Fréttablaðið - 05.10.2019, Page 90
FÓLK VERÐUR AÐ
META ÞAÐ ÚT FRÁ
SÍNU BARNI HVORT ÞAÐ MUNI
HAFA ÞOL FYRIR HÚMSKOLLU
OG ÖÐRUM SKRÝTNUM KAR-
AKTERUM
Birna
Pétursdóttir
KOMIN Í BÍÓ
F R Á Þ E I M S Ö M U O G F Æ R Ð U O K K U R
Þjóð s ag na hei mu r i n n okkar er auðvitað upp-fullur af heldur ógn-vekjandi verum, eins og sk ug gaböld r u m, nykrum og mórum.
En hann er frábær efniviður fyrir
okkur til að vinna með og skálda
inn í,“ segir Birna Pétursdóttir,
framleiðandi sýningarinnar, sem
frumsýnd verður í dag í Samkomu-
húsi Akureyrar, og einn handrits-
höfunda. Um fjölskyldusöngleik er
að ræða sem Agnes Wild leikstýrir.
Hann nefnist Galdragáttin og þjóð-
sagan sem gleymdist og er eftir leik-
hópinn Umskiptinga sem var stofn-
aður í byrjun árs 2017.
Efni verksins gengur út á að í
Hringvallaskóla opnast fyrir algera
slysni gátt inn í heim íslenskra þjóð-
sagna. Saklausum sjöundabekking,
Jóni Árnasyni er rænt af Húmskoll-
unni skelfilegu en bekkjarsystkini
hans, Sóley og Bjartur, leggja upp í
háskaför honum til bjargar og við
tekur æsispennandi atburðarás.
Umskiptingarnir Jenný Lára
Arnórsdóttir, Margrét Sverris-
dóttir, Sesselía Ólafsdóttir og Vil-
hjálmur Bragason fara með hlut-
verk í sýningunni og þar fyrir utan
þeir Hjalti Rúnar Jónsson og Jóhann
Axel Ingólfsson. „Við settum upp
sýningu á fyrsta ári leikhópsins,
sem hét Framhjá rauða húsinu og
niður stigann og fengum Grímu-
tilnefningu sem Sproti ársins fyrir
hana 2018. „En þetta er fyrsta fjöl-
skyldusýningin okkar og hún er
söngleikur í fullri lengd. Norðlenska
Nykurinn er vatnahestur og þekkist á hófum sem snúa aftur. Hjalti Rúnar túlkar hann. MYND/DANÍEL STARRASON
Samkomuhúsið á Akureyri er tignarleg bygging. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Í Hringvallaskóla opnast gátt
Ýmsar kynjaverur lifna við á sviði Samkomuhússins á Akur-
eyri í söngleiknum Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
dúóið Vandræðaskáld gerir tónlist-
ina, í því eru Vilhjálmur B. Bragason
og Sesselía Ólafsdóttir sem þekkt
eru fyrir háðsádeilulög á netinu og
eru vinsælir skemmtikraftar. Þau
tilheyra líka Umskiptingum,“ lýsir
Birna. „Kristján Edelstein útsetti
tónlistina þeirra, Katrín Mist Har-
aldsdóttir sér um dans-og sviðs-
hreyfingar og búningahönnun er í
höndum Auðar Aspar Guðmunds-
dóttur, hún hannaði búninga fyrir
Kabarett í fyrra.“
Birna segir frábært að vinna í
Samkomuhúsinu enda hæfi það
sýningunni vel. Lýkur líka lofsorði
á samstarfið við Menningarfélag
Akureyrar. „Svo hafa allir í hópnum,
hvort sem þeir eru titlaðir leikarar,
leikstjóri, framleiðandi eða hvað,
setið og límt, skrúfað og neglt fram
á nætur undanfarnar vikur og við
erum stolt af jákvæðninni og kraft-
inum í hópnum.“ Hún segir sýning-
una miðaða við grunnskólabörn
og foreldra þeirra en leikskólabörn
hafi einnig komið á æfingar. „Fólk
verður að meta það út frá sínu barni
hvort það muni hafa þol fyrir Húm-
skollu og öðrum skrýtnum karakt-
erum sem skapaðir eru á sviðinu.“
Þjófaveisla nefnist önnur haustsýning Mid-punkt, menn-
i n g a r r ý m i s í
Hamraborginni
í miðbæ Kópa-
vogs. Í þetta
sinn er það
eink asý ning
Ú l f s K a rl s -
sonar, mynd-
l i s t a r m a n n s
og málara.
Í Þjófaveislu
leikur Úlfur sér
með því að mála
hurðir, stóla og borð
auk málverksins.
Úlfur lærði við Valand
listaakademíuna í Gauta-
borg. Hann hefur unnið með
v e g g m y n d i r ,
bæði málverk
og ljósmyndir,
í gegnum tíðina.
Verk eftir hann
hafa verið sýnd í
Vínarborg, á Miami og
í Vancouver.
S ý n i n g i n v e r ð u r
opnuð klukkan fimm í dag,
5. október og eru allir vel-
komnir.
Málar hurðir, stóla og borð
Eitt
af litríkum
verkum Snorra
á sýningunni.
Í ÞJÓFAVEISLU LEIKUR ÚLFUR
SÉR MEÐ ÞVÍ AÐ MÁLA
HURÐIR, STÓLA OG
BORÐ AUK MÁL-
VERKSINS.
5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R50 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
0
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
F
3
-2
C
1
0
2
3
F
3
-2
A
D
4
2
3
F
3
-2
9
9
8
2
3
F
3
-2
8
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
0
4
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K