Fréttablaðið - 05.10.2019, Síða 38

Fréttablaðið - 05.10.2019, Síða 38
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Cheick vill gjarnan miðla afrískri menningu til Íslendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ég kom upphaflega til Íslands árið 1998 fyrir tilstilli íslenskrar konu, Sigrúnar Grendal, sem kom til að læra dans í dansskóla föður míns í Gíneu í Vestur-Afríku. Í kjölfarið spurði hún hvort ég vildi koma til Íslands í þrjá mánuði til að spila afró og ég sló til og er hér enn,“ segir Cheick Ahmed Tidiane Bangoura sem nú hefur búið á Íslandi í 21 ár og talar reiprennandi íslensku. „Ég talaði eingöngu frönsku þegar ég kom fyrst til Íslands. Ég hafði aldrei heyrt neitt um Ísland og var forvitinn að kynnast því en viðurkenni að fyrsta árið var mér erfitt vegna tungumálaörðugleika og auðvitað er mun kaldara hér en í Gíneu. Ég dreif mig því í skóla til að læra bæði íslensku og ensku og fékk mér vinnu á leikskóla þar sem ég vann í fimm ár. Það reyndist vera langbesti skólinn, ég náði góðu valdi á málinu með því að eiga dagleg samskipti við krakkana og kynntist íslenskri menningu smám saman. Mér fannst óskaplega gaman að vinna með börnunum og kenndi þeim að dansa afródansa og spila á trommur,“ segir Cheick sem þessa dagana fer með hljómsveit sinni Bangoura Band á milli leikskóla, grunnskóla og elliheimila til að flytja afríska tónlist og afródansa. „Undirtektirnar eru frábærar og við njótum heimsóknanna í botn. Við heimsóttum tvö elli- heimili í fyrra en höfum á þessu ári heimsótt sex og gamla fólkið er afar ánægt með að fá okkur til sín, syngur með okkur, dillar sér og dansar. Afríski menningar- arfurinn er lifandi og veitir gleði í hjörtun og börnin taka líka undir og dansa með. Þau verða Allir geta gleymt sér í afrískri gleði Gíneumaðurinn Cheick Ahmed Tidiane Bangoura skemmtir þessa dagana íslenskum börnum og eldri borgurum með afrískum trumbuslætti, söng og dansi. Hann er líka forsprakki afrísku menningarhátíðarinnar Far Fest Afríka sem fagnaði tíu ára afmæli í vikunni. Cheick segir börn vera einkar spennt fyrir því að leika á djembe-trommur. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nánari upplýsingar um blaðið veitir Arnar Magnússon Sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins, arnarm@frettabladid.is Sími: 550-5652 JÓLAHLAÐBORÐ Veglegt sérblað Fréttablaðsins um jólahlaðborð kemur út laugardaginn 12. október Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 12. október yfir sig spennt þegar við mætum með allar trommurnar, sem þau kalla bongótrommur, en heita í raun djembe-trommur,“ útskýrir Cheick. Hrifinn af íslensku hangikjöti Hópur Gíneumanna á Íslandi telur fimmtán manns. Þar af er helm- ingurinn úr gíneskri fjölskyldu Cheicks. „Hinn helmingurinn telur bestu vini mína frá Gíneu, menn sem ég hef trommað með í gegnum tíðina og hafa trommað í dansskólanum hans pabba. Við þekkjumst öll vel og hittumst oft, eldum góðan, gíneskan mat og spjöllum saman. Allir eiga sínar fjölskyldur hér á Íslandi og una hag sínum vel,“ segir Cheick sem á íslenska konu og með henni barn, en hjá þeim býr líka sonur Cheicks sem hann átti með afrískri barnsmóður sinni. „Ég fer utan til Gíneu ár hvert í janúar og hitti fjölskylduna mína þar. Oft tek ég íslensku fjölskylduna mína með en þegar ég fer einn utan sakna ég hennar óendanlega, sem og íslenskra vina minna sem ég hef eignast hér og tónlistarmannanna sem ég spila með hér heima. Ég sakna þó ekki kuldans en alltaf íslenska vatns- ins og matarins sem mér finnst gómsætur og þar er hangikjöt í uppáhaldi,“ segir Cheick sem ætlar að elda gíneskan mat fyrir gesti sína í kvöld. „Þegar Gíneubúar koma saman á laugardagskvöldi elda þeir gjarnan fiskrétti eða kjöt með kartöflum, tómötum og vel krydduðum og sterkum sósum. Afrískur matur er ljúffengur og á Menningarnótt hafa afrískar þjóðir frá Gana, Kenýa og Gíneu eldað vinsæla rétti frá sínu heimalandi og gefið gestum og gangandi að smakka, sem hefur hlotið góðar undir- tektir. Fyrir þá sem vilja spreyta sig í afríska eldhúsinu mæli ég með afrísku búðinni í Hólagarði í Efra- Breiðholti þangað sem ég fer oft til að ná mér í afríska matvöru, sósur og krydd.“ Heillandi menningararfur Kominn er áratugur síðar Cheick ákvað að setja á fót afrísku menn- ingarhátíðina Far Fest Afríka en Á milli Íslands og Afríku er sterkur vinastrengur og við eigum eitt og annað sameiginlegt. hún fór einmitt fram á fimmtudag- inn og í gærkvöldi þegar íslenskir og afrískir tónlistarmenn stigu á svið í Iðnó og trylltu gesti með trumbuslætti, afrískum fönkáhrif- um, djassi og dansi. „Mig langaði einfaldlega að gefa til baka og vekja athygli Íslendinga á afrískri tónlist og listum. Á milli Íslands og Afríku er sterkur vinastrengur og við eigum eitt og annað sameiginlegt eins og brennandi áhuga á tónlist, dansi og hljóðfæraslætti. Á hverju ári fer hópur Íslendinga til Gíneu að læra dans og trommuslátt og hátíðin hefur vaxið frá ári til árs. Við erum þakklát Reykjavíkurborg sem hefur styrkt hátíðina og erum strax farin að undirbúa Far Fest Afríka að ári þar sem við stefnum að því að fá gesti úr afrísku tón- listarsenunni og hafa mismunandi matarþemadaga frá hinum ýmsu Afríkulöndum. Það þarf svo enginn að kunna afríska dansa eða söngva til að njóta afrískrar gleði og allir geta komið og gleymt sér í hamingju með okkur.“ 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 F 3 -A 2 9 0 2 3 F 3 -A 1 5 4 2 3 F 3 -A 0 1 8 2 3 F 3 -9 E D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.