Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.11.1997, Blaðsíða 34
32
Sveitarsjóðareikningar 1996
Útgjöld sveitarfélaga til fjárhagsaðstoðar og tekjur þar á
móti eru sýnd í 31. yfirliti. Reiknuð á verðlagi ársins 1996
jukust rekstrarútgjöld í heild um rúm 4% frá árinu 1995 til
ársins 1996 eftir 13% aukningu 1994-1995. Meðalfjárhæð
fjárhagsaðstoðar á heimili á föstu verðlagi hækkaði um 8%
1995-1996 (1% 1993-1994), sem skýrir aukin útgjöld þrátt
fyrir fækkun heimila er njóta aðstoðar milli áranna 1995 og
1996.
31. yfírlit. Útgjöld sveitarfélaga til fjárhagsaðstoðar 1995-1996
Summary 31. Local govemment cash assistance expenditure 1995-1996
Gjöld og tekjur l)á verðlagi hvors árs í millj. kr. Expenditure and revenue !) at current prices in mill. ISK Tekjur sem hlutfall Á verðlagi ársins 1996 Expenditure at 1996 prices Vísitala
af útgjöldum, % Revenue as Rekstrarútgjöld í millj. kr. Expenditure in mill. ISK Meðalfjárhæð á heimili í kr. rekstrarútgjalda Index of operational outlœys
Gjöld Expenditure Tekjur Revenue percent of outlays Average per household in ISK
1995 891,0 16,9 1,9 911,0 151.412 100,0
1996 950,3 119,9 12,6 950,3 163.535 104,3
11 Til útgjalda telst bæði hrein fjárhagsaðstoð og fjárhagsaðstoð í formi lána. Þegar lán eru endurgreidd færast þau til tekna. Expenditure includes direct monetary
support and lending. Repayments of loans are credited to the revenue account.
í 32. yfirliti koma fram rekstrargjöld og rekstrartekjur
sveitarfélaga vegna félagsþjónustu og skipting þeirra innan
þess málaflokks árin 1995 og 1996. Þetta er stærsti mála-
flokkur í rekstri sveitarfélaganna og tók hann til sín um 26%
rekstrarútgjalda árið 1996, 29% árið 1995. Fjárfrekasta
viðfangsefni félagsþjónustu er dagvist barna, til hennar
runnu 40% rekstrarútgjalda félagsþjónustu bæði árin 1995
og 1996. Annað í röðinni er félagshjálp en til hennar var varið
33% útgjalda til félagsþjónustu 1995 og 35% árið 1996. Til
þessa viðfangsefnis telst bæði heimaþjónusta og bein
fjárhagsaðstoð eins og vikið verður að síðar. I þriðja lagi eru
svo útgjöld til dvalarheimila og íbúða aldraðra. Þau voru
11% útgjalda til félagsþjónustu árin 1995 og 1996. Aðrir
liðir eru lægri. Þar ber fyrst að nefna „sameiginlegan kostnað"
en það eru útgjöld vegna nefnda á þessu sviði og rekstrar
félagsmálastofnana sveitarfélaga. „Annar rekstur“ tekur til
rekstrar annarra heimila (fyrst og fremst vistheimila barna á
vegum Reykjavíkurborgar), gæsluvalla og vinnumiðlana.
„Lögbundin framlög og styrkir“ eru meðal annars framlög til
Bjargráðasjóðs og óafturkræf framlög til Byggingarsjóðs
verkamanna. Stór hluti eru styrkir sem sveitarfélög veita til
margra, ólíkra aðila. Loks sýnir taflan heildarútgjöldin í
krónum á fbúa. Þar sést að af þessum málaflokki bera
sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mestan kostnað á íbúa.
Kostnaður annarra sveitarfélaga með 300 íbúa eða fleiri var
um fjórðungi lægri en sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
árið 1996 en um þriðjungi lægri árið 1995. Kostnaður hinna
fjölmörgu sveitarfélaga með færri en 300 íbúa var enn sem
fyrr minni eða sem nam tæplega fjórðungi af kostnaði
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Útgjöld sveitarfélaga til félagsþjónustu jukust um 882
millj. kr. frá árinu 1995 til ársins 1996. A föstu verðlagi
jukust útgjöld til félagsþjónustu um 7,2% árið 1996 (8,7%
árið 1995) en heildarrekstrargjöld sveitarfélaga til alls annars
en fræðslumála (nýtilkominn rekstur grunnskólans gerir
aukningu heildarreikstrarútgjalda ekki marktæka í þessu
samhengi) jukust 2,3% á föstu verðlagi (samanborið lækka
um 1,5% 1995). Hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu
jukust útgjöld til félagsmála um 5,1% á föstu verðlagi 1995-
1996 en um 15,8% hjá öðrum stærri sveitarfélögum. Loks
lækkuðu hin hlutfallslega lágu útgjöld minni sveitarfélaga
um 36% á föstu verðlagi. Varðandi samanburð á öðrum
stærri sveitarfélögum og minni sveitarfélögum milli ára
verður að hafa í huga að milli ára hafa sveitarfélög flust á
milli flokka, þar sem miðað ver við sveitarfélög með 400 eða
fleiri íbúa 1995 en 300 eða fleiri 1996.
Þær tekjur sem sveitarfélögin höfðu upp í kostnað sinn af
félagsþjónustu námu 31% af útgjöldum til þessa málaflokks
árið 1996, en 28% bæði árin 1994 og 1995. Hlutfall tekna af
útgjöldum var lægst í fámennustu sveitarfélögunum, 20%,
um 29% hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og um
38% hjá öðrum sveitarfélögum með 300 íbúa og fleiri.
I 33. yfirliti er sýnt hvernig rekstrargjöld og rekstrartekjur
félagshjálpar skiptust eftir viðfangsefnum árin 1995 og
1996. Stærsti hluti útgjalda árið 1996 fór til fjárhagsaðstoðar,
27%, samanborið við 29% árið áður. Þá runnu 23% út-
gjaldanna til heimaþjónustu (24% árið 1995). Þriðji stærsti
þáttur félagshjálpar var kostnaður vegna leigu félagslegra
íbúða en hann svaraði til 8,5% útgjalda árið 1995 en hækkaði
í 10% árið 1996. Hér er um að ræða rekstrarkostnað íbúða
sem leigðar eru skjólstæðingum félagsmálayfirvalda sveitar-
félaga (hér færist ekki leiga húsnæðis sveitarfélaga sem leigt
er á almennum markaði eða leigt starfsmönnum s veitarfélaga).
Til annarra þátta félagshjálpar fara umtalsverðar fjárhæðir.
Fyrst ber að nefna húsaleigubætur sem fjallað var um hér að
framan. A „tilsjónarmannakerfi o.fl“ færast útgjöld til þeirrar
félagslegu aðstoðar sem ekki felst í beinum fjárstyrkjum eða
lánum. Allur kostnaður vegna barnavemdarmála á að færast
á liðinn „vegna barna og unglinga". Kostnaður vegna
ferðaþjónustu fatlaðra og annarrar þjónustu við þann hóp
færist á liðinn „vegna hreyfihamlaðra og fatlaðra“. A
„dvalargjöld" færist m.a. kostnaður sem sveitarfélög bera af
niðurgreiðslu dagvistar barna á einkaheimilum. Dæmi er um
að einnig sé færður á þennan lið dvalarkostnaður af öðm tagi,