan að sögn móð
urinnar að henni væri ekki trúað.
Hún var látin endurtaka vitnisburð
sinn ítrekað og þurfti að undir
gangast sálfræðimat.
Þegar málið var loks sent héraðs
saksóknara hafi það svo verið sent
aftur til lögreglu vegna vankanta á
rannsókninni. Það vantaði að yfir
heyra tvö vitni. Lögregla hafi þá
tekið sér fjóra mánuði í að lagfæra
þessi atriði áður en málið var aftur
sent héraðssaksóknara.
„Hjá lögreglu var dóttir mín
kennitala á blaði með málsnúmer,
ekki eins og hún væri í raun og veru
af holdi og blóði og hefði tilfinn
ingar. Hún var að upplifa verstu
martröð lífs síns,“ segir móðirin
sem skrifar opið bréf til dómsmála
ráðherra.
Bréf frá móður
Í spennitreyju
réttargæslukerfisins
Auðkennaþjófnaður, nauðgun og fleiri
alvarleg kynferðisbrot
Í vor hlaut 26 ára karlmaður
fjögurra ára fangelsisdóm í
Héraðsdómi Reykjaness fyrir að
hafa villt á sér heimildir og fengið
unga konu til kynmaka. Maðurinn
fékk hana til að koma á hótelher-
bergi með bundið fyrir augun þar
sem hann síðan nauðgaði henni
og kúgaði hana til kynmaka með
öðrum mönnum. Blekkingar
mannsins voru úthugsaðar. Hann
stofnaði Snap chat-reikning þar
sem hann þóttist vera annar
ungur maður sem hún þekkti.
Hann átti í samskiptum við hana í
20 mánuði undir fölsku flaggi.
Konan kærði manninn sem
hún taldi hafa brotið á sér
fyrir nauðgun til lögreglu árið
2017. Við rannsókn málsins hjá
lögreglu kom svo auðkenna-
þjófnaðurinn í ljós og hver hinn
sanni gerandi var.
Höfðað var sakamál vegna
nauðgunar og kynferðisbrota
en ekki var hægt að höfða mál
vegna unga mannsins sem var
ranglega sakaður um nauðgun og
kúgun. Engin ákvæði eru til sem
gera auðkennaþjófnað refsi-
verðan hér á landi.
5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
F
3
-5
8
8
0
2
3
F
3
-5
7
4
4
2
3
F
3
-5
6
0
8
2
3
F
3
-5
4
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
0
4
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K