Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.11.1995, Side 9
Inngangur
Introduction
1. Fjármál sveitarfélaga 1994
The development of local government fmances in 1994
Sveitarfélög 1994
I árslok 1994 voru sveitarfélög á Islandi 171 að tölu og hafði
þeim fækkað um 25 frá árinu á undan. Frá árinu 1983 hefur
sveitarfélögum fækkað úr 224 eða um 53. Fækkun þeirra á
árinu 1994 má rekja til kosninga um sameiningu hinna ýmsu
sveitarfélaga um land allt síðla árs 1993 og frekari vinnu að
samruna sveitarfélaga í kjölfar þess.
1. yfirlit sýnir áhrifin af sameiningu sveitarfélaga árið 1994
eftir stærðarflokkum þeirra svo og hvernig sveitarfélögin í
heild skiptust eftir stærð í lok þess árs. Alls stóðu 38
sveitarfélög að sameiningu og eftir hana urðu þau 13 að tölu.
Yfirlitið sýnir hvemig þau sveitarfélög sem hér áttu í hlut
skiptust eftir stærðarflokkum fyrir og eftir sameiningu. Vegna
samrunáns fækkaði minnstu sveitarfélögunum, þeim sem
töldu færri en 400 íbúa, um 24. A móti kom að vegna
fólksfækkunar fluttist eitt sveitarfélag, Hofshreppur, úr flokki
sveitarfélaga með 400-999 íbúa yfir í flokk sveitarfélaga með
innan við 400 íbúa. Samruni sveitarfélaga olli að auki fækkun
um eitt í flokki sveitarfélaga með 400-999 íbúa en hafði ekki
áhrif á fjölda sveitarfélaga með 1.000-3.000 íbúa eða 3.000
íbúa og fleiri. í árslok 1994, að sameiningunni lokinni, voru
sveitarfélögin í landinu 171 að tölu. Þar af voru 138 sveitar-
félög með innan við 1.000 íbúa. Þetta var 81 % af fjölda þeirra
en fjöldi íbúa í þessum sveitarfélögum var rétt um 35 þúsund,
13% af fjölda allra landsmanna.
í 2. y firliti eru upptalin sveitarfélögin 3 8 sem voru sameinuð
á árinu 1994 og sýnd þau 13 sveitarfélög sem úr þeim voru
mynduð. Fróðlegt þykir að hafa á einum stað yfirlit yfir
samrunann og fjölda íbúa í sveitarfélögunum, fyrir og eftir
breytinguna.
1. yfírlit. Fækkun sveitarfélaga vegna sameiningar 1994
Summary I. Reduction in the number of municipalities owing to their amalgamation in 1994
Sveitarfélög eftir íbúafjölda Sveitarfélög sem voru sameinuð Municipalities that were amalgamated Heildarfjöldi sveitarfélaga 31. desember 1994 Total number of municipalities 31 December 1994 Municipalities by number of inhabitants
Fjöldi fyrir sameiningu Number before amalgamation Fjöldi eftir sameiningu Number after amalgamation Breyting Change
Færri en 400 íbúar 26 2 -24 113 Less than 400 inhabitants
400-999 íbúar 4 3 -1 25 400-999 inhabitants
1.000-3.000 fbúar 6 6 0 21 1,000-3,000 inhabitants
Fleiri en 3.000 íbúar 2 2 0 12 Over 3,000 inhabitants
Sveitarfélög samtals 38 13 -25 171 Municipalities, total
Skýringar: 1. Auk áhrifa sameiningar á stærðarflokkun sveitarfélaga fluttist eitt sveitarfélag, Hofshreppur, úr flokki sveitarfélaga með 400-999 íbúa í flokk þeirra með færri
en 400 íbúa vegna fólksfækkunar á árinu 1994.
2. í yfirlitum þessa rits er sameining Helgafellssveitar og Stykkishólms meðtalin, en á árinu 1995 var fallið frá samruna þessara sveitarfélaga.
3. yfirlit sýnir heildarfjölda sveitarfélaga eftir stærðar-
flokkum árin 1993 og 1994, fjölda íbúa í hverjum flokki og
í hvaða mæli sveitarfélögin hafa staðið skil á ársreikningum
sínum. Skipting sú í stærðarflokka, sem hér er beitt, er
frábrugðin þeirri sem fram kemur í 1. yfirliti að því leyti að
sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru flokkuð saman án
tillits til stærðar og að Njarðvík var 1993 og fyrr talin til
sveitarfélaga með fleiri en 3.000 íbúa.
Skýrslur Hagstofu um fjármál sveitarfélaga byggjast á
ársreikningum þeirra. Skil sveitarfélaga á reikningum sínum
hafa batnað með ári hverju og er þetta í fyrsta sinn sem tekst að
gefa út sveitarsjóðareikninga innan árs frá lokum reikningsárs.
Skil sveitarfélaga á ársreikningum til Hagstofunnar voru
allgóð árin 1993 og 1994. Öll sveitarfélög með 400 íbúa eða
fleiri skiluðu ársreikningum til Hagstofunnar bæði árin.
Langflest sveitarfélaga með færri en 400 fbúa skiluðu gögnum;
131 af 135 árið 1993 og 109 af 112 árið 1994. í þeim
sveitarfélögum sem ekki skiluðu reikningum bjuggu aðeins
um 0,1% landsmanna. Þrátt fyrir að ekki hafi tekist að afla
reikninga frá öllum sveitarfélögum nær skýrslugerðin þannig
samt sem áður til sveitarfélaga með 99,9% af íbúafjölda
landsins bæði árin.