Fréttablaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 05.10.2019, Blaðsíða 98
okkar allra Sunnudagskvöld kl. 18.00 Stundin okkar er komin í nýjan búning og krakkarnir eru við stjórnvölinn. Elsti sjónvarpsþáttur landsins – með yngstu þáttarstjórnendurna. Umsjón Erlen Ísabella Einarsdóttir og Lúkas Johansen. Sunnudagskvöld kl. 21.20 Nýtt íslenskt gamandrama um Karen, hjónabands- ráðgjafa og þriggja barna móður sem þarf að taka erfiðar ákvarðanir þegar hún kemst að því að eiginmaður hennar hefur verið henni ótrúr. Þættirnir eru ekki við hæfi barna. Die Kinder der Toten eftir Kelly Copper og Pavol Liska. Þessi forvitni­ lega kvikmynda­ aðlögun á lykil­ verki skelegga nóbelskáldsins Elfriede Jelinek er þögul hroll­ vekja, unnin úr Super­8 mm arkívefni frá Alpahéraðinu Styríu, æskuslóðum Jelinek. Ég hef heyrt að leikstjórarnir hafi ekki einu sinni lesið skáldsöguna – en hver hefur svo sem gert það? Space Dogs eftir Levin Peter og Elsu Kremser. Hver man ekki eftir Laiku, fyrsta jarðlingnum sem komst út í geiminn? Rússar sendu ýmsa sov­ éska ferfætlinga upp til himna og þessi harmræna heimildarmynd rannsakar afdrif afkomenda geimtíkurinnar góð­ kunnu, sem var sjálf götuhundur í Moskvuborg. Tilveran er sjaldnast dans á rósum í Rússlandi, en hér birtist hún frá sjónarhorni lægstu peða ríkisins – sem fá þó fyrsta flugmiðann til stjarnanna. The Dead Don't Die eftir Jim Jarmusch. RIFF­vinurinn Jarm usch hefur gert misgóðar myndir í seinni tíð en alltaf for­ vitnilegar. Hér er komin stjörnum prýdd uppvakningagamanmynd, það er spurning hvort hann hafi einhverju að bæta við allar zombí­ myndirnar sem hafa gengið aftur og aftur um kvikmyndahúsin. Iggy Pop sem uppvakningur ætti að réttlæta bíóferð, alla vega. The Lighthouse eftir Robert Eggers. Fyrri mynd leikstjórans, The Witch, dró áhorfandann með heljargreipum inn í sögusviðið; einangraða sveit á Nýja­Englandi á tímum norna­ ofsókna og púrítanisma. Marg­ slungin mynd sem lét mann bíða með óttasleginni eftirvæntingu eftir næsta útspili sem er enn for­ vitnilegra: svarthvít 35 mm filma, Willem Dafoe og Robert Pattinson ganga af göflunum sem vitaverðir á afskekktri eyju, aftur á Nýja­Eng­ landi. Hvað ætlar þú að sjá á RIFF? Haukur Valdimar Pálsson kvikmyndagerðarmaður KVIKMYNDIR End of Sentence Leikstjórn: Elfar Aðalsteins Aðalhlutverk: John Hawkes, Logan Lerman, Sarah Bolger Átta ár eru liðin síðan leikstjór- inn Elfar Aðalsteins sýndi stutt- myndina Sailcloth á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík og stóð uppi sem sigurvegari þegar myndin var valin besta íslenska stuttmyndin á hátíðinni. Þá hlaut myndin Edduverðlaunin sem stutt- mynd ársins 2012 auk þess sem hún komst nærri því að fá tilnefningu til BAFTA- og Óskarsverðlauna í sínum flokki það sama ár. Þar fyrir utan skartaði Sailcloth sjálfum John heitnum Hurt sem er nú aldeilis ekki ónýtt fyrir óþekkt- an leikstjóra frá Eskifirði sem þarna gaf afgerandi vísbendingu um að hann ætti eftir að láta enn frekar að sér kveða. Elfar er aftur kominn heim og nú með End of Sentence, kvikmynd í fullri lengd, í farteskinu. Frumsýn- ing hennar markaði upphaf RIFF í ár en hún verður sýnd áfram eftir að hátíðinni lýkur á sunnudags- kvöld sem er hið besta mál og þeir sem misstu af myndinni í hama- ganginum ættu endilega að nýta sér framlenginguna. Engir kærleikar eru með Frank Fogle og syni hans Sean og þeir vilja í raun svo lítið hvor af öðrum vita að þegar fjölskyldumóðirin hún Anna verður undir í erfiðri og vonlítilli baráttu við krabbamein bendir ekk- ert til annars en að leiðir feðganna skilji fyrir fullt og allt. En Anna er ekki öll þar sem hún er séð og snýr á þá Frank og Sean með því að láta eiginmann- inn lofa sér því að feðgarnir muni fara saman frá Bandaríkjunum til Írlands þangað sem hún á ættir að rekja og dreifa ösku hennar þar. Þvingaðir leggja smákrimminn og tilfinningakreppta mannleysan sem Frank er í augum sonar síns af stað með því skilyrði að þeir þurfi aldrei að hittast framar eftir að ósk Önnu hef verið uppfyllt. End of Sentence er vegamynd og í raun frekar dæmigerð sem slík en Hver vegur að heiman … End of Sentence hvílir mest á leikurunum John Hawkes og Logan Lerman sem gera feðgunum áttavilltu stórgóð skil undir styrkri leikstjórn Elfars. einhvern veginn samt ekki. Kannski vegna þess að hún er í senn alþjóð- leg og svolítið íslensk og verður í þessari innbyggðu þversögn að notalegu og ljúfsáru ferðalagi. Vegamyndir lúta ákveðnum lög- málum þannig að Elfar og handrits- höfundurinn eru svosem ekkert að reyna að finna upp hjólið enda þurfa þeir þess ekki þar sem Elfari tekst að halda myndinni á réttum vegarhelmingi frá upphafi til enda en gætir þess að taka óvæntar U-beygjur á réttum stöðum og fara með feðgana í óvæntar áttir þannig að saga þeirra er alltaf áhugaverð. Leikstjórnin er ákaf lega sterk, ekki síst þegar haft er í huga að myndin er ákveðin frumraun hjá Elfari. Þá fer hvergi milli mála að hann hefur vandað mjög til verksins þannig að fáa hnökra er að finna á heildarmyndinni og það er frekar kostur en hitt að hann daðrar á köflum við frásagnarmáta glæpa- og gamanmynda sem rúmast ágæt- lega innan mannlega dramans sem End of Sentence vissulega er. Helstu leikarar standa sig prýði- lega með John Hawkes fremstan meðal jafningja í hlutverki föðurins ráðvillta sem er einnig að afplána þótt það sé á ólíkum forsendum en tukthússlimurinn sonur hans. Logan Lerman tekst ágætlega að vekja samúð með þeim frekar þreyt- andi unga manni sem hlýtur að vera af þeirri kynslóð sem hefur fengið allt fyrir ekki neitt og þakkar svo bara fyrir sig með því að heimta meira. Írska leikkonan Sarah Bolger er síðan alveg sérlega sjarmerandi í hlutverki ungrar konu sem verður á vegi feðganna og er ekki öll þar sem hún er séð. Hún vefur þeim um fingur sér að hætti tálkvenda rökkurmynda en kemur þeim þó mögulega til nokkurs þroska sem er auðvitað alveg nauðsynlegt í vegamyndum þar sem reynslan á leiðinni verður að vega þyngra en áfangastaðurinn. Þórarinn Þórarinsson NIÐURSTAÐA: End of Sentence er falleg og mannleg en um leið grá glettin vegamynd sem sneiðir hjá öllum hættulegustu holunum og hraðahindrunum á þroskabraut persónanna undir styrkri leik­ stjórn Elfar Aðalsteins sem kemur öllum heilum á áfangastað. 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R58 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 1 0 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 F 3 -6 2 6 0 2 3 F 3 -6 1 2 4 2 3 F 3 -5 F E 8 2 3 F 3 -5 E A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 0 4 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.