Fréttablaðið - 05.10.2019, Page 84
Hrafnhildur Hanna er alveg að
verða tíu ára og Snorri Karel alveg
að verða tólf. Þau verða samt komin
í ný heimkynni þegar afmælin
bresta á en ætla að halda upp á þau
með vinum sínum hér á landi á
næstu dögum.
Hvert eru þið svo að fara og hvern-
ig leggst það í ykkur?
Snorri: Við erum að flytja til Sviss,
því pabbi er að vinna þar sem flug-
virki. Hann er búinn að vera þar í
tvo mánuði og nú er öll fjölskyldan
að flytja, mamma og við Hanna og
litla systir okkar Auður Eva Frið-
jónsdóttir. Það verður bara fínt.
Hanna: Þetta verður náttúrlega
rosaleg breyting og ég sveif last
dálítið í skoðunum þegar ég hugsa
um hana, bæði hlakka til og kvíði
fyrir. Við stefnum á að búa þarna í
tvö ár og sjá svo til. Vonandi verður
allt í lagi.
Hvaða tungumál er talað þar sem
þið verðið?
Hanna: Við verðum í þýska hlut-
anum og þar er töluð svissnesk-
þýska en svo lærum við frönsku í
skólanum. Það hjálpar örugglega að
við kunnum svolítið mikið í ensku.
Hafið þið átt heima í útlöndum
áður?
Snorri: Nei, en við höfum farið til
útlanda, mest til Spánar og þar í
kring og ég hef líka farið til Svíþjóð-
ar að taka þátt í hjólreiðakeppni.
Eru hjólreiðar áhugamál hjá þér?
Snorri: Já, mjög mikið og ég veit að
í Sviss eru mjög góðar en krefjandi
hjólreiðabrautir, því borgin okkar
er á milli brattra hlíða. Það er bara
frábært því ég stefni á að verða
atvinnumaður í hjólreiðum.
Hanna: Ég hef verið að æfa klifur og
það eru góð klifursvæði í Sviss.
En hvað langar þig að verða þegar
þú verður fullorðin?
Söngkona og snyrtifræðingur.
Mamma segir að ég verði stjórn-
málamaður eða forseti, en ég held
mig við hitt.
Systkini á
förum til Sviss
Þau Hrafnhildur Hanna og Snorri Karel
eru í þann veginn að flytja með foreldrum
sínum til Sviss. Þar tekur við framandi um-
hverfi, nýr skóli og ný tungumál.
Hrafnhildur Hanna og Snorri Karel eru viss um að geta stundað aðaláhuga-
málin sín, klifur og hjólreiðar, í nýjum heimkynnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
VIÐ VERÐUM Í ÞÝSKA
HLUTANUM OG ÞAR ER
TÖLUÐ SVISSNESK-ÞÝSKA EN
SVO LÆRUM VIÐ FRÖNSKU Í
SKÓLANUM.
„Þetta er nú meira vegg-
skriflið,“ sagði Kata, þar
sem þau komu að hlaðinni
steingirðingu. „Hér vantar
nánast annan hvern stein,“
bætti hún við með fyrir-
litningu. „En hann er nú
bara orðinn gamall,“ sagði
Konráð. „Það gerir hann
ekki endilega að vondum
vegg, bara laslegum,“ bætti
Konráð
á ferð og flugi
og félagar 372
Getur þú
hjálpað þeim
að
telja hvað v
antar
marga stein
a í
gatið?
?
?
?
hann við. „Það vantar til
dæmis ansi marga steina í
þetta gat hérna fyrir
framan okkur,“ sagði Kata
og hélt áfram að úthúða
veggnum. Konráð varð að
viðurkenna að það vantaði
jú ansi marga steina í þetta
gat. „En við verðum að
troða okkur í gegnum það
ef við ætlum að komast
eitthvað áfram,“ sagði Kata.
„Spurning hvort það vanti
það marga steina að við
komumst í gegnum gatið,“
bætti hún við glottandi.
Enda augljóst að auðvelt
væri að komast í gegnum
svona stórt gat án þess að
þurfa að troða sér.
Lausn á gátunni
Það vantar áttatíu steina?
Margir reyna við frægð og frama á samfélagsmiðlum. En fáir eru jafn
krúttlegir og broddgölturinn Herbee sem á 1,5 milljón fylgjendur á Insta-
gram. Eigandi hans, Talitha Girnus frá Þýskalandi, ferðast með Herbee
og tekur af honum myndir í hinum ýmsu ævintýrum um allan heim.
MYNDIR:MR.POKEE/INSTAGRAM
Krúttlegur broddgöltur stjarna á samfélagsmiðlum
5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R44 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR
0
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
F
3
-5
8
8
0
2
3
F
3
-5
7
4
4
2
3
F
3
-5
6
0
8
2
3
F
3
-5
4
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
0
4
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K