Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.11.1997, Side 12
10
Sveitarsjóðareikningar 1996
á síðustu árum hafa orðið til þess að mörg stærri sveitarfélög
hafa sótt inn á útboðsmarkað með skuldabréf til þess að
fjármagna framkvæmdir. I þessu sambandi má nefna að
lántökur sveitarfélagaumfram afborganir námu 4,3 milljörðum
króna á árinu 1995 samanborið við 5,7 milljarða króna árið
1994 og 1,2 milljarðakrónaárið 1990. Áárinu 1996dróaftur
úr lántökum sveitarfélaga og námu þær 1,3 milljörðum króna
umfram afborganir. Að gefnu tilefni skal tekið fram að í
allflestum tilvikum eru fyrirtæki sveitarfélaga, þ.e. hitaveitur,
rafveitur og hafnarsjóðir, ekki talin sem hluti af eiginlegum
rekstri sveitarfélaganna. Þetta skýrir meðal annars hvers vegna
lántökur og lánveitingar sveitarfélaga eru þó ekki meiri en að
framan greinir.
Tekjur sveitarfélaga. Fram hefur komið að heildartekjur
sveitarfélaga námu 10,1% af landsframleiðslu á árinu 1996.
Við samanburð á fjárhæðum á milli ára verður að taka tillit
tilalmennraverðlagsbreytinga. Vísitalaneysluverðshækkaði
að meðaltali um 1,7% frá árinu 1994 til ársins 1995 og um
2,3% milli áranna 1995 og 1996. Tekjur sveitarfélagajukust
um 7,0 milljarða króna að nafnvirði á árinu 1996 en það
svarar til um 14,0% hækkunar að raungildi frá árinu á undan
miðað við breytingu á vísitölu neysluverðs. Tekjurnar voru
óvenjumiklar á árinu 1995 og meiri að raungildi en þær
höfðu mælst um langt árabil. Á árinu 1996 jukust þær enn
frekar. Skýrist það meðal annars af 5,2% hagvexti á
mælikvarða landframleiðslunnar á árinu 1996 og af greiðslum
ríkissjóðs til sveitarfélaga vegna þess að sveitarfélögin tóku
við rekstri grunnskóla frá 1. ágúst 1996.
Lögum um tekjustofna sveitarfélaga var breytt með lögum
nr. 124/1993 sem voru samþykkt á Alþingi í desember 1993
og tóku gildi í ársbyrjun 1994. Þessi breyting fól í sér hækkun
á útsvari sveitarfélaga til að bæta þeim tekjumissi af niður-
fellingu aðstöðugjaldsins. Vegið meðaltal af útsvari sveitar-
félaga í staðgreiðslu hækkaði úr 7,04% árið 1993 í 8,69%
árið 1994. Árið 1995 hækkaði meðaltalið enn frekar eða í
8,78% ogárið 1996 namþað8,79%. Meðlögumnr. 66/1995
um grunnskóla var starfsemi þeirra og rekstur flutt frá ríki til
sveitarfélagafrá 1. ágúst 1996. Itengslum viðþanntilflutning
var lögum um tekjustofna sveitarfélaga breytt í því skyni að
afla þeim tekna til að mæta kostnaði af rekstri grunnskólans,
lög nr. 79/1996 og lög nr. 122/1996. Þar er hámarks- og
lágmarksheimild sveitarfélaga til álagningar útsvars hækkuð
um 2,79 prósentustig frá og með 1. janúar 1997 og enn frekar
um0,05prósentustigfrá l.janúar 1998. Ibráðabirgðaákvæði
laganna nr. 79/1996 er kveðið á um að ríkissjóður greiði
2.734 millj. kr. til sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs sveitarfélag
á árinu 1996 til að standa straum af kostnaði við rekstur
grunnskólans frá 1. ágúst til desemberloka á því ári.
Skatttekjur voru sem fyrr meginuppistaðan í tekjum
sveitarfélaganna eða um tveir þriðju hlutar þeirra. Er það
nokkru lægra hlutfall en hjá ríkissjóði. Beinir skattar vega
mun þyngra í tekjum sveitarfélaga en ríkissjóðs. Fram til
ársins 1994 námu beinir skattar sveitarfélaga um 60% af
skatttekjum þeirra, en síðustu þrjú ár hefur þetta hlutfall
verið um 75%. Hækkunin skýrist af niðurfellingu aðstöðu-
gjalda sveitarfélaga í ársbyrjun 1994 en þau flokkuðust
meðal óbeinna skatta, á móti hækkaði útsvar sveitarfélaga í
staðgreiðslu. Tekjur sveitarfélaga einskorðast ekki við
skatttekjur heldur hafa þau einnig tekjur af veittri þjónustu,
auk þess sem þau fá framlög frá öðrum bæði til rekstrar og
fjárfestingar,einkumfráríkissjóði vegnahlutdeildaríkostnaði
af sameiginlegri starfsemi. Tekjur sveitarfélaganna og
skipting þeirra er sýnd í 4. yfirliti.
4. yfirlit. Tekjur sveitarfélaga 1995-1996
Summary 4. Local govemment revenue 1995-1996
Milljónir króna á verðlagi hvers árs Hlutfallstölur, %
Million ISK at current prices Percentage
1995 1996 1995 | 1996
Heildartekjur 42.076 49.055 100,0 100,0 Total revenue
Skatttekjur 28.713 33.575 68,2 68,4 Tax revenue
Beinir skattar 21.032 25.244 50,0 51,5 Direct taxes
Utsvör 21.032 25.244 50,0 51,5 Municipal income tax
Obeinir skattar 7.681 8.330 18,3 17,0 Indirect taxes
Fasteignaskattar 5.673 5.727 13,5 11,7 Real estate tax
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 926 1.402 2,2 2,9 Municipal Equalization Fund
Aðrir óbeinir skattar 1.082 1.202 2,6 2,4 Other
Þjónustutekjur 9.884 10.994 23,5 22,4 Service revenue
Vaxtatekjur 510 565 1,2 1,2 Interest
Tekjur til fjárfestingar 2.969 3.922 7,1 8,0 Capital transfers received
Ýmsar tekjur 0 - 0,0 - Miscellaneous
Hlutfallsleg samsetning tekna sveitarfélaga breyttist lítils
háttar á árinu 1996. Þar gætir áhrifa greiðslna frá ríkissjóði
að fjárhæð 2.734 millj. kr. í tengslum við flutning grunn-
skólanna til sveitarfélaganna. Fjárhæðin skiptist þannig að
ríkissjóður greiddi beint til sveitarfélaga 1.979 millj. kr. og
755 millj. kr. til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. í ljósi þess að
sveitarfélögin munu mæta kostnaði af grunnskólunum með
hærra útsvari í framtíðinni var ákveðið að færa í reikningshaldi