Fréttablaðið - 05.10.2019, Síða 46
Leitum að öflugum liðsmanni á Húsavík
Verkís óskar eftir að ráða starfsmann á starfsstöð
fyrirtækisins á Húsavík.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Verkfræðingur, tæknifræðingur eða
byggingafræðingur
• Reynsla af hönnun
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar
• Öflugur liðsmaður í verkefnaöflun
Nánari upplýsingar veita
Ragnar Bjarnason, útibússtjóri, rab@verkis.is
Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri, egs@verkis.is
Verkís er öflugt og framsækið ráðgja far-
fyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á
öllum sviðum verkfræði.
Hjá Verkís starfa yfir 300 manns að fjöl breyttum
og krefjandi verkefnum á Íslandi og erlendis.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um
að sækja um að ráðningarvef Verkís (umsokn.
verkis.is). Farið verður með allar umsóknir
sem trúnaðarmál og öllum um sóknum verður
svarað. Við hvetjum jafnt konur sem karla til
að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 14. október 2019.
Vilt þú taka þátt í að móta og
þróa sálfræðiþjónustu fyrir
börn og unglinga?
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laust til
umsóknar nýtt starf verkefnastjóra sálfræðiþjónustu
barna og unglinga.
Þetta er spennandi starf sem reynir á frumkvæði,
skipulags- og samskiptahæfni. Ráðið verður í starfið
sem fyrst eða eftir frekara samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 7. október n.k.
Frekari upplýsingar veita:
Agnes Agnarsdóttir - fagstjóri sálfræðinga
agnes.agnarsdóttir@heilsugaeslan.is - s. 513-5000
Sigríður D. Magnúsdóttir - framkvæmdastjóri lækninga
sigridur.d.magnusdottir@heilsugaeslan.is - s. 513-5000
Sjá nánar á www.heilsugaeslan.is undir laus störf og www.starfatorg.is
Nýtt fólk
Tilkynningar um nýtt fólk Atvinnublað Fréttablaðsins
kemur út á laugardögum í viku hverri. Umsjónarmaður
blaðsins er Hrannar Helgason. Blaðið birtir valdar
greinar um ráðningu nýrra starfsmanna. Sendið til-
kynningar ásamt mynd af viðkomandi á netfangið:
nyttfolk@frettabladid.is
Nýr framkvæmdastjóri FKA
Ósk yfir markaðsmálum
Póstsins
Jón Þorsteinn til
Ölgerðarinnar
Andrea Róbertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún
mun taka við starfinu um miðjan
þennan mánuð af Hrafnhildi
Hafsteinsdóttur sem hefur verið
ráðin markaðs- og gæðastjóri
Hjallastefnunnar. Andrea er með
MS-gráðu frá viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Íslands í mann-
auðsstjórnun, BA-gráðu í félags- og kynja-
fræði og MA-diplómu í jákvæðri sálfræði. Síðustu ár hefur
hún starfað sem framkvæmdastjóri og forstöðumaður
hjá Tali og Kaffitári en einnig sem mannauðsstjóri RÚV.
Þá starfaði Andrea einnig sem verkefnastjóri hjá Hjalla-
stefnunni um tíma og sem ráðgjafi á sviði stjórnunar með
fókus á breytingastjórnun, heilsueflingu og græn mál
fyrirtækja og stofnana. Þá hefur hún annast fjölmiðla-
tengsl, almanna- og kynningarmál.
Ósk Heiða Sveinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsdeildar Íslands-
pósts og hefur hún þegar hafið
störf. Ósk hefur mikla reynslu á
sviði markaðsmála og bakgrunn
úr upplýsingatækni, smásölu
og ferðaþjónustu. Hún starfaði
síðast sem markaðsstjóri Trackwell,
þar á undan var hún markaðsstjóri
Krónunnar og Íslandshótela. Hún er með
meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá
Háskóla Íslands. Ósk Heiða er gift Magnúsi Frey Smára-
syni, rafmagnsverkfræðingi hjá Eflu, og eiga þau tvö börn.
Ölgerðin Egill Skalla-grímsson hefur ráðið Jón Þorstein Oddleifsson sem
framkvæmdastjóra fjármála- og
mannauðssviðs fyrirtækisins. Jón
Þorsteinn er stúdent frá Menntaskól-
anum á Laugarvatni og hagfræðingur með
framhaldspróf í fjármálum fyrirtækja frá
Háskóla Íslands. Hann hefur reynslu af fjármálamarkaði
en síðustu ár hefur hann sinnt viðskiptaþróun hjá Lands-
bréfum sem er sjóðastýringarfyrirtæki Landsbankans.
Á árunum 2008-2010 var Jón Þorsteinn fjármálastjóri
nýja Landsbankans og þar áður var hann forstöðumaður
fjárstýringar Landsbankans. Hann hefur einnig sinnt fjár-
málaráðgjöf til fyrirtækja og stofnana sem sjálfstæður ráð-
gjafi. Jón Þorsteinn er kvæntur Helgu Margréti Pálsdóttur
matvælafræðingi og eiga þau fjóra syni.
Finnur Pálmi Magnússon hefur verið ráðinn til starfa sem vörustjóri svefnrannsóknafyrirtækisins
Nox Medical. Helstu verkefni
hans munu snúa að nýsköpun og
þróun á nýrri þjónustu. Finnur
hefur undanfarin sex ár starfað
hjá Meniga, nú síðast sem fram-
kvæmdastjóri vöruþróunar. Undir
hans handleiðslu byggði Meniga upp
teymi sem vinnur þvert á fyrirtækið með
áherslu á hönnunarhugsun, notendaupplifun og nýsköp-
un. Hjá Meniga vann teymi Finns til fjölmargra verðlauna
og náði góðum árangri með vörur sínar. Þessa dagana er
Finnur að rannsaka áhrif svefnskorts á nýbakaðra for-
eldra. Þá sérstaklega sinn eigin þar sem hann býr í Kópa-
vogi með Heiðu Harðardóttur, Sögu og nýfæddum dreng.
Finnur til Nox Medical
8 ATVINNUAUGLÝSINGAR 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
0
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
F
3
-9
8
B
0
2
3
F
3
-9
7
7
4
2
3
F
3
-9
6
3
8
2
3
F
3
-9
4
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
0
4
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K