Fréttablaðið - 05.10.2019, Page 97

Fréttablaðið - 05.10.2019, Page 97
ÞARNA ÁTTI ÉG EKKI AÐ VERA NAKIN EN ÉG FÓR AÐ BERJAST FYRIR AÐ FÁ AÐ VERA ÞAÐ. SMÁ SKRÝTIÐ. Vala Kristín Eiríksdóttir Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2020 Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til heilsueflingar og forvarna. Áhersla er lögð á eftirfarandi:  Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu.  Verkefni sem tengjast geðrækt barna.  Heilsuefling eldra fólks.  Nýsköpun í heilsueflingu.  Rafrettunotkun ungmenna.  Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu.  Áfengis-, vímu- og tóbaksvarnir.  Verkefni sem tengjast kynheilbrigði.  Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu, eða verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í tengslum við heilsu Við úthlutun verður tekið mið af eftirfarandi stefnum:  Lýðheilsustefnu og aðgerðum sem stuðla að heilsueflandi samfélagi.  Stefnu í áfengis- og vímuvörnum til 2020.  Stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til 2020. Verkefni sem uppfylla eftirtalin skilyrði hafa forgang:  Sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila.  Eru með eigin fjármögnun eða aðra fjármögnun. Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr markmið. Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnis verður metinn og skal skila framvinduskýrslu að verkefni loknu. Opnað verður fyrir umsóknir þann 7. október en frestur til að sækja um rennur út þann 4. nóvember 2019. Sótt er um á vefsvæði Lýðheilsusjóðs http://lydheilsusjodur.sidan.is/pages/ Nánari upplýsingar í síma 510 1900 eða á vef embættis landlæknis. Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum vefsvæði sjóðsins. Embætti landlæknis – Rauðarárstígur 10 - 105 Reykjavík - Sími 510 1900 - lydheilsusjodur@landlaeknir.is - www.landlaeknir.is Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook 30% afsláttur á Heliosa hiturum HELIOSA hitarar henta bæði innan- og utandyra. Helstu kostir HELIOSA hitara eru: • Hitna strax • Með fjarstýringu • Vatnsheldir og menga ekki Flísabúðin 30 ÁRA 2018 Margar gerðir til á lager. Hvítir og svartir. Sparaðu allt að 50-70%! info@fedaszdental.huHafðu samband: + 36 70 942 9573 www.tannlaeknathjonusta.is Fyrir Eftir Tannlækningar í Ungverjalandi sem gengur og gerist,“ segir Vala og Fannar samsinnir því. Eru byrjuð á þriðju seríu „Þegar við byrjuðum að gera seinni seríuna þá var sögusviðið náttúru- lega tilbúið. Þannig að þetta snerist meira um að láta söguna halda áfram. Við vorum líka komin með aðeins meiri reynslu í því að skrifa þannig að við vorum meira hvert í sínu horninu en í fyrri seríunni, en hittumst auðvitað reglulega. Það gekk mjög vel,“ segir Fannar. „Við spinnum ekki á settinu en við spinnum með kjaftinum þegar við erum að skrifa, ef það má kom- ast þannig að orði,“ bætir Vala við. Margir skemmtilegir aukaleik- arar voru í fyrri seríunni, og sú seinni gefur henni ekkert eftir í þeim málum. „Jóhannes Haukur leikur í nýj- ustu, Aron Mola, Björn Stefánsson og Hildur Vala sem var að taka við hlutverki Ronju í Þjóðleikhúsinu,“ segir Fannar. Vala heldur áfram að telja upp aukaleikarana. „Gunnar Hansson og Sigurður Þór, en hann var líka í fyrstu seríu.“ „Í fyrstu seríunni voru þetta alls sjötíu hlutverk, núna er þetta að slaga upp í það sama, um sextíu hlutverk,“ segir Fannar. Vala hnippir í Fannar og muldrar eitthvað í hljóðum. „Já, já,“ svarar Fannar. „Við erum sem sagt byrjuð að skrifa þriðju seríu. Ég held það þurfi ekkert að vera leyndarmál,“ bætir hann við. „Ég hugsaði, þegar við skiluðum af okkur þessari seríu, að núna vissi ég miklu betur hvað mig langaði að láta gerast í þeirri þriðju. Eftir fyrstu seríu var svo miklu meiri óvissa. Þá skilaði maður af sér og vonaði inni- lega að fólki þætti þetta skemmti- legt, en hugsaði ekki endilega mikið lengra en það. Maður var bara glað- ur yfir að hafa fengið að gera þetta. Maður gerði ekki endilega ráð fyrir að það kæmi svo önnur sería,“ segir Vala. Ber að ofan á klósettinu Þau segja tökurnar hafa gengið frekar áfallalaust fyrir sig. „Ég man bara eftir því þegar ég var brjáluð yfir því að fá ekki að vera allsber,“ segir Vala og heldur áfram: „Á ég að segja frá því? Við leggjum okkur fram við að reyna að hafa þetta venjulegt og raunsætt og reynum að sýna raunveruleikann eins og hann er. Persónan sem ég leik var í senu sem gerðist daginn eftir eitthvert djamm og hún var enn þá í samfestingi frá kvöldinu áður. Svo kemur sena þar sem hún situr á klósettinu. Ég hugsaði að allar konur þekkja það að sitja eins og lurkar á klósettinu, berar að ofan. Við vorum ekki búin að hugsa mikið út í þetta svo það var ekkert tekið fram um það í handritinu.“ Ekkert hafði því verið rætt um þetta við búningadeildina né aðrar ráðstafanir gerðar. „Þannig að ég bendi Fannari á þetta, að hún sé í samfestingi og þar af leiðandi ætti hún að vera nakin, sitja þarna ber að ofan. Ég hugsaði alls ekkert á þá leið að ég yrði nú að reyna koma brjóstunum mínum í mynd. Mig langaði bara að konur myndu horfa á þetta og tengja, hvað maður er asnalegur á klósettinu þegar maður er í samfestingi. En allt gerist svo hratt í svona tökum þann- ig að við höfðum bara mínútu til að ákveða af eða á. Á lokastundu var ákveðið að það væri minni áhætta að láta hana vera í peysunni sem hún var í yfir, við þyrftum ekkert að svara spurningunni um það hvernig hún hefði komist allt í einu í peys- una. Við vonuðum bara að enginn tæki eftir því. Guð, ætli fólk horfi núna á seríuna og bíði sérstaklega eftir að sjá þennan samfesting?“ segir Vala hlæjandi. Þannig hafi þau lent í þessari dýnamík og umræðunni um hvort hún ætti að vera ber eða ekki, en niðurstaðan var að sleppa því í þetta sinn. „Við höfðum ekkert verið að vinna með nekt í seríunum hingað til og það væri kannski skrýtið að byrja á því allt í einu. Við höfðum alveg gert senur þar sem viðkom- andi hefði kannski átt að vera nak- inn. Við ákváðum að „play it safe“. En þetta sat í mér, ég hugsaði að hún hefði alltaf verið nakin. Þetta var fyrsta og held ég eina skiptið sem ég komst í eitthvert uppnám,“ segir Vala. Venjulegt fólk án drama Hún segir að í raun hafi það gerst seinna, en ekki á settinu, þegar þau ræddu annað atriði. „Þá byrjaði ég aftur að tala um þetta og sagði alvarleg við Fannar að hann væri ekki alvöru femínisti af því að hann leyfði mér ekki að vera nakin á klósettinu,“ segir Vala og þau hlæja bæði. „Þetta er smá þannig að maður þarf að taka ákvörðun á staðnum. Þetta var ekki í handritinu og tíminn var naumur, en ég hugsaði að við skrifum þetta kannski bara þannig næst, ef svipað dæmi kemur upp,“ segir Fannar. Vala segir að þetta hafi verið smá öfugsnúin klemma í raun, miðað við sögur af því þegar leikkonur séu taldar á að sýna meiri nekt en þær kæri sig um. „Þarna átti ég ekki að vera nakin en ég fór að berjast fyrir að fá að vera það. Smá skrýtið. Mér finnst fallegt og gaman að þetta hafi verið stærsta málið sem kom upp. Mér finnst smá heillamerki að þetta hafi verið eina vandamálið,“ segir Vala. „Samstarfið gekk mjög vel. Ég man ekki eftir neinu öðru sem kom upp á eða einhverju sem varð að drama,“ segir Fannar að lokum. steingerdur@frettabladid.is Serían fjallar um tvær leikkonur sem eru að fóta sig í lífinu og bransanum. L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 57L A U G A R D A G U R 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 0 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 1 0 4 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 F 3 -6 7 5 0 2 3 F 3 -6 6 1 4 2 3 F 3 -6 4 D 8 2 3 F 3 -6 3 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 0 4 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.