Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.11.1995, Page 14
12
Sveitarsjóðareikningar 1994
6. yfirlit. Fjármál sveitarfélaga 1993-1994
Summary 6. Local govemment fmances 1993 -1994
Milljónir króna á verðlagi hvers árs 1993 1994 Million ISK at current prices
1. Rekstrar- og skatttekjur 34.367 35.847 Current revenue
Skatttekjur 25.484 26.271 Tax revenue
Þjónustutekjur 8.023 9.012 Service revenue
Vaxtatekjur 846 548 Interest
Ymsar tekjur 14 16 Miscellaneous
2. Gjöld at' rekstri 31.206 34.117 Current expenditure
Rekstrargjöld 28.856 32.218 Operational outlays
Fjármagnskostnaður 2.350 1.899 Interest
3. Rekstrarjöfnuður (1.-2.) 3.161 1.730 Balance on current account (1,- 2.)
4. Tekjur til fjárfestingar 3.364 2.484 Revenue for investment
Innkomin framlög til fjárfestingar 3.364 2.484 Capital transfers received
5. Gjöld til fjárfestingar 12.236 11.639 Investment outlays
Gjaldfærð fjárfesting 5.805 5.826 Charged to expense
Eignfærð fjárfesting 6.431 5.813 Capitalized fixed assets
6. Fjárfestingarjöfnuður (4.-5.) -8.872 -9.155 Investment balance (4,- 5.)
7. Tekjujöfnuður (3.+.6) -5.711 -7.425 Revenue baiance (3.+ 6.)
8. Veitt lán -1.281 -727 Loans granted
9. Innheimtar afborganir 1.056 1.077 Amortization received
10. Hreinar skammtímakröfur 176 -96 Short-term claims, net
11. Hreinar skammtímaskuldir 1.350 2.621 Short-term debt, net
12. Aðrir efnahagsliðir 1.178 -1.478 Other items
13. Hrein lánsfjárþörf (7.+...+12.) -3.232 -6.028 Net borrowing requirement (7. + ... + 12.)
14. Greiddar afborganir -2.413 -2.820 Amortization
15. Verg lánsfjárþörf (13.+14.) -5.645 -8.848 Gross borrowing requirement (13. + 14.)
16. Tekin lán 5.449 8.483 Gross borrowing
17. Breyting á sjóði og bankareikningum -196 -365 Change in cash holdings and bank deposits
Hér á eftir verður fjallað sérstaklega um tekjur, gjöld og
efnahag sveitarfélaga, bæði með tilliti til umsvifa þeirra í
heild og á hvern íbúa, eftir stærð sveitarfélaga á sama hátt og
gert var hér að framan. Loks verður gerð stutt grein fyrir
fjárhag sveitarfélaga á íbúa eftir kjördæmum.
Tekjur sveitarfélaga 1994
Heildartekjur sveitarfélaga námu 8,8% af landsframleiðslu á
árinu 1994.1 krónum talið jukust tekjumar um 600 milljónir
frá árinu á undan en það svarar til nánast óbreyttra tekna að
raungildi miðað við breytingu á vísitölu framfærslukostnaðar.
Lögum um tekjustofna sveitarfélaga var breytt með lögum
nr. 124/1993 sem vom samþykkt á Alþingi í desember 1993
ogtókugildiíársbyrjun 1994. Þessibreytingfólísérhækkun
á útsvari sveitarfélaga til að bæta þeim tekjumissi af niður-
fellingu aðstöðugjaldsins. Vegið meðaltal af útsvari sveitar-
félaga í staðgreiðslu hækkaði úr 7,04% árið 1993 í 8,69%
árið 1994. Með bráðabirgðaákvæði I í sömu lögum var
skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði felldur niður sem
tekjustofn ríkissjóðs og færður til sveitarfélaga frá ársbyrjun
1994. Það ákvæði var síðan endanlega staðfest með lögum
nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Skatttekjur voru sem fyrr meginuppistaðan í tekjuöflun
sveitarfélaganna eða um tveir þriðju hlutar hennar. Er það
nokkra lægra hlutfall en hjá nkissjóði. Beinir skattar vega
mun þyngra í tekjum sveitarfélaga en ríkissjóðs. Arið 1994
námu beinir skattar sveitarfélaga um 75% af skatttekjum
þeirra, en þetta hlutfall hefur um árabil verið um 60%.
Breytingin skýrist af fyrrnefndri lagabreytingu þar sem
aðstöðugjöld sveitarfélaga flokkuðust meðal óbeinna skatta,
en niðurfelling þeirra var bætt upp með hækkun útsvarsins.
Tekjur sveitarfélaga einskorðast ekki við skatttekjur heldur
hafa þau einnig tekjur af veittri þjónustu, auk þess sem þau fá
framlög frá öðrum bæði til rekstrar og fjárfestingar, einkum
frá rfkissjóði vegna hlutdeildar í kostnaði af sameiginlegri
starfsemi. Tekjur sveitarfélaganna og skipting þeirra er sýnd
í 7. yfirliti.