Fréttablaðið - 05.10.2019, Side 80

Fréttablaðið - 05.10.2019, Side 80
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bryndís Kristjánsdóttir frá Nesi í Fnjóskadal, lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 12. september. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 8. október kl. 15.00. Karl Jónsson Katrín V. Karlsdóttir Indriði Jónsson Valgerður Anna Þórisdóttir Þórólfur Jónsson Hulda Rósarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Dóra Jakobsdóttir Guðjohnsen grasafræðingur, lést 28. september sl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 11. október klukkan 15.00. Kolbrún Bergþórsdóttir Brynhildur Bergþórsdóttir Ásdís Bergþórsdóttir Anna Bergþórsdóttir Christopher Nandrea Auður Ákadóttir Sigursteinn J. Gunnarsson Ólafur Ásdísarson Brynja og Vaka Björg Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Stefanía Eiðsdóttir Þorsteinsgötu 17, Borgarnesi, lést á Landspítalanum 29. september. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 9. október, klukkan 14.00. Guðmundur Ingimundarson Margrét Helga Guðmundsdóttir Jóhannes Ellertsson Pálmi Guðmundsson Elín Magnúsdóttir ömmu- og langömmubörn. Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýnu okkur samúð og vináttu vegna andláts eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, dóttur, tengdadóttur og ömmu, Helgu Þóreyjar Sverrisdóttur Lyngholti 5, Hauganesi. Sverrir E. Torfason Dagný Davíðsdóttir Karl Þorkelsson Auðbjörg María Kristinsd. Fannar Hafsteinsson Hildur Ýr Kristinsdóttir Konráð Már Sverrisson Helga María Ólafsdóttir Torfi Brynjar Sverrisson Ester Hafdís Ásbjörnsdóttir María Aldís Sverrisdóttir Birkir Örn Stefánsson foreldrar, tengdaforeldrar og ömmubörn. Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, Viðar Á. Benediktsson bílstjóri, Engihjalla 19 (áður Löngubrekku 7), lést að heimili sínu 27. september síðastliðinn. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 11. október kl. 11.00. Ástvinir. Bróðir minn og frændi, Hjörtur Hjartarson lést í Svíþjóð. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd fjölskyldu og vina, Elfar Úlfarsson Bolli Eyþórsson Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Sigurður Bjarni Jónsson umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær eiginkona mín og móðir, Hrönn Garðarsdóttir heimilislæknir, lést á Landspítalanum 24. september sl. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju, mánudaginn 7. október kl. 13.00. Minningarathöfn verður haldin í Egilsstaðakirkju fimmtudaginn 10. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast Hrannar er bent á að hafa samband við Rebekkustúku nr. 15, Björk á Egilsstöðum. Fyrir hönd aðstandenda, Páll Rúnarsson Garðar Páll Pálsson Hveragerðiskirkja mun óma af söng hátt í fjöru-tíu karlaradda upp úr klukkan fjögur í dag. Þá eru hausttónleikar Karlakórs Hveragerðis sem var stofnaður þennan mánaðar- dag fyrir þremur árum. Þetta eru því afmælistónleikar og einnig upptaktur að söngferð sem kórinn heldur í til Ítalíu von bráðar. Meira um það síðar. Ekkert verður til sparað í dag til að gera hausttónleikana sem glæsilegasta. Einsöng með kórnum syngur Arnar Gísli Sæmundsson og sérstakir heiðursgestir verða söngvararnir Ólafur M. Magnús- son, Jón Magnús Jónsson og Ásdís Rún Ólafsdóttir. Undirleikari með þeim verður Arnhildur Valgarðsdóttir. Einn- ig mun  hljómsveit koma fram á tón- leikunum,   hana skipa Unnur Birna Björnsdóttir, Sigurgeir Skafti Flosason, Rögnvaldur Pálmason og Örlygur Atli Guðmundsson. Sá síðastnefndi er líka undirleikari kórsins og stjórnandi, svo hann verður í stóru hlutverki.  En hvernig er lagavalið? Því svarar einn af kórfélögunum, sjónvarps- maðurinn góðkunni Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Ég get alveg lofað því að lagavalið er létt og skemmtilegt,“ segir hann sannfærandi. Nú eru semsagt þrjú ár að baki í starf- semi Karlakórs Hveragerðis og Magnús Hlynur segir þátttöku í honum hafa farið fram úr björtustu vonum. „Að jafnaði syngja á milli 35 og 40 karlar á öllum aldri með kórnum. Starfsemi þessa hausts er hafin á fullu enda mikið stuð fram undan því eftir tónleikana heldur kórinn í söngferðalag til Suður- Týról á Ítalíu þar sem tónleikar verða haldnir. Kórfélagar og makar þeirra ætla að  skemmta sér saman í vikutíma og skoða allt það helsta á svæðinu. Miðaverð á hausttónleikana er 2.500 krónur en frítt fyrir 12 ára og yngri. gun@frettabladid.is Kórsöngur í Suður-Týról Hausttónleikar Karlakórs Hveragerðis í dag eru í senn afmælisfagnaður og lokaæfing fyrir söngferðalag sem fram undan er til sjálfstjórnarhéraðsins Suður-Týról á Ítalíu. Þessi mynd af Karlakór Hveragerðis var tekin á æfingadegi kórsins í Garðyrkjuskólanum í vor. Þennan dag árið 1989 hlaut Dalai Lama friðarverðlaun Nóbels. Dalai Lama voru valdamestu stjórnmálaleiðtogar Tíbet frá því á sautjándu öld fram til ársins 1951 er Kínverjar hertóku Tíbet. Dalai Lama er heitið sem einn aðalleiðtogi lamasiðar, helstu gerðar búddisma í Tíbet, ber. Núverandi Dalai Lama heitir í raun Tenzin Gyatso. Hann fæddist 6. júlí 1935 og er sagður fjórtánda endurholdgun Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbeta. Hann hefur verið í útlegð frá heimalandi sínu frá árinu 1959 og hefur verið búsettur á Indlandi síðan hann flúði þangað sama ár. Friðarverðlaun Nóbels hlaut hann fyrir að stuðla að friðsamlegri baráttu Tíbeta gegn hernámi Kína á landi þeirra, en Dalai Lama hefur ávallt neitað að beita ofbeldi í baráttunni fyrir bættum hag landa sinna og frelsun Tíbet. Þ E T TA G E R Ð I S T: 5 . O K T Ó B E R 19 8 9 Dalai Lama hlýtur Nóbelsverðlaun Ég get alveg lofað því að laga- valið er létt og skemmtilegt. 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R40 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 0 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 F 3 -7 1 3 0 2 3 F 3 -6 F F 4 2 3 F 3 -6 E B 8 2 3 F 3 -6 D 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.